„Stærð er bara hugarástand“

„Sveitarstjórinn fékk þá frábæru hugmynd að við myndum senda landsliðinu smá baráttukveðjur og í leiðinni búa til skemmtilegan viðburð fyrir okkur,“ segir Greta Mjöll Samúelsdóttir, atvinnu- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps, en íbúar fjölmenntu í Tankinn síðastliðið miðvikudagskvöld þar sem tekin var upp baráttukveðja frá Djúpavogshreppi til karlalandsliðsins í knattspyrnu.

Lesa meira

„Vonandi verður þetta bara Instagramað í drasl“

„Ég vona að þetta muni vekja athygli, fólk stoppi og taki myndir og segi góðar sögur frá Breiðdalsvík, segir Friðrik Árnason eigandi Hótel Bláfells, sem bætir því við ekki veiti af að nýta hvert tækifæri til að draga að ferðamenn en fjöldi þeirra hafi dregist verulega saman milli ára.

Lesa meira

Atvinnudansarar með námskeið á Egilsstöðum

„Þau langaði að vera meira á Íslandi í sumar og nota tækifærið í leiðinni og kenna dans,“ segir Svanhvít Dögg Antonsdóttir um bróðurdóttur sína Söru Rós Jakobsdóttur og dansfélaga hennar Nikoló Barbizi, en þau eru atvinnudansarar í Danmörku og verða með námskeið á Egilsstöðum í næstu viku.

Lesa meira

Bæjarstjórn veiti ríkisstofnunum aðhald

Hagsmunagæsla fyrir hönd íbúa gagnvart ríkinu og ríkisstofnunum er meðal þess sem lögð er áhersla á í málefnasamningi nýs meirihluta Framsóknarflokks og Sjálfstæðisflokks og óháðra í bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs. Samningurinn var kynntur og undirritaður í menningarmiðstöðinni Sláturhúsinu á Egilsstöðum í dag.

Lesa meira

Mótmæla breytingum hjá Landsbankanum

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar gagnrýnir styttan opnunartíma tveggja útibúa Landsbankans í sveitarfélaginu. Breytingar eru um leið gerðar á bæði fjölda starfshlutfalli.

Lesa meira

Mikilvægt að eldi taki mið af áhættumati

Skipulagsstofnun leggur áherslu á að veiting leyfa fyrir frekara eldi í Fáskrúðsfirði og Berufirði taki mið af áhættumati Hafrannsóknastofnunar. Stofnunin telur nokkuð neikvæð áhrif geta skapast af eldinu, meðal annars á villta laxastofna í nágrenninu. Ekki er talið að eldið hafi áhrif á hrognavinnslu né siglingaleiðir.

Lesa meira

Heyskapur hafinn á Vopnafirði

Heyskapur hófst á nokkrum bæjum í Vopnafirði í lok síðustu viku. Bændur þar hefðu þó viljað hafa sól lengur til að geta haldið áfram að slá.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar