Fjórir þingmenn sjálfstæðisflokks hafa lagt fram tillögu til þingsályktunar þess efnis að flýta skuli uppbyggingu Suðurfjarðavegs í samgönguáætlun. Sá vegkafli, frá Reyðarfirði til Breiðdalsvíkur, sé einn sá allra hættulegasti á þjóðvegi 1.
Vinnu við snjóflóðavarnagarðana á Seyðisfirði er lokið þetta haustið en erfitt er að vinna í þeim eftir að veturinn er skollinn á af fullum þunga. Gott tíðarfar hefur þó gert það að verkum að verkið er á undan áætlun.
Líklega kvarta fáir yfir tæplega fjórtán stiga hita þegar vel er liðið á næstsíðasta mánuð ársins en það er hærra hitastig en meðalsumarhiti á Íslandi sem er 13,5 stig. Það var raunin á Seyðisfirði þann 21. nóvember þegar hitamælar á staðnum sýndu 13,9 stiga hita samkvæmt úttekt Veðurstofu Íslands.
Umsóknum um fjárhagsaðstoð til félagsþjónustu Fjarðabyggðar hefur fjölgað drjúgt á yfirstandandi ári eftir að slíkum umsóknum hafði fækkað jafnt og þétt síðustu árin.
Sveitarstjórn Fljótsdalshrepps hefur tekið þá ákvörðun að senda umsögn innviðaráðuneytisins um lögbundna starfsemi í hreppnum til efnislegrar meðferðar í þorrablótsnefnd.
Frostþoka hefur myndast yfir Lagarfljóti í miklum kulda síðustu daga. Næsta nágrenni fljótsins er hrímað. Hún getur skapað vandræði á flugvellinum þótt bremsuskilyrði séu með besta móti. Ljósmyndaáhugamaður er heillaður af sjónarspilinu.
Tæpum 65 milljónum var í gær úthlutað til 67 verkefna úr Uppbyggingarsjóði Austurlands. Þetta er í síðasta sinn sem veitt er úr sjóðnum með núverandi fyrirkomulagi þar sem gildandi Sóknaráætlun Austurlands rennur út á næsta ári. Sveitarstjórnarfólk af svæðinu segir nauðsynlegt að bæta í sjóðinn því arðsemi hans hafi löngu sannað sig.
Góð síldarvertíð er senn að baki en síðustu farmarnir eru á leið í land. Lítið hefur verið vart við sýkingu sem fyrst kom fram í íslenska síldarstofninum fyrir um 15 árum og virðist stofninn á uppleið.
Mikil og hörð gagnrýni kom fram hjá minnihluta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar við síðari umræðu um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins til næsta árs sem og þriggja ára áætlun til 2027 en þær áætlanir voru báðar samþykkt af meirihlutanum á þeim fundi.
Tæpum 65 milljónum króna var í dag úthlutað úr Uppbyggingarsjóði Austurlands til 67 verkefna við athöfn í Sláturhúsinu á Egilsstöðum. Hæsti styrkurinn að þessu sinni fer til Sinfóníuhljómsveitar Austurlands.