20. mars 2025
Ótrúleg þátttaka í góðgerðarbingói
Í lok febrúar var góðgerðarbingó haldið til styrktar Völu Bjarnadóttur, ungrar konu á Egilsstöðum, sem glímt hefur við ólæknandi krabbamein. Skipuleggjendur voru góðgerðar- og kvennasamtökin Ladies Circle 10; annar tveggja slíkra klúbba á Egilsstöðum, og var viðburðurinn hluti af verkefninu Góðgerðarmars sem klúbbar á vegum Ladies Circle um allan heim taka þátt í og hefur einnig það markmið að gera samtökin sýnilegri í gegnum góðgerðarmál.