VG - kosningar - sept 2021

Vilja „brjóta upp“ stórfyrirtæki í sjávarútvegi

Sósíalistaflokkur Íslands er sá flokkur sem boðað hefur róttækustu breytingarnar í sjávarútvegsmálum af þeim flokkum sem nú eru í framboði. Nýlega kynnti flokkurinn tólfta tilboð flokksins sem kallað var: „Brjótum upp Samherja – Endurheimtum auðlindirnar.“

Lesa meira

Hárrétt viðbrögð eystra skiptu sköpum við að bjarga lífi skotmanns

Tómas Guðbjartsson, hjartaskurðlæknir á Landsspítalanum, segir snör og rétt viðbrögð hjúkrunarfólks á Austurlandi hafi átt stóran þátt í að bjarga lífi manns sem skotinn var af lögreglu á Egilsstöðum í síðasta mánuði. Tómas stýrði aðgerð á manninum eftir að hann kom til Reykjavíkur og segir batahorfur hans góðar.

Lesa meira

„Það hefur verið sótt að íslenskum landbúnaði úr mörgum áttum“

Einar Brynjólfsson, oddviti Pírata, var eini fulltrúi framboða í Norðausturkjördæmi á framboðsfundi Austurfréttar/Austurgluggans sem vill horfa til þess að minnka kjötframleiðslu hérlendis á næstu árum. Flestir aðrir frambjóðendur kváðust ekki vilja stýra matarneyslu fólks eða lýstu yfir stuðningi við bændur.

Lesa meira

Tilboði tekið í Eiða

Landsbankinn hefur tekið tilboði í eignir sem hafa verið til sölu á Eiðum.

Lesa meira

Stöðvarfjörður tekinn inn í Brothættar byggðir

Stöðvarfjörður verður í haust tekinn formlega inn í verkefnið Brothættar byggðir hjá Byggðastofnun. Bæjarstjóri Fjarðabyggðar vonast til að það verði bænum lyftistöng líkt og öðrum austfirskum byggðalögum sem farið hafa þar í gegn.

Lesa meira

Varð undir húsbíl

Maður var fluttur á sjúkrahúsið á Akureyri í gærkvöldi eftir að hafa orðið undir húsbíl sem fór út af nærri Möðrudal á Fjöllum. Gærdagurinn var annars tíðindalítill þrátt fyrir appelsínugula stormviðvörun.

Lesa meira

„Það voru frekar skiptar skoðanir innan hreyfingarinnar um þessi skilaboð“

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir, oddviti Vinstri grænna í Norðausturkjördæmi, sendi í gær stöðufærslu frá sér á facebook þar sem hún lét þá skoðun sína í ljós að Vinstri græn ættu ekki erindi í ríkisstjórn ef flokkurinn fengi aðeins 10% fylgi. Ástæða orða Bjarkeyjar var nýr þjóðarpúls Gallups sem birtur var í gær og sýndi að fylgi VG mældist í 10%.

Lesa meira

Þrjú smit á Reyðarfirði í viðbót

Þrjú ný Covid-smit greindust á Reyðarfirði við sýnatöku í gær. Allir hinna sýktu voru í sóttkví. Um 200 sýni voru tekin í bænum í dag.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.