Merki um samdrátt í nýbyggingum á fyrstu stigunum

Eftirspurn er eftir íbúðum um nær allt land og að jafnaði bítast fjórir einstaklingar um hverja íbúð sem sett er á sölu. Vísbendingar eru um að á næstunni hægi mjög á nýbyggingum. Sviðsstjóri hjá Samtökum iðnaðarins segir að koma þurfi á virku samtali milli byggingaverktaka og starfsmanna hins opinbera til að liðka fyrir framkvæmdum.

Lesa meira

Fjarðabyggð leggur 108 milljónir króna til íbúðaverkefna til ársins 2025

Fjarðabyggð, í samstarfi við Húsnæðis- og mannvirkjastofnun, hefur samþykkt stofnframlög til tveggja íbúðaverkefna til viðbótar á Reyðarfirði og í Neskaupstað. Alls verða því framlög sveitarfélagsins um 108 milljónir frá yfirstandandi ári til ársins 2025 að mestu í samvinnu við húsnæðisfélagið Brák.

Lesa meira

Íbúðir í byggingu mæta ekki mannfjölgun

Þótt íbúðum í byggingu hafi fjölgað á Austurlandi dugir það ekki til við að halda í við áætlaða íbúaþörf þar sem mannfjölgun er umfram spá. Húsnæðisskortur hamlar uppbyggingu atvinnustarfsemi í fjórðungnum. Fasteignasali hvetur til að úrræðum hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun verði hraðað þannig verktakar þurfi ekki að greiða bankavexti lengur en þörf er.

Lesa meira

Skoða samstarf milli Hallormsstaðaskóla og Háskóla Íslands

Skrifað var undir viljayfirlýsingu í gærkvöldi um að skoðaðar verði forsendur samstarf milli Háskóla Íslands og Hallormsstaðaskóla. Hallormsstaðaskóli stefnir á að fá nám sitt viðurkennt sem formlegt háskólanám.

Lesa meira

Könnun meðal íbúa Austurlands um árangurinn af Dögum myrkurs

Hvað finnst þér um austfirsku hátíðina Daga myrkurs og hvers vegna finnst þér það? Tvær af allmörgum spurningum í könnun sem Austurbrú stendur nú fyrir á netinu til að fá fram álit íbúa í fjórðungnum á hvernig tekist hafi til með þessa einu sameiginlegu hátíð alls Austurlands.

Lesa meira

Rammaskipulag fyrir Stuðlagil á lokametrunum

Í dag rennur út frestur sem almenningur hefur til að senda inn athugasemdir við rammaskipulag fyrir svæðið umhverfis Stuðlagil á Jökuldal. Það hefur á fáum árum orðið að fjölsóttasta ferðamannastað á Austurlandi.

Lesa meira

Dísill fór á bensíntanka N1 á Vopnafirði

Mistök við áfyllingu á afgreiðslustöð N1 á Vopnafirði fyrir viku olli því að dísilolía blandaðist við bensín. Blöndunin er talin hafa verið lítið en gangtruflanir hafa komið upp í bílum á staðnum. Eigendur þeirra geta leitað til verkstæðis á staðnum.

Lesa meira

Alls 20 hugmyndir um atvinnuuppbyggingu á Seyðisfirði

Alls bárust um 20 hugmyndir frá almenningi um framtíðar atvinnuuppbyggingu á Seyðisfirði en eftir slíku var óskað af hálfu Múlaþings í kjölfar ákvörðunar Síldarvinnslunnar í september að hætta alfarið starfsemi bolfiskvinnslunnar á staðnum með næsta vori.

Lesa meira

Framkvæmdasumar HEF á Djúpavogi hugsanlega í uppnámi

Drjúgar tafir hafa orðið á að borverktakar þeir sem ráðnir voru til jarðhitaleitar við Djúpavog fyrir hönd HEF veitna komist á staðinn og geti hafist handa. Tafirnar geta hugsanlega orðið til að setja framkvæmdasumarið á Djúpavogi í uppnám.

Lesa meira

Ljósleiðarinn dettur seint úr tísku

Fyrirtækið Austurljós er eitt fárra fyrirtækja utan höfuðborgarsvæðisins sem býður sjálft upp á netsamband og annað sem til þarf með ljósleiðara. Aðaleigandi þess og eigandi segir að ljósleiðari gegni áfram lykilhlutverki í gagnaflutningum þrátt fyrir nýjar og hraðari þráðlausar lausnir.

Lesa meira

Sameina menningarstofu og safnastofnun í Fjarðabyggð

Ná skal fram samlegð í öllu menningarmálastarfi með sameiningu safnastofnunar og menningarstofu Fjarðabyggðar samkvæmt nýlegri samþykkt meirihluta bæjarráðs. Þá skal og færa öll bókasöfn sveitarfélagsins formlega undir stjórn grunnskólanna.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.