BRAS að hefjast undir yfirskriftinni: Réttur til áhrifa

Menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi, BRAS, er að hefjast á ný. Sökum COVID verður hátíðin með öðru sniði í ár en í fyrra. Þannig munu viðburðir verða aðlagaðir að þeim sóttvarnareglum sem í gildi eru.

Lesa meira

Aðgerðastjórn hvetur Austfirðinga til árvekni

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands hvetur íbúa til að halda vöku sinni í baráttunni gegn Covid-19 faraldrinum. Þótt staðan sé góð í augnablikinu geti hún breyst snarlega til hins verra.

Lesa meira

Skorað á ráðherra að koma á tvíbreiðri brú yfir Sléttuá

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar skorar á samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra að flýta gerð nýrrar tvíbreiðrar brúar yfir Sléttuá á Reyðarfirði. Brúin er umferðarmesta einbreiða brúin á þjóðvegi 1 á Austurlandi.

Lesa meira

Gul veðurviðvörun fyrir Austurland í nótt

Veðurstofan hefur gefið út gula veðurviðvörun fyrir Austurland að Glettingi í nótt. Gildir viðvörunin frá því klukkan 22 í kvöld og til klukkan 11 á morgun.

Lesa meira

Meirihlutaviðræður halda áfram í dag

Fulltrúar Sjálfstæðisflokks og Framsóknarflokks halda í dag áfram viðræðum um myndun meirihluta í nýju sveitarfélagi á Austurlandi. Oddviti Sjálfstæðisflokks segir viðræður ganga vel þótt þær séu skammt á veg komnar.

Lesa meira

Hundslappadrífa á Austurlandi

Talsverð snjókoma hefur verið það sem af er morgni á Austurlandi og hún hefur haft áhrif á færð á vegum.

Lesa meira

Austurlistinn kallar eftir samstjórn í nýju sveitarfélagi

Oddviti Austurlistans segir Sjálfstæðisflokkinn hundsa vilja kjósenda í nýju, sameinuðu sveitarfélagi á Austurlandi með að hefja viðræður við Framsóknarflokkinn um myndun meirihluta. Austurlistinn telur rétt að látið hefði verið reyna á samstjórn allra framboða til að mæta stórum verkefnum sem framundan eru.

Lesa meira

Íbúar á Austurlandi hvattir til að taka þátt í íbúakönnun

Landshlutasamtök sveitarfélaga standa þessa dagana fyrir sameiginlegri íbúakönnun á Íslandi. Íbúar á Austurlandi eru hvattir til að taka þátt í könnuninni því að því fleiri sem taka þátt því betur er hægt að leggja mat á og vinna úr niðurstöðunum.

Lesa meira

Örfá handtök eftir við fyrstu plötu Senga‘s Choice

Norðfirðingarnir Jón Hilmar Kárason og Þorlákur Ægir Ágústsson eru mennirnir á bakvið hljómsveitina Senga‘s Choice sem á næstunni sendir frá sér breiðskífuna Ideas & Secrets. Sveitin spilar tónlist sem hljómsveitarmeðlimir skilgreina sem „Frog Prog.“

Lesa meira

Grafalvarleg staða hjá menningarmiðstöðinni Skaftfelli

Að öllu óbreyttu stefnir í að loka þurfi menningarmiðstöðinni Skaftfelli á Seyðisfirði í nóvember n.k. Fjárhagsvandræði eru ástæðan. Fjallað var um málið á síðasta fundi bæjarráðs. Í fundargerð kemur fram að staðan sé grafalvarleg.

Lesa meira

Aflaverðmæti makrílskipa 3 milljarðar króna hjá SVN

Aflaverðmæti makrílskipa hjá Síldarvinnslunni (SVN) nam rétt tæpum 3 milljörðum króna á þessari vertíð sem lauk nýlega.
Þetta kemur fram á vefsíðu SVN. Þar segir að heildarkvóti íslenskra skipa á vertíðinni var 148.400 tonn og eru 18.900 tonn óveidd. Í fyrra nam makrílveiði Íslendinga 125.500 tonnum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.