Sólargeisli kærleikans

Það er freistandi í dag að tala um fótbolta! Það má segja að strákarnir okkar hafi tekið forskot á sæluna og hafið þjóðhátíðina degi fyrr en áætlað var. Þvílík gleði! Þvílík samvinna og þvílík hvatning fyrir okkur öll.

En mig langar að deila með ykkur persónulegri sögu um samfélagið okkar, um hvatningu og náungakærleika.

Lesa meira

Göngum hægt um gleðinnar dyr

Framundan eru kosningar til sveitarstjórna. Sem vænta má reyna framboð og frambjóðendur að bjóða betri kost en verið hefur. Í góðri trú eða fyrir athyglina. Fram koma yfirlýsingar og loforð um að „gera enn betur“ . „Bæta í hér og þar“, með auknum útgjöldum. Fullyrt er að, „ lítið eða ekkert hafi verið framkvæmt eða gert“. Fjármögnun er lítið rædd. „Skuldir hafi verið greiddar helst til hratt niður“. „Svigrúm sé til lántöku þar sem skuldir séu innan við leyfilegt hámark“.

Lesa meira

Úr einu í annað um bæinn okkar.

Ég ætla að byrja þetta bréfkorn á því að þakka Þorvaldi Jóhanns fyrir sérlega góða grein nýlega sem lýsir kannski best bjartsýni hans og áhuga á mörgum sviðum. Ekki þarf ég að bæta við þar sem hann fjallar um t.d. Síldarvinnsluna og þeirra framlag til atvinnulífsins í bænum og er seint fullþakkað, úr því að svona fór með þá atvinnugrein hér í bæ, því einmitt svona fyrirtæki vantaði hér sem skapað gæti frekari tekjur í bæinn.

Lesa meira

Ungir Austfirðinga skiptast á skoðunum um Fjarðarheiðargöng

Tveir ungir Austfirðingar hafa kveðið sér hljóðs um Fjarðarheiðargöngin í Austurglugganum/fréttum. Annar er Seyðfirðingur , Gauti Skúlason , 10. maí sl. Hinn er Norðfirðingur, Sigurður Steinn Einarsson , 21. maí sl.. Sitt sýnist hvorum eins og gengur. En þakkir eiga þeir skildar fyrir sín skrif.

Lesa meira

Hvers vegna vildi ég flytja austur?

Ég er fæddur og uppalinn á Breiðdalsvík, fór í Menntaskólann á Egilsstöðum að loknu grunnskólanámi og þaðan í háskólanám í höfuðborginni árið 2005. Þrátt fyrir að hafa komið austur til að vinna í sumarfríum ílengdist ég á höfuðborgarsvæðinu og fékk vinnu þar eftir að námi lauk. Hugurinn leitaði þó gjarnan í heimahagana og orðið heima átti alltaf við um Austurlandið í mínum huga.

Lesa meira

SSA vill næstu göng undir Fjarðarheiði!

Hafandi búið á Austurlandi meirihluta ævinnar þá skynja ég sterkt þær miklu framfarir og sameiningarmátt sem felast í samgöngubótum. Á stuttum tíma höfum við íbúar Austurlands fengið að upplifa tvær byltingar af þessum toga, opnun Fáskrúðsfjarðarganga 2005 og svo vígslu Norðfjarðarganga í nóvember 2017. Áhrifin eru stórkostleg og snerta alla þætti mannlegrar tilveru.

Lesa meira

Golfklúbbur Seyðisfjarðar 30 ára

Golfklúbbur Seyðisfjarðar (GSF) var stofnaður á kaffistofu Sjúkrahúss Seyðisfjarðar 2. júní 1988. Aðalhvatamaður var Gissur Ó. Erlingsson símstöðvarstjóri en hann hafði komið að stofnun golfklúbba m.a. í Neskaupstað á sínum tíma og Siglufirði. Í fyrstu stjórn klúbbsins, sem kosin var á stofnfundinum, voru Lilja Ólafsdóttir formaður, Lárus Gunnlaugsson ritari og Jóhann Sveinbjörnsson gjaldkeri.

Lesa meira

Er þetta stóra kosningamálið?

Mikil umræða hefur skapast um fráveitumál þéttbýlisins á Egilsstöðum nú í aðdraganda kosninga. Samt finnst mér ótrúlega margir tala um að þeir viti of lítið um þessi mál. Umfjöllunin hefur líka verið heldur áróðurskennd og einhliða. Það er því ástæða til að fara yfir það enn og reyna að bregða upp allri myndinni.

Lesa meira

Sameinuð í einu sveitarfélagi – Opnum hugann

Ungt fólk í dag horfir ekki bara á bæjarkjarnann sinn sem mögulegan stað til búsetu í framtíðinni, heldur er heimurinn allur undir þegar ungt fólk velur sér stað til búsetu. Því er mikilvægt að við opnum hugann og stöndum saman um að nýta öll þau tækifæri sem í boði eru í hverjum bæjarkjarna og horfa þannig á sveitarfélagið sem eina heild. Þá einnig Austurland sem eina heild.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar