Samningur um innanlandsflug endurnýjaður

Samgönguráðuneytið hefur endurnýjað samning sinn við Air Iceland Connect um flug milli Egilsstaða og Reykjavíkur. Framlengingin gildir til 19. maí.

Lesa meira

Ferðamenn vilja vera í sóttkví á Íslandi

Austfirskum gististöðum hafa borist fyrirspurnir frá erlendum ferðamönnum sem vilja fá að vera þar í sóttkví áður en þeir fara að ferðast um landið. Slíkt er heimilt að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Lesa meira

Yfir 1000 Austfirðingar á hlutabótum

Yfir 1000 manns á Austurlandi eru nú skráð á hlutabótaleið ríkisins. Atvinnuleysi hefur stóraukist á fáum mánuðum. Líkt og á landinu öllu verður ferðaþjónustan verst úti.

Lesa meira

Telja vegfarendur tilbúna að greiða fyrir mikla vegstyttingu með nýjum Axarvegi

Sigurður Ingi Jóhannsson, samgönguráðherra, mælti í gær fyrir frumvarpi til laga um samvinnuverkefni um vegaframkvæmdir. Frumvarpið opnar á fjármögnun einstakra framkvæmda með veggjöldum. Nýr vegur yfir Öxi er meðal þeirra framkvæmda sem stendur til að ráðast í með slíkri fjármögnun verði frumvarpið að lögum. Fyrirhugað er að fjármagna jarðgöng á Austurlandi á svipaðan hátt.

Lesa meira

Austfirskir ferðaþjónustuaðilar mæta ástandinu af æðruleysi

Austurbrú stendur á miðvikudagsmorgnum fyrir samráðs- og upplýsingafundum fyrir ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu sem reyna að fóta sig í breyttum aðstæðum út af Covid-19 faraldrinum. Verkefnastjóri segir mikla óvissu á öllum ferðamörkuðum en segir stjórnendur austfirsku fyrirtækjanna mæta erfiðum aðstæðum af æðruleysi.

Lesa meira

Hafnaði á tré eftir ofsaakstur

Ökumaður bifreiðar virðist hafa sloppið merkilega vel eftir að hafa endað á tré við Egilsstaðabýlið í gær. Sjónarvottar segja bílnum hafa verið ekið á mikilli ferð í aðdraganda atviksins.

Lesa meira

Engin LungA hátíð í sumar

Listahátíðinni LungA, sem haldin hefur verði árlega á Seyðisfirði frá árinu 2000, verður ekki haldin í sumar vegna Covid-19 faraldursins. Tuttugu ára afmælisfögnuði er því frestað um ár.

Lesa meira

90% samdráttur í flugi til Egilsstaða

Fjöldi farþega sem fór um Egilsstaðaflugvöll í aprílmánuði var aðeins rétt rúm 10% af þeim fjölda sem fór um völlinn á sama tíma í fyrra. Mikil samdráttur er í flugi út af Covid-19 faraldrinum.

Lesa meira

Fyrirsjáanlegt að tekjur sveitarfélaga rýrna

Covid-19 faraldurinn heggur skarð í fjármál margra sveitarfélaga á sama tíma og þrýst á þau að ráðast í útgjöld til að spyrna við neikvæðum áhrifum á efnahag landsins. Faraldurinn hefur einkum áhrif á sveitarfélög eins og Seyðisfjörð þar sem mikil uppbygging hefur verið í þjónustu við ferðamenn. Bæjarstjórinn segir erfitt að ráða í óvissuna.

Lesa meira

Sjúkrabíll á Borgarfirði eykur öryggi íbúa og gesta

Íbúar á Borgarfirði eystra hafa fengið afhentan sjúkrabíl. Hann eykur öryggi gesta og íbúa en áður þurfti sjúkrabíll að koma frá Egilsstöðum ef mikið lá við. Hópur sjálfboðaliða, sem fengið hefur þjálfun, sinnir þar fyrstu hjálp.

Lesa meira

Minni áhrif eystra í mars

Minni fækkun varð á fjölda gistinátta á Austurlandi í mars heldur en í öðrum landshlutum. Merkja má samt veruleg áhrif Covid-19 faraldursins í hagtölum ferðaþjónustu á svæðinu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.