Vara við notkun farsíma undir stýri

Lögreglan á Austurlandi áminnir ökumenn að láta farsíma og önnur snjalltæki eiga sig á meðan akstri stendur. Grunur er um að farsímanotkun hafi valdið umferðaróhappi á Reyðarfirði um síðustu helgi.

Lesa meira

Eskfirðingur í hópi fálkaorðuhafa

Rósa Björg Jónsdóttir, bókasafns- og upplýsingafræðingur frá Eskifirði, var í hópi þeirra fjórtán einstaklinga sem forseti Íslands sæmdi heiðursmerki hinnar íslensku fálkaorðu í gær.

Lesa meira

Rannsóknarsetrið styrkt um 10 milljónir króna

Fjarðabyggð mun styrkja Rannsóknarsetur Háskóla Íslands á Breiðdalsvík um 10 milljónir kr. á næstu árum. Þetta kemur fram í nýjum samstarfssamning sem undirritaður var í Breiðdalssetri á þjóðhátíðardeginum í gærdag.

Lesa meira

Hefur komið í 43 sundlaugar á landinu

„Ég hef ekki náð að heimsækja allar sundlaugar á Austurlandi en það er framtíðarstefna að ná því markmiði,“ segir Arnbjörg Kristín Konráðsdóttir listakona og jógakennari sem nú sýnir í Tankinum á Djúpavogi. Stendur sýningin, Molda, út júní.


Lesa meira

Stærsti bólusetningadagurinn eystra í dag

Ríflega 2000 manns hafa fengið boð í bólusetningu við Covid-19 veirunni á Austurlandi í dag. Vonast er til að fyrstu umferð bólusetningar ljúki þar með og um miðjan júlí verði nær allir íbúar svæðisins fullbólusettir.

Lesa meira

Bræður í Breiðdal gefa NMSÍ steinasafn

Bræðurnir Björn og Baldur Björgvinssynir frá Höskuldsstaðaseli í Breiðdal hafa afhent Náttúruminjasafni Ísland (NMSÍ) safnkost sinn af íslensku bergi, steindum og steingervingum til eignar og varðveislu. Hér er um að ræða eitt stærsta og  merkasta safn holufyllinga og bergs í landinu og telur safnkosturinn 10-15 þúsund eintök.

 

Lesa meira

Tímamót í vísindastarfi á Austurlandi

Rannsóknasetur Háskóla Íslands á Breiðdalsvík var formlega opnað í gær. Viðstaddir sögðu opnunina marka tímamót í jarðvísindum á Austurlandi. Tveir starfsmenn eru komnir til starfa við setrið.

Lesa meira

Heitavatnslaust utan við Grjótá á Eskifirði

Heitavatnslaust verður í húsum utan við Grjótá á Eskifirði í dag föstudag vegna vinnu við tengingu á stofnlögn í tengslum við byggingu á brú yfir Lambeyrará.

Lesa meira

Ný Hafbjörg komin til Norðfjarðar

Ný Hafbjörg, björgunarskip með aðsetur í Norðfjarðarhöfn, kom til heimahafnar í gær. Hópur bæjarbúa beið skipsins og eldri björgunarbátar fylgdu því síðasta spölinn.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.