Sjálfbærni í Hallormstaðaskóla

Námið í Hallormstaðaskóla hefur tekið miklum breytingum og leggur núna mikla áherlslu á sjálfbærni. Á morgun, þann 23. október heldur skólinn einmitt upp á Sjálfbærnidaginn og í tilefni dagsins verður haldið opið málþing. 

Lesa meira

Lægra verð skilar fleirum í flugið

Vopnfirðingar nýta sér í auknu mæli að fljúga til Akureyrar eftir að fargjöld þangað lækkuðu með nýjum samningi við ríkið í byrjun árs 2017. Flugið eru einu almenningssamgöngurnar sem íbúar staðarins hafa aðgang að.

Lesa meira

Innanlandsflug niðurgreitt síðla árs 2020

Niðurgreiðsla á innanlandsflugfargjöldum fyrir íbúa landsbyggðarinnar, hin svokallaða skoska leið, mun ekki hefjast fyrr en haustið 2020. Þrýst hafði verið á að byrjað yrði á niðurgreiðslunum strax um næstu áramót.

Lesa meira

Aðstaða til íþróttaiðkunar afar slæm á Eskifirði

Íþrótta og tómstundanefnd Fjarðabyggðar tók fyrir erindi frá aðalstjórn Austra á síðasta fundi sínum. Stjórn Austra vill að farið verði í breytingu á deiluskipulagi svo hægt verði að bæta aðstöðu til íþróttaiðkunar í bæjarkjarna Eskifjarðar.

Lesa meira

Flutningabíll út af á Fjarðarheiði

Flutningabíll fór út af í Norðurbrún á Fjarðarheiði í morgunn. Engin slys urðu á fólki. Ferjan Norræna flýtti för sinni til og frá landinu vegna veðurs.

Lesa meira

Harðfiskurinn er dauður, lengi lifir harðfiskurinn

Rekstur harðfiskvinnslunnar Sporðs á Eskifirði hefur verið seldur til Borgarfjarðar eystra. Nýr eigandi á von á að framleiðsla besta harðfisks landsins færist smá saman á nýjan stað.

Lesa meira

Axarvegur: Sameinuð erum við sterkari

Sveitarstjóri Djúpavogshrepps fagnar því að samgönguráðherra leggi til í endurskoðaðri samgönguáætlun að framkvæmdir við veg yfir Öxi hefjist árið 2021. Greiðari samgöngur séu meðal þess sem lagt sé til grundvallar í sameiningarviðræðum hreppsins við Fljótsdalshérað, Seyðisfjarðarkaupstað og Borgarfjarðarhrepp.

Lesa meira

Tíu mánaða fangelsi fyrir kannabisræktun

Héraðsdómur Austurlands dæmdi á mánudag tvo karlmenn um þrítugt í 10 mánaða fangelsi hvorn fyrir umfangsmikla kannabisræktun á tveimur stöðum á Austurlandi. Hluti refsingar þeirra er skilorðsbundin.

Lesa meira

Tilraunir til ræktunar iðnaðarhamps í Berufirði vekja athygli ráðherra

Iðnaðar- og nýsköpunarráðherra segir athugandi að kanna hvort hægt sé að liðka regluverk til að gera ræktendum iðnaðarhamps auðveldara fyrir til að skapa verðmæti úr framleiðslu sinni. Ábúendur á bænum Gautavík í Berufirði hafa í sumar gert tilraunir með ræktun iðnaðarhamps.

Lesa meira

220 milljóna viðhald á Lagarfljótsbrúnni

Rúmar 200 milljónir eru áætlaðar í viðhald á brúnni yfir Lagarfljót í vetur. Áratugur er enn í endurbyggingu hennar. Unnið verður að fækkun einbreiðra brúa og malarkafla á lykilvegum Austurlands samkvæmt drögum að endurskoðaðri samgönguáætlun.

Lesa meira

Framkvæmdir hefjast við Fjarðarheiðargöng 2022

Til stendur að hefja framkvæmdir við Seyðisfjarðargöng strax árið 2022. Axarvegur lítur dagsins ljós á næstu fimm árum samkvæmt tillögum samgönguráðherra um endurskoðaða samgönguáætlun sem kynntar voru í morgun.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar