


Nýtt fjölbýlishús á Egilsstöðum að taka á sig mynd
Fyrsta nýja fjölbýlishúsið sem rís á Egilsstöðum um langt skeið er farið að taka á sig mynd í Bláargerði og íbúðirnar þar fara innan skamms í sölu.

Hoffellið reynir að ná í það sem eftir er af loðnukvótanum
Hoffell, skip Loðnuvinnslunnar frá Fáskrúðsfirði, kom á loðnumiðin við Snæfellsnes í morgun. Ljóst er að loðnuvertíðin er á lokametrunum en fyrirtækið vonast til að geta náð upp í þann kvóta sem það á eftir.
Í Hálsaskógi brúkar Soffía frænka búnað frá Digru Siggu
Verið er að ljúka við hreinsun í Hálsaskógi á Djúpavogi. Miklar skemmdir urðu þar í óveðrinu sem gekk yfir Austurland í lok september í fyrra þegar fjöldi trjá brotnaði. Áætlað er að um helmingur þessa skógræktarsvæðis Djúpavogsbúa hafi skemmst.
Koma til móts við óskir starfsfólks með niðurfellingu leikskólagjalda
Fræðslunefnd Fjarðabyggðar leggur til að foreldrar barna í leikskólum sveitarfélagsins geti sótt um niðurfellingu skólagjalda á tilteknum tímum ársins. Þannig aukist sveigjanleiki sveitarfélagsins gagnvart óskum starfsmanna um frí og leyfi frá störfum.

Annir hjá lögreglu og björgunarsveitum undanfarið
Talsverðar annir hafa verið í umdæmi lögreglunnar á Austurlandi sökum veðurs og færðar síðustu sólarhringa.

Stuðningur frá KEA forsenda sameiningarviðræðna sparisjóða
Vilji KEA til að leggja mögulegum sameinuðum sparisjóði til viðbótar eigið fé varð kveikjan að formlegum sameiningarviðræðum Sparisjóðs Austurlands og Sparisjóðs Höfðhverfinga. Stjórnarformaður Sparisjóðs Austurlands telur að sameiningin efli alla sparisjóðsstarfsemi landsins ef hún gengur í gegn.
Íbúafundur um brunavarnir í Fljótsdal
Íbúafundur verður haldinn í dag um brunavarnir í Fljótsdalshrepps. Þar verður meðal annars farið yfir brunavarnir í útihúsum og gróðurelda.
Starfshópur ákveður framtíðarrekstrarform Minjasafnsins
Nákvæmlega með hvaða hætti skal breyta rekstrarfyrirkomulagi Minjasafns Austurlands verður í höndum sérstaks starfshóps frá bæði Múlaþingi og Fljótsdalshreppi en engin sérstakur tímarammi er á þeirri vinnu.

Grunnskólanemar á Austurlandi sitja ekki við sama borð í Skólahreysti
Ungmennaráð bæði Fjarðabyggðar og Múlaþings hafa farið fram á við aðstandendur hinnar þekktu keppni Skólahreysti að grunnskólanemar hér austanlands fái að sitja við sama borð og aðrir.

Múlaþing tekur yfir rekstur Minjasafns Austurlands
Skipa skal tvo fulltrúa Fljótsdalshrepps og tvo frá Múlaþingi í sérstakan starfshóp sem ætlað er að breyta rekstrarfyrirkomulagi Minjasafns Austurlands.
