Höttur og Huginn tefla fram sameiginlegu liði

Höttur rekstrarfélag og knattspyrnudeild Hugins hafa gert með sér samkomulag til þriggja ára um að tefla fram sameiginlegu liði í meistaraflokki karla undir nafninu Höttur/Huginn. Formaður rekstrarfélagsins segir markmiðið að byggja upp lið á heimamönnum.

Lesa meira

„Margur er knár þótt hann sé smár“

Sannkölluð glímuveisla var á Reyðarfirði fyrir viku þegar fram fór bæði fyrsta umferð í meistaramótaröð Glímusambands Íslands, sem og Íslandsmeistaramót 15 ára og yngri. Ágæt þátttaka var í báðum flokkum og gekk mótið vel í alla staði.

Lesa meira

Körfubolti: Höttur kafskotinn af Skallagrími í fjórða leikhluta - Myndir

Höttur er úr leik í bikarkeppni karla í körfuknattleik eftir ósigur gegn Skallagrími á laugardag. Höttur átti fínan leik fram í lok þriðja leikhluta þegar gestirnir úr Borgarnesi tóku að hitta úr þriggja stiga skotum. Kvennalið Þróttar Neskaupstað hóf titilvörn sína á Íslandsmótinu í blaki með tveimur sigrum á nafna sínum úr Reykjavík um helgina.

Lesa meira

Fyrsta skóflustungan að viðbyggingu við íþróttamiðstöðina

Fyrsta skóflustungan að fimleikahúsi, sem rísa mun við ytri enda núverandi íþróttahúss á Egilsstöðum, var tekin föstudaginn 16. nóvember. Íþróttafélagið Höttur heldur utan um framkvæmdina fyrir sveitarfélagið Fljótsdalshérað.

Lesa meira

Heiðdís valin í kvennalandsliðið

Heiðdís Lillýardóttir, fyrrverandi leikmaður Hattar, hefur verið valinn í 30 manna landsliðshóp kvenna í knattspyrnu.

Lesa meira

„Keppnisskapið var alltaf til staðar hjá mér“

„Ég er mjög stolt af því að geta sagt að ég komi frá Djúpavogi," segir Ásta Birna Magnúsdóttir, sem spilar golf í efstu deild í Þýskalandi með einum sterkasta klúbb landsins.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar