Plastlaust Austurland: „Við þurfum að gera eitthvað“

Hús handanna stendur fyrir dagskrá um helgina með yfirskriftinni Plastlaust Austurland. Lára Vilbergsdóttir hjá Húsi handanna segir að það geti verið auðveldara fyrir lítil samfélög að verða umhverfisvænni en stærri. 

Lesa meira

Stórurð og Stapavík verði friðlýst svæði

Umhverfisstofnun, í samstarfi við landeigendur jarðanna Heyskála, Hrafnabjarga og Unaóss yst á Fljótsdalshéraði hafa lagt fram hugmyndir að jarðirnar verði friðlýstar. Stórurð og Stapavík eru meðal náttúruminja sem falla innan friðlýsta svæðisins.

Lesa meira

Ormsteiti hefst: Með nýju sniði á nýjum tíma

Ormsteiti, héraðshátíð á Fljótsdalshéraði, hefst um helgina og stendur frammyfir næstu helgi. Nokkur óvissa hefur ríkt um framtíð hátíðarinnar en hún er nú haldin með breyttu sniði á nýjum tíma undir stjórn Halldórs Warén. 

Lesa meira

Heimsóknir Austfirðinga til sérgreinalækna með fátíðasta móti

Íbúar á Austurlandi eru þeir íbúar landsins sem síst nýta sér þjónustu sérgreinalækna, sé ásókn í þjónustu þeirra borin saman eftir búsetu. Forstjóri Sjúkratrygginga Íslands segir unnið að nýjum samningum við sérgreinalækna til að efla þjónustu þeirra á landsbyggðinni.

Lesa meira

Vegagerðin sátt við frammistöðu Munck

Vegagerðin gerir engar athugasemdir þótt ekki hafi tekist að ljúka við tvo vegarkafla á Austurlandi sem danska fyrirtækið Munck Asfalt lauk ekki við að klæða í sumar. Samningur við félagið um malbikun á svæðinu nær til tveggja ára og rúmast verkin innan þess tíma.

Lesa meira

Ástand Lagarfljótsbrúarinnar heldur verra en talið var

Ráðist verður í umfangsmiklar viðgerðir á brúnni yfir Lagarfljót milli Egilsstaða og Fellabæjar á næstu mánuðum. Hámarkshraði á brúnni var lækkaður niður í 30 km/klst. í sumar vegna skemmda.

Lesa meira

Loppa er nýja sjoppan á Fáskrúðsfirði

Í sumar opnaði söluskálinn á Fáskrúðsfirði aftur þegar nýjir rekstraraðilar tóku við en hann hafði þá verið lokaður frá áramótum. Parið Birgir Björn Birgisson og Eydís Lilja Ólafsdóttir tóku við skálanum og segir Birgir að reksturinn fari vel af stað. 

Lesa meira

Virðingarvika í ME: Læra um taubleyjur og plastlausar blæðingar

Þessi vika er tileinkuð virðingu í Menntaskólanum á Egilsstöðum.  „Megin inntakið er að nemendur átti sig á því að við höfum öll áhrif og við skiptum öll máli. Virðing er ákveðið leiðarstef í því,“  segir Hildur Bergsdóttir, félagsráðgjafi hjá nemendaþjónustu ME.

Lesa meira

Mikill viðbúnar vegna strands við Langanes

Bátur strandaði utan við Skála á sunnanverðu Langanesi um miðnætti í nótt. Tveir menn voru um borð. Allar björgunarsveitir á norðausturlandi voru kallaðar út og björgunarskipið Sveinbjörn Sveinsson frá Vopnafirði fór á vettvang.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar