Fótbolti: Þurfum tvö stig að meðaltali í leik til að fara upp

Leiknir Fáskrúðsfirði mætir til leiks í nágrannaslagnum við Fjarðabyggð í annarri deild karla í knattspyrnu sem efsta lið deildarinnar með aðeins einn tapleik á bakinu. Þjálfari liðsins segir að viðhalda þurfi því gengi til að fara upp úr deildinni.

Lesa meira

Lét ekki handleggsbrot stöðva sig í kastgreinum

Harpa Hlín Jónsdóttir frá Ólafsfirði lét ekki handleggsbrot koma í veg fyrir að hún tæki þátt í Landsmóti UMFÍ fyrir 50 ára og eldri en mótið var haldið í Neskaupstað um helgina.

Lesa meira

Fótbolti: Jafntefli í hröðum og hörðum Austfjarðaslag - Myndir

Ljóst er að Leiknir Fáskrúðsfirði verður í efsta sæti annarrar deildar karla þegar keppni þar er hálfnuð eftir 2-2 jafntefli við Fjarðabyggð í gærkvöldi. Leiknismenn hefðu getað þegið stigin þrjú en það var Fjarðabyggð sem nýtti færi sín betur.

Lesa meira

Crossnet í fyrsta skipti á Íslandi

Íþróttin Crossnet verður leikin í fyrsta skipti á Landsmót UMFÍ 50 ára og eldri sem haldið er í Neskaupstað um helgina. Íþróttinni svipar að mörgu leyti til blaks og getur nýst í að þjálfa upp árvekni blakspilara.

Lesa meira

Lykilatriðinu að kasta stígvélinu ekki of hátt

Heimamaðurinn Ívar Sæmundsson fór með sigur af hólmi í stígvélakasti, lokagrein Landsmóts UJMFÍ fyrir 50 ára og eldri sem haldið var í Neskaupstað um helgina. Ívar fór með fern gullverðlaun heim af mótinu úr kastgreinum sem hann hafði aldrei prófað áður.

Lesa meira

„Minntum helst á bobsleðaliðið frá Jamaíku“

Lið Sparisjóðs Austfjarða náði þeim vafasama áfanga að verða fyrsta liðið til að falla úr leik á Landsmóti UMFÍ 50 ára og eldri sem haldið er í Neskaupstað. Liðið er ekki af baki dottið og sér fram á glæsta sigra síðar meir í boccia.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar