Hinsegin Austurland

Nýverið voru þættirnir Svona fólk sýndir á RÚV og hlutu mikla athygli. Þættirnir fjalla um sögu homma og lesbía á Íslandi og réttindabaráttu undangenginna áratuga. Á þessum tíma hefur samfélagið svo sannarlega breyst til hins betra og við stefnum í rétta átt þó enn séu hópar hinsegin fólks komnir mun skemur á veg í sinni baráttu en hommar og lesbíur.

Lesa meira

Sjö árum síðar

Aðdragandi þjóðaratkvæðagreiðslunnar um nýju stjórnarskrána 20. október 2012 var merkilegur fyrir margra hluta sakir. Það var einnig atkvæðagreiðslan sjálf og úrslit hennar.

Lesa meira

Menntun og samgöngur

Mig langar hér til að velta fyrir mér sameiningarhugmyndum sveitarfélaganna fjögurra út frá skólamálunum. Aðallega leik- og grunnskólunum en einnig öðrum skólagerðum.

Í raun og veru veit ég ekki frekar en aðrir hvort að það sé betra að sameinast eða ekki. Ég veit hinsvegar, að sameining er í sjálfu sér bara orð. Hugsjónir og framkvæmdir í kjölfar sameiningar myndu leiða í ljós hvort að niðurstöður kosninganna leiddu til góðs eða ekki.

Lesa meira

Framtíðin er í þínum höndum: Góð kjörsókn tryggir skýra niðurstöðu

Á laugardaginn kemur verður gengið til kosninga um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Sameiningarviðræðurnar eiga sér töluverðan aðdraganda. Sveitarfélögin fjögur reka, í samstarfi við Fljótsdalshrepp og Vopnafjarðarhrepp, sameiginlega félagsmála- og barnaverndarnefnd og brunavarnir.

Lesa meira

Sameinuð og samkeppnishæf

Nú ber hæst um þessar mundir að efna á til kosninga um sameiningu sveitarfélagana Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðar og Borgarfjarðar. Rétt er að halda til haga að undirritaður sat í fjölskipaðri samstarfsnefnd viðkomandi sveitarfélaga á síðasta kjörtímabili, þar sem hrundið var í framkvæmd skoðanakönnun þar sem leitast var við að kanna hug íbúa til sameininga. Er skemmst frá því að segja að niðurstaða úr skoðanakönnun þessari gaf fullt tilefni til að taka upp formlegar viðræður meðal þeirra sveitarfélaga sem nú verður kosið um þann 26. október.

Lesa meira

Opið bréf frá leikskólastjórnendum á Austurlandi

Sent sveitarstjórnum Djúpavogshrepps, Fjarðabyggðar, Fljótsdalshéraðs, Vopnafjarðarhrepps, Seyðisfjarðarkaupstaðar, Borgarfjarðarhrepps og stjórn Samtaka sveitarfélaga á Austurlandi.

Lesa meira

Sameiningarkórinn – líka fyrir laglausa

Á fundi bæjarstjórnar Seyðisfjarðar fyrir rétt rúmu ári var samþykkt að skipa þrjá fulltrúa í samstarfsnefnd sem myndi vinna að tillögu vegna fyrirhugaðrar sameiningar Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshérðaðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar. Umræðan fram að því hvernig ætti að velja þessa þrjá fulltrúa hafði verið á þá leið að mikilvægt væri að fulltrúar allra flokka ættu sæti í nefndinni og ekki síður mikilvægt að velja fullrúa með ólíkar skoðanir til sameiningar.

Lesa meira

Mikilvægar kosningar

Á laugardag verður kosið um sameiningu fjögurra sveitarfélaga: Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Þetta eru mikilvægar kosningar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar