Þungur róður að manna leikskóla með réttindafólki

Það hefur verið þungur róður að manna leikskóla á Austurlandi með réttindafólki, þ.e. menntuðum leikskólakennurum í ár. Aðeins um þriðjungur starfsmanna leikskóla er menntaður til starfsins aðrir eru leiðbeinendur. Hinsvegar hefur gengið vel að fá kennara með réttindi í grunnskólana á Austurlandi.

Lesa meira

Nýsköpunarkeppni í gegnum netið í Neskaupstað

Neskaupstaður verður einn af fjórum stöðum á landinu þar sem nýsköpunarkeppnin MAKEeathon verður haldin. Í keppninni, sem fer fram í gengum netið á Neskaupstað, er lögð áhersla á nýtingu hliðarafurða í sjávarútvegi.

Lesa meira

Nýi Börkur sjósettur í Póllandi

Í morgun hófst vinna við að sjósetja nýjan Börk en hann er í smíðum hjá danska fyrirtækinu Karstensens Skibsværft AS. Skrokkur skipsins er smíðaður í skipasmíðastöð Karstensens í Gdynia í Póllandi og þar fer sjósetningin fram.

Lesa meira

Gistinætur Íslendinga á Austurlandi margfölduðust í júlí

Gistinætur Íslendinga margfölduðust á Austurlandi í júlí miðað við sama tímabil í fyrra. Þetta kemur fram í nýrri Hagsjá Landsbankans. Herbergjanýtingin var einnig best á Austurlandi eða nær á pari við júlí í fyrra.

Lesa meira

Helmingur bæjarbúa lagði leið sína í Lindex

Lindex á Íslandi opnaði í dag nýja verslun í miðbæ Egilsstaða en mikill fjöldi lagði leið sína í verslunina fyrsta daginn eða um helmingur bæjarbúa Egilsstaða og Fellabæjar sem telur tæplega 3.000 íbúa. 

Lesa meira

Góð verð í boði á komandi síldarvertíð

Baldur Marteinn Einarsson útgerðarstjóri Eskju á Eskifirði segir að síldarvertíðin muni hefjast í lok þessarar viku. Baldur reiknar með ágætis vertíð í haust. Norðmenn eru að fá mjög góð verð fyrir síldina þessa dagana.

Lesa meira

Minna á aðgát þrátt fyrir tilslakanir

Aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi minnir á að áfram þurfi að huga að sóttvörnum þótt rýmkað verði á samkomutakmörkunum eftir helgi.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.