Enn mengun í neysluvatni Breiðdælinga

Staðan er óbreytt varðandi vatnsból Breiðdælinga en þar uppgötvaðist mengun á þriðjudaginn var. Hún enn til staðar og viðkvæmum einstaklingum ráðlagt að sjóða allt neysluvatn á meðan.

Lesa meira

Fullorðnum boðið upp á bólusetningu gegn mislingum

Byrjað er að taka á móti tímapöntunum fyrir fullorðna einstaklinga á Vopnafirði og Bakkafirði sem vilja bólusetningar gegn mislingum. Ekki hafa enn greinst fleiri tilfelli af sjúkdóminum á Norðausturlandi.

Lesa meira

Telur álit ráðuneytisins ekki áfellisdóm yfir ferlinu

Ragnar Sigurðsson, formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar og oddviti Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn, kveðst fagna því að álit mennta- og barnamálaráðuneytisins á breytingum á fyrirkomulagi fræðslumála í Fjarðabyggð liggi fyrir.

Lesa meira

Engar faglegar athugasemdir við fyrirætlanir Fjarðabyggðar

Mennta- og barnamálaráðuneytið gerir ekki efnislegar athugasemdir við þær breytingar sem bæjarstjórn samþykkti í febrúar að gera á fyrirkomulagi fræðslustofnana sveitarfélagsins. Þær virðist ef eitthvað er falla að ýmsum markmiðum farsældarlaganna. Þá telur ráðuneytið sveitarfélagið hafa talsverðar heimildir til að gefa fyrirmæli um hvernig stjórnun skóla er hagað. Það viðhafði hins vegar ekki það samráð sem því var ætlað.

Lesa meira

Þrettán í framboði til forseta

Þrettán einstaklingar hafa skilað inn undirskriftalistum vegna framboðs til forseta Íslands. Þeir eru á ferð um landið til að kynna sig og hitta fólk. Katrín Jakobsdóttir, fyrrum forsætisráðherra verður eystra um helgina.

Lesa meira

Niðurstöður mengunarmælinga á Seyðisfirði ljósar eftir helgi

Fyrr í vikunni varð vart við hugsanlega mengun í neysluvatni við Strandarveg á Seyðisfirði en nú hefur Heilbrigðiseftirlit Austurlands (HAUST) staðfest að þar er mengun til staðar. Sjóða verður allt vatn í það minnsta framyfir helgina.

Lesa meira

„Samtal og samvinna tekur tíma ef útkoman á að vera farsæl“

Formaður Skólastjórafélags Íslands, segist sáttur við úrlausn mennta- og barnamálaráðuneytisins við kvörtun félagsins vegna breytinga á skipulagi fræðslumála í Fjarðabyggð. Hann vonast til að nú hefjist það samráð sem krafist sé í lögum og það leiði til farsællar úrlausnar.

Lesa meira

Ekki alls staðar hægt að plokka fyrir snjó

Á sunnudaginn kemur fer fram á landsvísu Stóri plokkdagurinn sem af gárungum er gjarnan kallað gönguferð með tilgang enda valsa áhugasamir þá um og hirða upp rusl samhliða heilsusamlegum göngutúr. Sú dagsetning gengur þó ekki upp alls staðar sökum snjóalaga og skafla á stöku stöðum.

Lesa meira

Eldur í þurrkgámum Skógarafurða

Slökkvilið Múlaþings var á sjöunda tímanum í kvöld kallað út vegna elds í gámum þar sem timbur er þurrkað við starfsstöð Skógarafurða á bænum Víðivöllum Ytri II í Fljótsdal.

Lesa meira

Vatnsmengun við Strandarveg á Seyðisfirði

Starfsfólk fyrirtækja við Strandarveg á Seyðisfirði veitti því athygli fyrr í vikunni að óvenjuleg og undarleg lykt fylgdi allt í einu vatninu úr krönum á svæðinu. Í kjölfarið tók HEF-veitur sýni sem leiddu í ljós mengun.

Lesa meira

Undirbúa að bjóða fullorðnum bólusetningu gegn mislingum

Innan Heilbrigðisstofnunar Austurlands er unnið að því að bjóða fullorðnum einstaklingum upp á bólusetningu gegn mislingum. Ekki hafa greinst fleiri tilfelli af mislingum eftir að einstaklingur, búsettur á Norðausturlandi, veiktist í síðustu viku.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.