


Körfuknattleikur: Sigur á Þór Akureyri í fyrsta æfingaleik
Höttur vann Þór frá Akureyri 82-74 í fyrsta æfingaleik sínum fyrir komandi keppnistímabil í úrvalsdeildinni í körfuknattleik. Þrír nýir leikmenn spiluðu þar með Hetti í fyrsta sinn.
Vinna leiki á milli vakta
Lið Einherja í annarri deild kvenna er komið í baráttuna um að fara upp um deild í haust eftir að hafa unnið sjö leiki í röð. Þjálfari liðsins segir hafa tekið tíma að spila liðið saman því hópurinn hafi ekki getað æft sem heild fyrr en mótið var komið í gang. Sumarið hefur síðan snúist um fisk og fótbolta.
Knattspyrna: KFA gerði sitt en Höttur/Huginn ekki
Knattspyrnufélag Austfjarða leikur áfram í annarri deild knattspyrnu eftir að hafa orðið undir á markahlutfalli í baráttunni um að komast upp. KFA vann Sindra örugglega í sínum síðasta leik en það skipti ekki máli þar sem Höttur/Huginn var engin fyrirstaða fyrir keppinautana í ÍR.
Fótbolti: Mikilvægur sigur KFA í baráttunni um að komast upp um deild
Knattspyrnufélag Austfjarða komst skrefi nær því að spila í næst efstu deild að ári með 0-2 sigri á Haukum í Hafnarfirði um helgina. Einherji vann mikilvægan sigur á Fjölni í annarri deild kvenna og á enn möguleika á að fara upp um deild.
Knattspyrna: Einherji unnið sjö leiki í röð
Lið Einherja í annarri deild kvenna er komið í toppbaráttu deildarinnar eftir sjö sigurleiki í röð. FHL tryggði áframhaldandi veru sína í Lengjudeild kvenna um helgina.
Knattspyrna: KFA þarf hjálp frá Hetti/Huginn til að komast upp
Á brattann er að sækja fyrir Knattspyrnufélag Austfjarða í baráttu liðsins fyrir að komast upp í fyrstu deild karla í knattspyrnu að sumri eftir tap fyrir ÍR um helgina. KFA á enn möguleika en þarf líklega hjálp frá nágrönnum sínum í lokaumferðinni.
Knattspyrna: KFA aftur á sigurbraut með mörkum undir lokin
Knattspyrnufélag Austfjarða vann á ný eftir þrjá leiki án sigurs þegar liðið lagði KFG á laugardag. Höttur/Huginn á enn möguleika að læðast inn í toppbaráttu annarrar deildar karla eftir sigur á Þrótti í Vogum. Einherji tapaði í annarri deild eftir sjö sigurleiki í röð en toppbarátta annarrar deildar kvenna er enn galopin.