


„Þetta var ágætt áður en þeir fóru að fikta í þessu“
Ólafur A. Hallgrímsson, smábátasjómaður á Borgarfirði, vonast til að matvælaráðherra hlusti á gagnrýni austfirskra smábátasjómanna á fyrirkomulag strandveiða. Hann segir ójafnt gefið í núverandi kerfi og það bitni á byggðum á borð við Borgarfjörð.
Öll óbyggðanefnd lýsti sig vanhæfa við endurupptöku mála
Sérstök óbyggðanefnd er tekin til starfa til að vinna þjóðlendumál sem úrskurðað var um fyrir 15 árum síðar eftir að óbyggðanefnd hafði lýst sig vanhæfa. Á næstu dögum skýrist hvort nýja nefndin telji rétt að taka gömlu málin upp að nýju.
Metþátttaka í heilsueflingarverkefni í Fjarðabyggð
„Ég hef nú bara sjaldan fengið jafn góð viðbrögð við þessu og hér í Fjarðabyggð og það er algjör metþátttaka,“ segir dr. Janus Guðlaugsson, sem stýrir viðamiklu heilsueflingarverkefni fyrir eldri borgara í sveitarfélaginu næstu mánuði og ár.

Sérstök óbyggðanefnd tekur til meðferðar mál á Fljótsdalsheiði
Sérstök óbyggðanefnd hefur ákveðið að taka til meðferðar tvö mál er varða mörk eignarlands ríkisins við kirkjujörðina Valþjófsstað annars vegar, hins vegar ríkisjörðina Skriðuklaustur á Fljótsdalsheiði. Áður var úrskurðað um landamerki svæðanna með Hæstaréttardómum. Óbyggðanefnd gerði á þeim tíma athugasemdir við kröfugerðir ríkisins á svæðunum.
Gera gosdrykki úr íslenskum jurtum
Nípa, Gletta og Ketillaug eru nöfnin á fyrstu drykkjunum frá Könglum, sem fóru í sölu um miðjan júlí. Í þá eru notaðar íslenskar jurtir, rabarbari, skessujurt og túnfíflar.
Makríllinn virðir engar leikreglur
Hægt hefur gengið hjá austfirsku skipunum sem eru við makrílveiðar í Smugunni undanfarna daga en vonir standa til að bjartara sé framundan. Hafrannsóknastofnun tilkynnti í gær um að meira hefði fundist af makríl í íslensku lögsögunni en undanfarni ár en hæpið virðist að austfirsku skipin taki stefnuna þangað.
Þyrla gæslunnar flutti brúarefni að Hengifossi – Myndir
TF-Eir, þyrla Landhelgisgæslunnar, flutti í gær efni í brú sem stendur til að reisa neðan við Hengifoss. Stígnum næst vinnusvæðinu var lokað meðan þyrlan sveimaði yfir en forvitið fólk gat komið sér fyrir og fylgst með úr hóflegri fjarlægð.
Danskar þotur væntanlegar til æfinga
Dönsk flugsveit kemur til landsins í dag til að gæta lofthelgi Íslands. Þotur á vegum hennar munu æfa á Egilsstöðum á næstu dögum.
Telja kaupin á Vísi dreifa áhættu og auka arðsemi
Kaup Síldarvinnslunnar í Neskaupstað á Vísi í Grindavík eru liður í stefnum félagsins um aukna arðsemi og dreifðari áhættu í rekstri. Samlegðaráhrif eru talin nýtast í sameigineigum fjárfestingum, nýtingu á búnaði og aflaheimildum.
Ný göngubrú stóreykur öryggi á Víknaslóðum
„Mér er til efs að til sé mikið fallegra útsýni yfir stóran hluta fjarðarins en frá miðri nýju brúnni,“ segir Gunnar Sverrisson, formaður Gönguklúbbs Seyðisfjarðar en klúbburinn fagnar á þessu ári 20 ára afmæli.
