


Allt meira og minna með felldu á Eskifirði
Björgunarsveitarmenn á Eskifirði hafa verið að taka stöðuna í og við bæinn síðan snemma í morgun. Þrátt fyrir vatnavexti hafa engin vandamál komið upp enn sem komið er.

Ákveðið að rýma utanverðan Seyðisfjörð
Ákveðið hefur verið að grípa til rýminga á svæðinu undir Strandartindi í utanverðum Seyðisfirði. Svæðið verður lokað klukkan 18:00 í kvöld.
Lýsa áhyggjum af umferð almennings á hafnarsvæðum Fjarðabyggðar
Hafnarstjórn og hafnarstjóri Fjarðabyggðar leita nú leiða til að herða öryggismál í höfnum sveitarfélagsins en víða telst umferð almennings um þær of mikil.

Kynna nýja samskiptastefnu í Egilsstaðaskóla
Það aðeins ef samskipti í skólum eru góð og gefandi sem byggja má á þeim árangursríkt nám. Það er meginstef nýs hugmyndakerfis sem Egilsstaðaskóli hefur tekið upp og hyggst kynna fyrir foreldrum og forráðamönnum nemenda í vikunni.
Engar tilkynningar um hreyfingar eftir nóttina en mikið í ám
Engar tilkynningar hafa enn borist Veðurstofu Íslands um skriðuföll á Austfjörðum eftir mikla rigningu í nótt. Margar ár hafa hins vegar vaxið töluvert síðan í gærkvöldi.
Hættustigi vegna úrkomu lýst yfir frá klukkan 18
Óvissustig hefur verið lýst yfir á Austfjörðum vegna mikillar úrkomu. Ákveðið hefur verið að hækka viðbúnað upp á hættustig frá klukkan 18:00. Engar ákvarðanir liggja enn fyrir um frekari aðgerðir.
Rannsaka hvort ná megi heitu vatni undan Lagarfljóti
Síðari hluta sumars hafa staðið yfir frumrannsóknir á því af hálfu HEF veitna hvort nægt heitt vatn finnist undir Lagarfljótinu til að verðskulda boranir. Þessar rannsóknir tengjast þeirri jarðhitaleit sem staðið hefur yfir í Eiðaþinghá um eins og hálfs árs skeið.

Skriða féll fyrir utan þéttbýlið í Seyðisfirði
Skriða féll í morgun nokkuð fyrir utan þéttbýlið í Seyðisfirði. Ekki er gert ráð fyrir að rýmingum í bænum verði aflétt í dag. Von er á mikilli úrkomu til miðnættis.