„Óþarfi fyrir fólk að hamstra því það er nóg til af öllu“

Fólk er greinilega að undirbúa sig undir það versta þegar kemur að COVID-19 veirunni og hefur í auknum mæli gert stórinnkaup í matvöruverslunum. Netto á Egilsstöðum er þar engin undantekning og hefur starfsfólk orðið vart að fólk hefur verið að hamstra vörur eins og til dæmis klósettpappír.

Lesa meira

Starfsdagur á mánudag í austfirskum skólum

Starfsdagur verður á mánudag í skólum á Fljótsdalshéraði, Djúpavogi, Seyðisfirði, Vopnafirði og í Fjarðabyggð til að undirbúa viðbrögð skólanna við útbreiðslu kórónaveirunnar covid-19.

Lesa meira

Ekki áhyggjur af ástandi hreindýra enn

Starfsmenn Náttúrustofu Austurlands, sem vakta hreindýr, segjast ekki enn hafa áhyggjur af áhrifum mikilla vetrarharka á dýrin sem eru farin að sækja meira niður í byggð. Líffræðingur segir að áfram verði fylgst með skilyrðum þeirra. GPS tæki á dýrum gefa mikilvægar upplýsingar við þessar kringumstæður.

Lesa meira

Álversrútan keyrði inn í snjóflóð

Vegurinn yfir Fagradal er lokaður eftir að snjóflóð féll á veginn þar í gær. Rúta með starfsmönnum Alcoa Fjarðaáls á leið til vinnu keyrði inn í flóðið. Engin slys urðu á fólki.

Lesa meira

Skólar Fjarðabyggðar opnir eins lengi og hægt er

Skólar Fjarðabyggðar verða opnir eins lengi og hægt er í ljósi smitvarna gegn kórónaveirunni Covid-19 en gerðar ráðstafanir til að hindra útbreiðslu veirunnar. Bæði þar og á Vopnafirði hefur félagsstarf aldraðra verið fellt niður.

Lesa meira

Engir farþegar með Norrænu til Íslands í næstu viku

Engir farþegar verða leyfðir með Norrænu,  sem siglir vikulega til Seyðisfjarðar, næstu tvær vikurnar, vegna aðgerða færeyskra og danskra yfirvalda til að reyna að hefta útbreiðslu kórónaveirunnar.

Lesa meira

Fyrr en síðar þarf að smíða nýja Norrænu

Framkvæmdastjóri Smyril-Line, sem rekur farþegaferjuna Norrænu sem siglir vikulega til Seyðisfjarðar, segir stjórnendur fyrirtækisins alltaf hafa hugann við að endurnýja ferjuna þótt ekki sé komið að því strax. Auknir fragtflutningar hafa styrkt fyrirtækið verulega síðustu ár.

Lesa meira

Austfirðingar hafa sýnt ábyrg viðbrögð

Almannavarnanefnd Austurlands lýsir ánægju sinni með þá vinnu sem stofnanir, fyrirtæki, félagasamtök og einstaklingar á svæðinu hafa lagt á sig til að verja þá sem viðkvæmastir eru fyrir smiti af völdum Covid-19 veirunnar.

Lesa meira

Sjö í sóttkví en ekkert smit

Sjö einstaklingar á Austurlandi eru í sóttkví samkvæmt tilmælum Almannavarna til að hindra útbreiðslu kórónaveirunnar Covid-19. Enn hefur ekki greinst smit á svæðinu. Almannavarnir á Austurlandi hafa nýtt síðustu daga til að undirbúa viðbrögð þegar og ef smit kemur upp á svæðinu.

Lesa meira

Fjarðaál: Starfsfólk sem getur unnið heima geri það

Alcoa Fjarðaál hefur gefið starfsfólki sínu tilmæli um að þeir sem geta unnið heiman frá sér geri það frá og með morgundeginum. Breytingar verða einnig á fyrirkomulagi mötuneytis fyrirtækisins.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.