


Öxi, lífæð samfélagsins
Nú þegar það eru að verða þrjú ár frá fæðingu Múlaþings hefur orðið æ sýnilegra hversu mikilvæg Öxi er fyrir eðlilegt samstarf á milli kjarna sveitarfélagsins.
Laxeldi í Seyðisfirði blásið af!
Uppbygging Seyðfirðinga á samfélagi sínu og trú þeirra á að halda henni áfram á sínum forsendum spratt hvoru tveggja að frumkvæði heimafólks. Af sama meiði óx líka markviss, vísindalega rökstudd vinna gegn laxeldi í Seyðisfirði undir merkjum VÁ – Félag um verndun fjarðar.
„Ef þú getur ekki verið kurteis, verð ég að biðja þig um að fara“
Í kjölfar af Alþjóðlega baráttudegi kvenna sem haldinn var 8. mars síðastliðinn fannst mér kjörið að setja saman nokkur orð og datt mér þá í hug grein sem Jón Gnarr ritaði fyrir nokkrum árum um freka karlinn. Þar tókst honum að fanga vel þá ofbeldismenningu sem felst í því að hjóla í manneskjuna en ekki málefnin, sýna mátt sinn og megin með einvörðu sína skoðun að vopni og gera lítið úr þeim sem eru ósammála. Svo ég vitni í orð Jóns:

Opið bréf til ráðherra samgöngumála og forstjóra Vegagerðarinnar um Fjarðarheiðargöng
Ég hef stundum velt því fyrir mér hvernig tilvonandi gangnaframkvæmd er verðlögð og hverju er hægt að klína af aukakostnaði á svona framkvæmd.
Rannsókn á árstíðabundnu þunglyndi
Hópur rannsakenda á vegum Háskólans á Akureyri og Háskóla Íslands vinna nú að rannsókn á skammdegisþunglyndi sem kallast EPIC SAD study. Fyrst og fremst er verið að skoða hvort munur er á hegðun og líðan fólks á milli árstíða.
Gamli bærinn minn í nýju sveitarfélagi
Nú hefur Sigurður Ingi Jóhannsson staðfest Strandsvæðaskipulag Austfjarða með bros á vör. Athugasemdum þurfti að skila inn fyrir 15. sept. 2022. Níutíu og átta athugasemdir bárust, flestar varðandi Seyðisfjörð.
Galin stjórnsýsla
Þá er óbreytt strandsvæðaskipulag runnið í gegn hjá Sigurði Inga innviðaráðherra. Það er búið að eyða mikilli vinnu og stórum upphæðum í það. Seyðisfjörður var settur í burðarþolsmat á röngum forsendum samkvæmt svartri skýrslu Ríkisendurskoðunar, af þáverandi sjávarútvegsráðherra Sigurði Inga Jóhannssyni. Skipulagið er nánast eins og lagt var upp með fyrir fjórum árum. Sjókvíaeldið stjórnaði bæði upphafi og enda.