Skip to main content

Rétt skal vera rétt

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.25. febrúar 2025

Því hefur verið haldið fram að kennarar séu biðja um eitthvað umfram aðra. Svo er ekki.


Það eru ákveðnir hlutir sem fólk ætti að vita áður en það tjáir sig um kjaradeilu kennara. Einu sinni voru lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna með ríkisábyrgð. Haustið 2016 var gert samkomulag um jöfnun lífeyrisréttinda og launa milli markaða. Skömmu eftir áramót 2017 eru svo sett lög sem þar sem ríkisábyrgðin var afnumin.

Árið 2023 eru lífeyrisréttindi opinberra starfsmanna svo skert. Fyrir framhaldskólakennara er sú skerðing 60 þúsund krónur að meðaltali á mánuði. Það hefði ekki verið að hægt að skerða lífeyrisréttindin nema vegna þess áðurnefnt samkomulag var gert og lögin voru sett.

Launin hafa ekki verið leiðrétt og nú eru laun kennara um það bil 9% undir meðallaunum í landinu. Á vef Hagstofu Íslands er hægt að skoða meðallaun eftir stéttum og starfsgreinum. Þar er líka hægt að skoða launaþróun. Ég skora á fólk að gera það. Það sem kennarar eru að biðja um er að það sé staðið við samninga.

Höfundur er framhaldsskólakennari.