Team Rynkeby hjólar um Austfirði

Um fjörtíu hjólreiðamenn á vegum Team Rynkeby verða á ferðinni um Austfirði í dag og á morgun. Undir venjulegum hringumstæðum væri hópurinn að hjóla frá Danmörku til Parísar og safna áheitum til styrktar góðu málefni. Velja þurfti aðra leið í ár.

Lesa meira

Leiknir tapaði en styrkir liðið

Gengi liðanna að austan á Íslandsmótinu í knattspyrnu var ærið misjafnt um síðustu helgi. Fjarðabyggðarmenn unnu þó góðan sigur í 2. deild karla. Leiknismenn leita enn að sínum fyrstu stigum í Lengjudeildinni en hafa verið að styrkja sig að undanförnu.

Lesa meira

Langstærstu félagaskipti í sögu Hattar

Körfuknattleiksmaðurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefur samið við Hött um að leika með liðinu í úrvalsdeild karla á næstu leiktíð. Þjálfari liðsins segir Sigurð Gunnar koma með mikla reynslu en hann á að baki tæplega 60 landsleiki auk þess að hafa fimm sinnum orðið Íslandsmeistari.

Lesa meira

Færri komust að en vildu á torfærukeppni

Isavia torfæran fór fram í Ylsgrúsum, skammt frá Egilsstöðum, nú um helgina. Mikil fjöldi áhorfenda lét sjá sig, svo margir að einhverjir urðu frá að hverfa þegar búið var að ná þeim fjöldatakmörkunum sem skipuleggjendur höfðu sett í samráði við sóttvarnayfirvöld.

Lesa meira

Leikir helgarinnar: Markaleikur í Fjarðabyggðarhöllinni

Austfirsku knattspyrnuliðin léku sína fyrstu deildarleiki um helgina. Karlaliðin léku öll á útivelli og tókst engu þeirra að næla í þrjú stig en Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir hófu leik í 2. deild kvenna með sigri á Fram.

Lesa meira

Urriðavatnssundi aflýst

Urriðavatnssundi, sem haldið er í samnefndu vatni í júlí ár hvert, hefur verið aflýst í ár vegna óvissu út af Covid-19 faraldrinum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.