Stefnt á að framkvæmdir við nýjan Axarveg hefjist að ári

Vegagerðin stefnir að því að geta boðið út nýjan Axarveg að ári verði frumvarp samgönguráðherra um samvinnuverkefni í vegagerð samþykkt á Alþingi. Lokið verður við rannsóknir og mælingar á næstu mánuðum.

Lesa meira

Sara Elísabet sveitarstjóri á Vopnafirði

Hreppsráð Vopnafjarðarhrepps hefur lagt til að Sara Elísabet Svansdóttir verði ráðin í starf sveitarstjóra fram yfir sveitarstjórnarkosningar vorið 2022.

Lesa meira

90% samdráttur í flugi til Egilsstaða

Fjöldi farþega sem fór um Egilsstaðaflugvöll í aprílmánuði var aðeins rétt rúm 10% af þeim fjölda sem fór um völlinn á sama tíma í fyrra. Mikil samdráttur er í flugi út af Covid-19 faraldrinum.

Lesa meira

Fyrirsjáanlegt að tekjur sveitarfélaga rýrna

Covid-19 faraldurinn heggur skarð í fjármál margra sveitarfélaga á sama tíma og þrýst á þau að ráðast í útgjöld til að spyrna við neikvæðum áhrifum á efnahag landsins. Faraldurinn hefur einkum áhrif á sveitarfélög eins og Seyðisfjörð þar sem mikil uppbygging hefur verið í þjónustu við ferðamenn. Bæjarstjórinn segir erfitt að ráða í óvissuna.

Lesa meira

Enn tveir í sóttkví

Enn eru tveir einstaklingar á Austurlandi í sóttkví vegna Covid-19 faraldursins. Rúmur mánuður er liðinn frá því síðast greindist smit á svæðinu.

Lesa meira

Samningur um innanlandsflug endurnýjaður

Samgönguráðuneytið hefur endurnýjað samning sinn við Air Iceland Connect um flug milli Egilsstaða og Reykjavíkur. Framlengingin gildir til 19. maí.

Lesa meira

Ferðamenn vilja vera í sóttkví á Íslandi

Austfirskum gististöðum hafa borist fyrirspurnir frá erlendum ferðamönnum sem vilja fá að vera þar í sóttkví áður en þeir fara að ferðast um landið. Slíkt er heimilt að uppfylltum ákveðnum skilyrðum.

Lesa meira

Yfir 1000 Austfirðingar á hlutabótum

Yfir 1000 manns á Austurlandi eru nú skráð á hlutabótaleið ríkisins. Atvinnuleysi hefur stóraukist á fáum mánuðum. Líkt og á landinu öllu verður ferðaþjónustan verst úti.

Lesa meira

Austfirskir ferðaþjónustuaðilar mæta ástandinu af æðruleysi

Austurbrú stendur á miðvikudagsmorgnum fyrir samráðs- og upplýsingafundum fyrir ferðaþjónustufyrirtækja á svæðinu sem reyna að fóta sig í breyttum aðstæðum út af Covid-19 faraldrinum. Verkefnastjóri segir mikla óvissu á öllum ferðamörkuðum en segir stjórnendur austfirsku fyrirtækjanna mæta erfiðum aðstæðum af æðruleysi.

Lesa meira

Hafnaði á tré eftir ofsaakstur

Ökumaður bifreiðar virðist hafa sloppið merkilega vel eftir að hafa endað á tré við Egilsstaðabýlið í gær. Sjónarvottar segja bílnum hafa verið ekið á mikilli ferð í aðdraganda atviksins.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.