Skólar í Fjarðabyggð með aðventustundir

Leik- og grunnskólar í Fjarðabyggð munu halda notalegar aðventustundir á skólatíma í desember þar sem boðið verður upp á ávexti og piparkökur.  

Lesa meira

Krefst betri þjónustu Vegagerðarinnar á Öxi

„Heimastjórn á Djúpavogi krefst þess að betur verði staðið að þjónustu á Öxi. Vegagerðin hefur ekki sinnt hlutverki sínu sem snýr að umferðaröryggi og hefur verið látið hjá líðast að kanna aðstæður þar þegar eitthvað er að færð.“

Lesa meira

Norðan stormur með snjókomu og skafrenningi

Gul veðurviðvörun er í gildi síðar í dag á Austurlandi að Glettingi og Austfjörðum. Búist er við norðan stormi eða hvassviðri með snjókomu og skafrenningi.

Lesa meira

Búist við lokun fjallvega í kvöld

Viðbúið er að fjallvegum á Austurlandi verði lokað eftir kvöldmat vegna norðanhríðar sem spáð er. Viðbúnaður er hjá Landsneti vegna veðursins.

Lesa meira

Hörð mótmæli heimastjórnar á Seyðisfirði gegn laxeldi

„Heimastjórn mótmælir harðlega fyrirhugaðri staðsetningu sjókvíaeldissvæðis við Háubakka inn á "Kringlunni"og fer þess á leit að fallið verði frá þeirri staðsetningu, m.a. með vísan til þess að umrætt svæði er veigamikill hluti af athafnasvæði hafnarinnar. Höfnin er sérhönnuð ferjuhöfn og hér kemur mikill fjöldi skemmtiferðaskipa ár hvert sem oft þurfa á legu á Kringlunni að halda.“

Lesa meira

Vara áfram við ferðum út fyrir fjórðunginn

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands varar áfram við ferðum út fyrir fjórðunginn án þess að brýna nauðsyn beri til þar sem Covid-19 veiran er enn á sveimi í samfélaginu.

Lesa meira

Fjarðabyggð hvetur Reykjavíkurborg til að falla frá kröfu

Í bókun sem bæjarráð Fjarðabyggðar samþykkti á fundi sínum sl. mánudag var Reykjavíkurborg hvött til að draga til baka 8,7 milljarðar króna kröfu sem hún hefur sett fram á Jöfnunarsjóð sveitarfélaga, enda geti krafan haft þau áhrif að Jöfnunarsjóðurinn þurfi að draga úr framlögum sínum til sveitarfélaga til framtíðar.

Lesa meira

Silfurverðlaun hjá 7. bekk Nesskóla

7. bekkur Nesskóla hlaut á dögunum silfurviðurkenningu fyrir þátttöku í Berbas áskorunini. Bebras áskorunin er alþjóðlegt verkefni sem felst í að auka áhuga á upplýsingatækni og efla rökhugsun og tölvufærni meðal nemenda á öllum skólastigum.

Lesa meira

Óska tilboðs í nýtingu æðarvarps í Seley

Óskað er eftir tilboði í leigu á nýtingu æðarvarps sem verið hefur í Seley um árabil. Áætlað er að um 1.000 hreiður hafi verið í eyjunni undanfarin ár.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.