Jeppafært til Mjóafjarðar í dag

Vegurinn til Mjóafjarðar er enn lokaður eftir skemmdir sem urðu á honum í miklu vatnsveðri á þriðjudag. Stefnt er á að hægt verði að hleypa á hann umferð í dag.

Lesa meira

Helgin: Cittaslow-dagar, Ormsteiti og pólsk kvikmyndahátíð

Seinni helgi héraðshátíðarinnar Ormsteitis fer nú í hönd með fjölda viðburða í þéttbýlinu á Egilsstöðum og Fellabæ. Árlegur Cittaslow-dagur er framundan á Djúpavogi en hann er með breyttu sniði. Á Eskifirði er haldin árleg kvikmyndahátíð með pólskum myndum.

Lesa meira

Norðfjarðará breytt eftir rigningarmet

Norðfjarðará reif úr bökkum sínum og velti sér milli farvega þegar hún flæddi eftir metúrkomu á mánudag og þriðjudag. Skemmdir urðu á veginum inn í Fannardal.

Lesa meira

Íþróttir: Tap fyrir sterku liði Aftureldingar í fyrsta leik

Þróttur Neskaupstað tapaði fyrir sterku liði Aftureldingar í fyrsta leik sínum í úrvalsdeild kvenna í blaki í vetur. Ungt Þróttarliðið spilaði vel í þriðju hrinu. KFA tapaði fyrir KFG í undanúrslitum bikarkeppni neðri deilda.

Lesa meira

Staðan metin á veginum til Mjóafjarðar í lok dags

Vegurinn til Mjóafjarðar er lokaður fyrir almennri umferð eftir miklar skemmdir sem urðu á honum í úrhellisrigningu á Austfjörðum í byrjun vikunnar. Vegagerðin vinnur að viðgerðum en ekki er fyllilega ljóst hvenær leiðin verður opnuð á ný.

Lesa meira

Úthluta aftur úr snjóflóðasjóði Rótarýklúbbs Neskaupstaðar

Enn eru töluverðir fjármunir eftir í sjóðum Rótarýklúbbs Neskaupstaðar eftir vel heppnaða söfnunarherferð snemma í vor en sú var haldin til styrktar þeim er urðu fyrir fjárhagslegu tjóni sem ekki fékkst bætt í kjölfar snjóflóðanna í bænum í marsmánuði.

Lesa meira

Starfsfólkið úr frystihúsinu vill búa áfram á Seyðisfirði

Starfsfólk bolfiskvinnslu Síldarvinnslunnar á enn eftir að fá formleg uppsagnarbréf en tilkynnt var í síðustu viku að vinnslunni verði lokað formlega í lok nóvember. Formaður AFLs starfsgreinafélags segir fólkið enn vera að melta tíðindin og átta sig á stöðunni.

Lesa meira

Annar hluti Efri-Jökuldalsvegar í formlegt útboð

Síðla sumars 2022 var lokið við uppbyggingu fyrsta veghluta af þremur alls á Jökuldalsvegi frá Hringveginum og að hinum vinsæla ferðamannastað Stuðlagili í Efri-Jökudal. Nú er komið að útboði á öðrum hlutanum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.