Skipin farin af stað í þriðju umferð loðnuleitar

Fimm veiðiskip auk rannsóknarskipsins Árna Friðrikssonar eru nú að koma sér fyrir til þriðju umferðar loðnuleitar. Gert er ráð fyrir að henni ljúki í vikunni ef veður helst skaplegt.

Lesa meira

Mokstur að hefjast á Fagradal

Óveðrið sem gekk yfir landið í nótt og í dag virðist gengið niður á Austurlandi. Mokstur er að hefjast á nokkrum leiðum en hæstu fjallvegir verða lokaðir í nótt. Von er á nýrri lægð um miðjan dag á morgun.

Lesa meira

Þingmenn einhuga að baki Fjarðarheiðargöngum

Þingmenn Miðflokksins lýstu einhuga stuðningi við Fjarðarheiðargöng á fundi flokksins um samgöngumál á Eskifirði í síðustu viku og sögðu aðra þingmenn kjördæmisins sama sinnis. Formaður samgöngunefndar þingsins segir vart aðrar leiðir færar en taka upp veggjöld til að greiða fyrir samgöngubótunum.

Lesa meira

Óskað eftir umsögnum um sautján nöfn

Nafnanefnd nýsameinaðs sveitarfélags Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hefur sent sautján nöfn til umsagnar hjá Örnefnanefnd. Óskað er eftir umsögn um forliðina Austur-/Eystri-/Eystra-, Dreka og Múla, eftirliðina –byggð, -byggðir, -þing og -þinghá auk þess sem Sveitarfélagið Austri flýtur með í beiðninni.

Lesa meira

Færð tekin að spillast innanbæjar

Veðrið tók að versna austan land undir hádegi. Víða er mikil úrkoma, blint og farið að verða þungfært innanbæjar. Engin útköll hafa borist vegna veðursins en fólki er ráðlagt að halda sig heima.

Lesa meira

Verkfall Eflingar hefur áhrif á Austfirðinga

Ruslageymslum í íbúðum AFLs Starfsgreinafélags í Stakkholti í Reykjavík hefur verið læst þar sem ótímabundið verkfall félagsfólks í Eflingu, þar með talið sorphirðufólks, hófst á miðnætti. Framkvæmdastjóri AFLs segir umgengni fólks á svæðinu ráða því hve lengi verði hægt að halda íbúðunum opnum.

Lesa meira

Varað við sjávarflóðum eystra

Veðurstofan varar við hárri sjávarflóðum við Austfirði í dag. Von er á austan hvassvirði og talsverðri rigningu eftir hádegi.

Lesa meira

Tíðindalaust enn af Austurlandi

Engin verkefni vegna óveðursins, sem nú gengur yfir landið, hafa enn borist inn á borð austfirskra viðbragðsaðila. Ófært er þó orðið milli staða.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.