Snjóflóðavarnagarðarnir á Seyðisfirði á undan áætlun

Vinnu við snjóflóðavarnagarðana á Seyðisfirði er lokið þetta haustið en erfitt er að vinna í þeim eftir að veturinn er skollinn á af fullum þunga. Gott tíðarfar hefur þó gert það að verkum að verkið er á undan áætlun.

Lesa meira

Austurland á bæði hita- og kuldamet nóvembermánaðar

Líklega kvarta fáir yfir tæplega fjórtán stiga hita þegar vel er liðið á næstsíðasta mánuð ársins en það er hærra hitastig en meðalsumarhiti á Íslandi sem er 13,5 stig. Það var raunin á Seyðisfirði þann 21. nóvember þegar hitamælar á staðnum sýndu 13,9 stiga hita samkvæmt úttekt Veðurstofu Íslands.

Lesa meira

Frostþoka liggur yfir Lagarfljóti – Myndir

Frostþoka hefur myndast yfir Lagarfljóti í miklum kulda síðustu daga. Næsta nágrenni fljótsins er hrímað. Hún getur skapað vandræði á flugvellinum þótt bremsuskilyrði séu með besta móti. Ljósmyndaáhugamaður er heillaður af sjónarspilinu.

Lesa meira

Kalla eftir hækkun á framlagi Uppbyggingarsjóðs í nýrri Sóknaráætlun

Tæpum 65 milljónum var í gær úthlutað til 67 verkefna úr Uppbyggingarsjóði Austurlands. Þetta er í síðasta sinn sem veitt er úr sjóðnum með núverandi fyrirkomulagi þar sem gildandi Sóknaráætlun Austurlands rennur út á næsta ári. Sveitarstjórnarfólk af svæðinu segir nauðsynlegt að bæta í sjóðinn því arðsemi hans hafi löngu sannað sig.

Lesa meira

Góð síldarvertíð á lokametrunum

Góð síldarvertíð er senn að baki en síðustu farmarnir eru á leið í land. Lítið hefur verið vart við sýkingu sem fyrst kom fram í íslenska síldarstofninum fyrir um 15 árum og virðist stofninn á uppleið.

Lesa meira

Ný fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar gagnrýnd harðlega af minnihlutanum

Mikil og hörð gagnrýni kom fram hjá minnihluta bæjarstjórnar Fjarðabyggðar við síðari umræðu um fjárhagsáætlun sveitarfélagsins til næsta árs sem og þriggja ára áætlun til 2027 en þær áætlanir voru báðar samþykkt af meirihlutanum á þeim fundi.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.