Smit mögulega á sveimi á Egilsstöðum

Rúmlega 180 manns mættu í Covid-sýnatöku á Egilsstöðum í dag. Ekki hefur tekist að greina uppruna smita sem komið hafa upp þar síðustu daga. Tveir greindust utan sóttkvíar í sýnatöku í gær.

Lesa meira

Stór hluti atvinnuhúsnæðis á hættusvæði C

Yfir 75% af heildarflatarmáli atvinnuhúsnæðis á Seyðisfirði er á hættusvæði C, mesta hættusvæði. Brýnt er fyrir atvinnulífið í bænum að óvissuástandi verði eytt.

Lesa meira

Leikskólinn Tjarnarland lokaður á morgun

Ákveðið hefur verið að hafa leikskólann Tjarnarland á Egilsstöðum lokaðan á morgun í öryggisskyni meðan náð er utan um Covid-smit sem greindist þar í gærkvöldi. Aðgerðastjórn segir stöðu faraldursins eystra áhyggjuefni.

Lesa meira

Seyðfirðingar í ákveðnum vanda í atvinnumálum

„Niðurstaðan er gróflega að meðan annar hver fermetri á iðnaðarsvæði bæjarins er inni á hættusvæði C eru Seyðfirðingar í ákveðinni klemmu,“ segir Róbert Ragnarsson hjá RR Ráðgjöf.

Lesa meira

Þrjú ný smit eystra

Þrjú ný Covid-19 smit hafa verið greind á Austurlandi, miðað við tölur frá Covid.is.

Lesa meira

Smit hjá Loðnuvinnslunni og Tjarnarskógi

Covid-smit voru í gærkvöldi staðfest hjá Loðnuvinnslunni Fáskrúðsfirði og leikskólanum Tjarnarskógi á Egilsstöðum. Gripið hefur verið til aðgerða á báðum stöðum vegna þessa.

Lesa meira

Ríflega tuttugu í einangrun eystra

Meira en tuttugu einstaklingar eru í einangrun vegna Covid-19 veirunnar á Austurlandi samkvæmt nýjustu tölum af Covid.is. Nokkur fjölgun hefur orðið síðustu daga.

Lesa meira

Skoða möguleikann á vindmyllugörðum úti fyrir Austfjörðum

Breskt-bandarískt fyrirtæki skoðar nú möguleikann á að byggja tvo stóra vindmyllugarða úti fyrir Austfjörðum. Alls gætu garðarnir framleitt 2 GW af rafmagni sem seld yrði beint til Bretlands um sæstreng. Fulltrúar fyrirtækisins hafa þegar rætt við íslensk stjórnvöld og sveitarstjórnir á svæðinu.

Lesa meira

Skerða veiðikvóta hreindýra um 16 prósent

Ákveðið hefur verið að skera veiðikvóta hreindýra á næsta ári meira niður en fyrstu tillögur Náttúrustofu Austurlands (NA) gerðu ráð fyrir.

Lesa meira

Búið að slátra öllu úr sýktu kvínni

Búið er að slátra tæplega sjötíu þúsund fiskum úr eldiskví í Reyðarfirði þar sem blóðþorri greindist í síðustu viku. Beðið er niðurstaðna sýnatöku úr öðrum kvíum á eldissvæðinu.

Lesa meira

Stefna á að opna íbúðakjarna næsta sumar

Stefnt er að því að opna íbúðakjarna á Seyðisfirði í byrjun ágúst á næsta ári. Lítið hefur hreyfst í framkvæmdum þar sem fótboltavöllur Seyðfirðinga stóð áður þótt lóðum hafi verið úthlutað þar fyrir mánuðum síðan.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.