Dæmdur fyrir að tvíkjálkabrjóta mann með hnefahöggi

Héraðsdómur Austurland hefur dæmt karlmann í 45 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir að veita öðrum hnefahögg í andlitið með þeim afleiðingum að sá síðarnefndi tvíkjálkabrotnaði. Sá brotlegi taldist eiga sér málsbætur en þær réttlættu ekki gjörninginn.

Lesa meira

Sjö milljónum veitt til samfélagseflandi verkefna á Breiðdalsvík

„Styrkirnir skipta mjög miklu máli og gera það að verkum að við getum byggt upp fjölbreyttara samfélag,“ Friðrik Árnason, eigandi Hótels Bláfells, en sjö milljónum króna úr verkefninu Breiðdælingar móta framtíðina var úthlutað til fjórtán samfélagseflandi verkefna í Breiðdalshreppi í maí. Styrkirnir eru hluti af verkefni Byggðastofnunar, Brothættar byggðir.

Lesa meira

Til hvers er listaverkaráð ef það er ekki nýtt?

Fulltrúar Sjálfstæðisflokksins í bæjarstjórn Fjarðabyggðar setja spurningamerki við hvernig staðið var að málum þegar ákveðið var að afþakka tilboð listamannsins Odee um að gefa sveitarfélaginu listaverkið Jötunheima á sundlaugina á Eskifirði. Meirihlutinn vill fara yfir stefnu Fjarðabyggðar um útilistaverk.

Lesa meira

Kvikmyndatökur í Oddsskarði

Nýjasta kvikmynd leikstjórans Hlyns Pálmasonar verður tekin upp í Oddsskarði í vikunni. Búast má við töfum á umferð um skarðið vegna þess.

Lesa meira

Móðir eina nemanda Grunnskóla Mjóafjarðar kennir honum í vetur

„Hún fékk val um að fara í burtu í vetur en hún gat ekki hugsað sér það,“ segir Erna Ólafsdóttir frá Mjóafirði sem mun í vetur kenna dóttur sinni Jóhönnu Björgu Sævarsdóttur sem er að fara í níunda bekk, en hún verður eini nemandinn í Grunnskóla Mjóafjarðar annað árið í röð.

Lesa meira

Byggja upp fullkomna þjónustumiðstöð fyrir laxeldið

Egersund Island á Eskifirði hyggur á framkvæmdir á næstunni til að efla þjónustu við aukið laxeldi við Austfirði. Komið verður upp þvottastöð fyrir laxapoka sem verður sú fullkomnasta á landinu. Framkvæmdir á staðnum hefjast innan tíðar og verður stöðin klár til notkunar í nóvember.

Lesa meira

„Inniræktun er skynsamleg, bæði efnahags- og umhverfislega“

Ástralski hugvitsmaðurinn Chris Wilkins hefur í sumar byggt upp aðstöðu til að rækta bæði matjurtir og fiska í gömlu hænsnahúsi á Valþjófsstað í Fljótsdal. Hann segir inniræktun áhugaverðan valkost fyrir Íslendinga sem búi við langa, dimma vetur og flytji inn mikið af matvælum en hafi ódýrt rafmagn úr endurnýjanlegum orkugjöfum.

Lesa meira

„Strákum líður illa og kunna ekki að biðja um hjálp“

„Einn daginn vöknuðum við upp við vondan draum. Allt í kring um okkur voru strákar, vinir okkar og kunningjar í blóma lífsins að deyja,“ segir Viktor Sigurjónsson, leikstjóri og framleiðandi stuttmyndarinnar Lífið á eyjunni sem tekin verður upp á Seyðisfirði í vikunni og er ætlað að vekja athygli á geðheilsu ungra drengja.

Lesa meira

Vel gengur að reisa nýtt netaverkstæði

Framkvæmdir ganga vel við nýtt netaverkstæði Fjarðanets í Neskaupstað sem rís á nýrri landfyllingu austan loðnubræðslu Síldarvinnslunnar. Stefnt er að því að loka húsinu fyrir veturinn og taka það í notkun næsta vor.

Lesa meira

Brotist inn í tvö hús í Fellabæ

Lögreglan á Austurlandi leitar að einstaklingum sem grunaðir eru að hafa brotist inn í tvö hús í Fellabæ í gær. Grunur er um að reynt hafi verið að fara inn víðar.

Lesa meira

Sektaðir fyrir utanvegaakstur

Hver ökumaður þeirra þriggja jeppabifreiða sem um helgina keyrðu utanvegar við Þríhyrningsá á Fljótsdalshéraði greiddi í morgun 100.000 króna sekt fyrir spjöllin. Ljóst er að landið þarf áratugi til að jafna sig.

Lesa meira

Austfirðingum boðið upp á heilsufarsmælingar

SÍBS og samstarfsfélög bjóða íbúum Austurlands í ókeypis heilsufarsmælingu í næstu viku. Skorað er á alla þá sem ekki eru undir eftirliti heilbrigðisstarfsmanna og ekki þekkja gildin sín að nota tækifærið og fá mælingu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar