20. febrúar 2025
Eru tré í Öskjuhlíð meira virði en mannslíf?
Nú undanfarið hef ég reglulega heyrt fréttir af því að flugbraut við Reykjavíkurflugvöll hafi verið lokað vegna trjágróðurs í Öskjuhlíð með tilheyrandi áhrifum á flug og kannski sérstaklega sjúkraflug. Ég hafði þó ekki hugsað neitt sérstaklega út í það að næsti sjúklingur, þar sem hver mínúta skiptir máli, gæti verið ég en það varð þó raunin.