Leiðinni upp að Hengifossi lokað

Síðasta hluta gönguleiðarinnar upp að Hengifossi hefur verið lokað tímabundið. Gróður á leiðinni liggur undir skemmdum vegna vætutíðar og mikillar umferð.

Lesa meira

Ólafur Valgeirsson jarðsunginn í dag

Ólafur Björgvin Valgeirsson, sundlaugarvörður í Selárdal verður jarðsunginn frá Vopnafjarðarkirkju í dag. Ólafur andaðist á heimili sínu 6. apríl síðastliðinn.

Lesa meira

Finnafjarðarverkefnið er það mikilvægasta

Framkvæmdastjóri þýska hafnafyrirtækisins Bremenports segist hafa mikla trú á framgangi stórskipahafnar í Finnafirði. Áfangasigur sé unnin með samningum sem undirritaðir voru um verkefnið á fimmtudag.

Lesa meira

Foreldrum á Reyðarfirði hrósað fyrir árvekni

Krabbameinsfélag höfuðborgasvæðisins segir foreldra á Reyðarfirði hafa sýnt árvekni þegar þeir mótmælti að í bænum opnaði ísbúð sem bæri heiti sem vísaði einnig til rafretta. Félagið varar við dulinni markaðssetningu á rafrettum.

Lesa meira

Forsetaheimsókn vendipunktur í Finnafjarðarverkefni

Aðkoma Ólafs Ragnar Grímssonar, fyrrverandi forseta Íslands, spilaði stóran þátt í því að þýska fyrirtækið Bremenports fór að sýna stórskipahöfn í Finnafirði áhuga. Ráðherra í fylkisstjórninni í Bremen segir verkefnið geta átt þátt í að koma Íslandi í forustusæti á norðurslóðum.

Lesa meira

Finnafjörður: Óvissu eytt með undirritun

Sveitarstjóri Vopnafjarðarhrepps segir undirritun samninga um stofnun tveggja félaga sem tengjast mögulegri stórskipahöfn í Finnafirði þýða að hægt verði að búa til áætlanir sem byggja á að höfnin verði að veruleika. Talsmenn hrepps og Langanesbyggðar fögnuðu undirrituninni á fimmtudag.

Lesa meira

Nýr bátur til Stöðvarfjarðar

Nýr veiðibátur, Hafrafell SU 65, er væntanlegur til heimahafnar á Stöðvarfirði á næstu dögum í fyrsta sinn. Báturinn var áður gerður út frá Sandgerði og bar þá nafnið Hulda GK.

Lesa meira

HSA sýknuð af launakröfu læknis

Heilbrigðisstofnun Austurlands (HSA) var á föstudag sýknuð af kröfum verktakalæknis hjá stofnunni um vangreidd laun. Landsréttur taldi læknirinn ekki hafa sýnt fram á að honum bæri að fá meira greitt en fólst í orðum samningsins og snéri þar með við dómi héraðsdóms.

Lesa meira

Íbúaþing helgað framtíðinni í Fljótsdal um helgina

Um helgina er boðið til samfélagsþings í Fljótsdal. Gunnþórunn Ingólfsdóttir oddviti Fljótsdalshrepps segir þingið vera hluta af stærra samfélagsverkefni til að efla byggð og samfélag í Fljótsdal „Þingið sjálft er helgað framtíðinni og hvert skuli stefna.“

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar