Helmingur bæjarbúa lagði leið sína í Lindex

Lindex á Íslandi opnaði í dag nýja verslun í miðbæ Egilsstaða en mikill fjöldi lagði leið sína í verslunina fyrsta daginn eða um helmingur bæjarbúa Egilsstaða og Fellabæjar sem telur tæplega 3.000 íbúa. 


Um sextíu manns biðu á rauðum dregli er verslunin opnaði klukkan tólf á hádegi. Spenntustu gestirnir höfðu beðið þar í um klukkutíma. Talið var niður frá fimm við opnun verslunarinnar.
 
„Við erum himinlifandi yfir þessum móttökum sem fara langt fram úr okkar björtustu vonum. Okkur óraði ekki fyrir að um helmingur bæjarbúa myndi koma til okkar fyrsta daginn! Upphafið veit á gott framhald en við erum íbúum Fljótsdalshéraðs og Austfirðingum öllum gríðarlega þakklát fyrir að taka svona hlýlega á móti okkur,“ segir Lóa D. Kristjánsdóttir, umboðsaðili Lindex á Íslandi í tilkynningu.
 
„Við erum afar glöð og þakklát fyrir að vera komin austur sem þýðir að dreifikerfi okkar spannar nú öll fjögur horn landsins.  Verslanir okkar á Vesturlandi, Suðurlandi og Norðurlandi hafa sýnt okkur þann meðbyr sem Lindex hefur og eftir að hafa leitað fanga eftir góðri staðsetningu á Austurlandi í nokkur ár er frábært að geta fagnað þessu svona með þessum frábæru móttökur,“ segir Albert Þór Magnússon umboðsaðili Lindex á Íslandi.
 
Verslunin er staðsett við hlið Bónuss í Miðvangi, aðalverslunarkjarna miðbæ Egilsstaða og býður upp á allar þrjár meginvörulínur Lindex auk þess sem boðið er upp á nýjustu tækni við verslunina eins og 70 tommu snertiskjái við mátunarklefa til að undirstrika einstaka verslunarupplifun og tryggir þar með einstakt vöruframboð.   
 
„Við vitum ekki til þess að áður hafi helmingur bæjarbúa, í bæjarfélagi sem við erum að opna í heimsótt verslun okkar á fyrsta degi, það hlýtur að vera einhvers konar met!,“ segir Johan Isacson, Director of Franchise hjá Lindex AB.

Lindex er ein stærsta tískufatakeðja Norður Evrópu með um 460 verslanir í 16 löndum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.