


Tíðinda að vænta úr Múlaþingi fljótlega eftir helgi
Viðræðum Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks um myndun meirihluta í sveitarstjórn Múlaþings miðar vel. Þess er vænst að þeim ljúki fljótlega eftir helgi.
Nýtt líf í nýrri Vínbúð á Egilsstöðum
„Þetta rými er stærra, bjartara, vinnuaðstæður allar miklu betri og auðvitað er vöruúrvalið meira og betra en það var áður. Þetta er bara nýtt líf fyrir okkur hér,“ segir Erna Þórey Guttormsdóttir, verslunarstjóri Vínbúðarinnar á Egilsstöðum.

Steypa fyrir göt á El Grillo á næstu dögum
„Við verðum að einhverja daga í viðbót að skrúbba og hreinsa og svo endum við á að steypa yfir þessi göt sem talið er enn leki úr,“ segir Árni Kópsson, kafari.

Formlegar meirihlutaviðræður hafnar í Fjarðabyggð
Framsóknarflokkur og Fjarðalisti hafa ákveðið að hefja formlegar viðræður um myndun meirihluta í Fjarðabyggð.
Týna rusl til að heiðra minningu Eyþórs Hannessonar
Á morgun, laugardag, hvetur Múlaþing og þjónustusamfélagið á Héraði alla sem vettlingum geta valdið að drífa sig út og týna rusl á víðavangi til að heiðra minningu Eyþórs Hannessonar.

Styrktu stofnanir og félagasamtök um tæpar 50 milljónir á síðasta ári
Síldarvinnslan lagði alls 48,4 milljónir króna til hinna ýmsu verkefna austanlands árið 2021 en fyrirtækið hefur ávallt lagt áherslu á að styðja við uppbyggingu í þeim samfélögum þar sem starfsemi fyrirtækisins er.

Þakklát fyrir góðan stuðning
Bjartur Aðalbjörnsson, oddviti Vopnafjarðarlistans, segir fólkið að baki listanum ánægt með góða kosningu í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag þótt grátlega lítið hafi vantað upp á að ná meirihlutanum.
Fimm sendir suður vegna líklegrar eiturefnamengunar á Eskifirði
Fimm einstaklingar voru sendir suður til Reykjavíkur með sjúkraflugi á miðvikudaginn var í kjölfar þess að hafa orðið fyrir líklegri gasmengun við löndun á kolmunna á Eskifirði. Fólkið er, eftir því sem næst verður komist, á batavegi.

Skoða möguleikann á reiðleið um núverandi Axarveg
„Slík reiðleið var lengi inn á aðalskipulagi bæði í Fljótsdalshéraði og á Djúpavogi og okkur langaði að kanna hvort þetta væri fýsilegur kostur án þess að kostað yrði miklu til,“ segir Stefán Bogi Sveinsson, fráfarandi formaður umhverfis- og framkvæmdaráðs Múlaþings.

Roksala í notuðum bílum
„Það hefur almennt verið góð sala í allan vetur og einsýnt að eins og staðan er með nýja bíla verður líklega framhald á því á næstu árum,“ segir Markús Eyþórsson, einn eigenda Bílaverkstæðis Austurlands á Egilsstöðum.
