Knattspyrna: Ætlum okkur að enda í fyrsta sæti - Myndir

Lið Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis hafði betur gegn Fjölni í uppgjöri efstu liðanna í annarri deild kvenna þegar liðin mættust á Reyðarfirði í gærkvöldi. Austanliðið hélt uppteknum hætti og skoraði fimm mörk í leiknum en gestirnir tvö.

Lesa meira

Körfubolti: Einar Árni þjálfari við hlið Viðars

Körfuknattleiksþjálfarinn Einar Árni Jóhannsson hefur skrifað undir þriggja ára samning við Hött. Hann verður yfirþjálfari yngri flokka auk þess að þjálfa meistaraflokk félagsins með Viðari Erni Hafsteinssyni.

Lesa meira

Seyðfirðingar koma saman til að kveðja fótboltavöllinn

Kveðjuleikur verður leikinn á Seyðisfjarðarvelli á laugardag en til stendur að taka vallarstæðið undir íbúabyggð. Einn þeirra sem stendur að baki vellinum segir þá sem ólust upp með vellinum eiga þaðan fjölda æskuminninga og það að horfa á eftir vellinum sé eins og að kveðja vin. Almenn sátt sé þó við að þörf sé á íbúðum.

Lesa meira

Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir áfram í bikarnum

Kvennalið Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis tryggði sér um helgina sæti í 16 liða úrslitum bikarkeppni kvenna í knattspyrnu. Helgin var annars erfið hjá austfirsku liðunum.

Lesa meira

Einar Árni: Líst mjög vel á verkefnið hjá Hetti

Körfuknattleiksþjálfarinn Einar Árni Jóhannsson hefur skrifað undir þriggja ára samning sem yfirþjálfari yngri flokka og þjálfari meistaraflokks karla hjá Hetti með Viðari Erni Hafsteinssyni. Hann segist telja þetta rétta tímann til að breyta um umhverfi og kveðst spenntur fyrir verkefnunum sem bíði hans eystra.

Lesa meira

Góður árangur hjá Reyðfirðingum á glímumóti

Nemendur í Grunnskóla Reyðarfjarðar náðu góðum árangri á hinu árlega grunnskólamóti Glímusambands Íslands um helgina. Í flokknum 10. bekkur strákar röðuðu nemendur úr Grunnskóla Reyðarfjarðar sér í öll þrjú efstu sætin.


Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.