Skólastofur þrefalt dýrari en áætlað var

Útlit er fyrir að kostnaður við skólastofur sem keyptar voru síðasta haust til að bregðast við húsnæðisvanda Seyðisfjarðarskóla verði tæplega þrefalt meiri en upphaflegar áætlanir gert var ráð fyrir. Ekki hefur enn verið hægt að taka stofurnar í notkun þar sem fjármagn skortir til að útbúa þær samkvæmt reglum.

Lesa meira

Búlgaría í brenndepli á listahátíð barna

Búlgaría verður í brennidepli á morgun, miðvikudag, á Fjölþjóðlegri listahátíð barna sem nú stendur yfir á Vopnafirði. Hátíðin hófst í síðustu viku þegar þjóðhátíðardegi Gvæjana var fagnað í leikskólanum Brekkubæ.


Lesa meira

Íbúar sem ekki komast heim fá greidda leigu út mars

Múlaþing hefur ákveðið að greiða leigu út mars fyrir þá íbúa Seyðisfjarðar sem enn hafa ekki getað flutt á sín heimili. Íbúar Seyðisfjarðarkaupstaðar eiga von á rýmingarskiltum sem Almannavarnadeild ríkislögreglustjóra vinnur að og gefa út. Skiltin verða send í öll hús innan Seyðisfjarðar í mars.

 

Lesa meira

Flugfélög velja sjálf hvert þau fara í eldgosi

Ekki eru taldar líkur á að Keflavíkurvöllur yrði lokaður lengi ef eldgos kemur upp á Reykjanesi. Flugrekstraraðilar velja sjálfir hvert þeir beina vélum sínum ef völlurinn lokast. Egilsstaðaflugvöllur er einn þriggja valla hérlendis sem eru til vara fyrir Keflavík.

Lesa meira

Nýr rafstrengur lagður yfir Hofsá

Verktakar á vegum Rarik grófu í nótt nýjan rafstreng yfir Hofsá í Vopnafirði. Eldri strengur gaf sig á laugardag og var illa farinn.

Lesa meira

Kolmunninn streymir til Fáskrúðsfjarðar

Norska skipið Harvest kom til Fáskrúðsfjarðar í morgun af miðunum vestan við Írland með um 1600 tonn af kolmunna. Miðin eru í um 800 mílna (eða rúmlega 1.200 km) fjarlægð frá Fáskrúðsfirði.

Lesa meira

Eimskip tengir Reyðarfjörð við Álaborg

Eimskip hefur samið við Álaborgarhöfn í Danmörku um að höfnin verði áfangastaður fyrir skipafélagið. Þar með er Reyðarfjörður kominn í tengsl við Álaborg.


Lesa meira

Allar líkur á að SÚN muni auka hlut sinn í SVN

Allar líkur eru á því að Samvinnufélag útgerðarmanna í Neskaupstað (SÚN) muni auka hlut sinn í Síldarvinnslunni (SVN) þegar SVN verður skráð í Kauphöllina í vor. Slíkt er í samræmi við núgildandi stefni SÚN.

Lesa meira

Gullver NS tekur þátt í togararallinu í ár

Hið árlega togararall er hafið og er Gullver NS eitt af fjórum skipum sem taka þátt í ár. Hin eru Breki VE og rannsóknarskipin Árni Friðriksson og Bjarni Sæmundsson.


Lesa meira

Vopnfirðingar bíða svara um fjárhag hjúkrunarheimila

Vopnafjarðarhreppur er meðal þeirra sveitarfélaga sem bíða eftir niðurstöðu starfshóps á vegum heilbrigðisráðuneytisins um fjárhag hjúkrunarheimila. Ráðherra á von að skýrsla hópsins berist fljótlega en kveðst vera orðin langeyg eftir henni.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.