Fagradal verður lokað vegna snjóflóðahættu

Veginum yfir Fagradal verður lokað nú klukkan 22:00 vegna snjóflóðahættu. Gul veðurviðvörun verður í gildi á Austfjörðum fram yfri hádegi á morgun. Snjóbrettafólk hratt af stað flóð í Oddsskarði í morgun.

Lesa meira

Í Hálsaskógi brúkar Soffía frænka búnað frá Digru Siggu

Verið er að ljúka við hreinsun í Hálsaskógi á Djúpavogi. Miklar skemmdir urðu þar í óveðrinu sem gekk yfir Austurland í lok september í fyrra þegar fjöldi trjá brotnaði. Áætlað er að um helmingur þessa skógræktarsvæðis Djúpavogsbúa hafi skemmst.

Lesa meira

Stuðningur frá KEA forsenda sameiningarviðræðna sparisjóða

Vilji KEA til að leggja mögulegum sameinuðum sparisjóði til viðbótar eigið fé varð kveikjan að formlegum sameiningarviðræðum Sparisjóðs Austurlands og Sparisjóðs Höfðhverfinga. Stjórnarformaður Sparisjóðs Austurlands telur að sameiningin efli alla sparisjóðsstarfsemi landsins ef hún gengur í gegn.

Lesa meira

Íbúafundur um brunavarnir í Fljótsdal

Íbúafundur verður haldinn í dag um brunavarnir í Fljótsdalshrepps. Þar verður meðal annars farið yfir brunavarnir í útihúsum og gróðurelda.

Lesa meira

Starfshópur ákveður framtíðarrekstrarform Minjasafnsins

Nákvæmlega með hvaða hætti skal breyta rekstrarfyrirkomulagi Minjasafns Austurlands verður í höndum sérstaks starfshóps frá bæði Múlaþingi og Fljótsdalshreppi en engin sérstakur tímarammi er á þeirri vinnu.

Lesa meira

Engar almenningssamgöngur í Fjarðabyggð fyrir hádegi

Gular viðvaranir eru í gildi þennan morguninn og verið að skoða aðstæður á fjallvegum sem lokuðust í gær. Almenningssamgöngur falla niður í Fjarðabyggð fyrir hádegi en þá verður staðan endurmetin.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.