Þrír styrkir austur við aukaúthlutun úr safnasjóði

Þrjú austfirsk söfn hlutu styrki við sérstaka aukaúthlutun úr safnasjóði á dögunum. Úthlutun var flýtt til að bregðast við afleiðingum af Covid-19 faraldrinum og er styrkjunum ætlað að efla faglegt starf viðurkenndra safna, sem eru fjögur á Austurlandi.

Lesa meira

Einn með smit og fimm aðrir í einangrun á Norrænu

Þó nokkrar breytingar hafa orðið á sýnatöku hjá farþegum með Norrænu, auk þess sem nýjar reglur hafa tekið gildi er varða íslenska ríkisborgara og einnig farþega frá fjórum öðrum löndum. Við sýnatöku í Hirsthals í Danmörku greindist einn farþegi með smit og hefur hann verið í einangrun um borð ásamt ferðafélögum sínum.

Lesa meira

„Lömdum húsið að utan af öllum lífs og sálarkröftum“

Snör viðbrögð þriggja íbúa á Djúpavogi skiptu máli þegar eldur kom upp í íbúðarhúsi þar á laugardagskvöld þar sem þeim tókst að vekja sofandi húsráðanda. Þau segjast hafa fengið mikilvæga aðstoð frá Neyðarlínunni

Lesa meira

Gullrifið á Papagrunni hið stærsta við Ísland

Um þrettán kílómetra langt kóralrif, sem er úti fyrir sunnanverðum Austfjörðum, er talið hið stærsta við Ísland og meðal þeirra stærri í Norður-Atlantshafi. Það gengur undir nafninu Gullrifið vegna stærðar sinnar, glæsileika og tengsla við togarann Gullver frá Seyðisfirði.

Lesa meira

Í einangrun í vinnubúðum uppi á fjöllum

Ekki er talið að farþegar Norrænu hafi átt það á ættu að smitast af einstaklingi sem greindist með Covid-19 smit við sýnatöku er hann fór um borð í ferjuna á þriðjudag. Maðurinn og ferðafélagar hans fara beint í einangrun í vinnubúðir á hálendinu.

Lesa meira

Sagan af brauðinu dýra (eða ófáanlega)

„Þeir börðust, þeir börðust um brauðið og grautinn, því brauð og grautur er mannanna fæða.“ Svo orti Steinn Steinarr á sinni tíð, en þetta þykir einhverjum lýsa orðið aðstæðum á Egilsstöðum vel, því þar hafa íbúar látið vel í sér heyra á samfélagsmiðlum að undanförnu vegna skorts á brauðmeti í hillum matvöruverslana. Umræðan er þó langt því frá ný af nálinni.

Lesa meira

Átak í umferðarefirliti og bætt skráning verkefna lögreglu

Skráðum málum og verkefnum sem Lögreglan á Austurlandi hefur komið að á fyrri hluta ársins hefur fjölgað verulega ef borið er saman við undanfarin ár. Líklega er þó fyrst og fremst um að ræða áhrif af breyttri og nákvæmari skráningu verkefna, svo sem við umferðareftirlit og hraðamælingar, sem lögreglan mun á næstunni leggja sérstaka áherslu á.

Lesa meira

Einn í sóttkví

Aðeins einn einstaklingur er í sóttkví á Austurlandi þessa stundina. Verið er að semja við Færeyinga um að taka við skimun farþega í Norrænu.

Lesa meira

Staðbundin framleiðsla í öndvegi á Djúpavogi

Kjörbúðin á Djúpavogi hóf nýlega að bjóða upp á sérmerktar framleiðsluvörur úr heimabyggð. Framleiðsla á matvörum í sveitarfélaginu og á nærliggjandi svæðum hefur færst í aukana síðustu ár og má þar til dæmis nefna matarsalt unnið úr sjó í Berufirði, sterkar sósur, byggflögur og ýmislegt fleira.

Lesa meira

Fjölbreytt verkefni hlutu styrki á Borgarfirði

Alls hlutu fimmtán verkefni á Borgarfirði styrki úr frumkvæðissjóði Brothættra byggða fyrir sveitarfélagið í ár, en styrkveitingin fór fram á íbúafundi á dögunum. Að mati þeirra sem koma að verkefninu hefur vinnan undir hatti Brothættra byggða skilað miklum árangri nú þegar.

Lesa meira

Kviknaði í út frá eldavél

Talsverðar reykskemmdir urðu á íbúðarhúsnæði á Djúpavogi þar sem eldur kom upp rétt upp úr klukkan tíu í gærkvöldi. Húsráðandi náði sjálfur að slökkva eldinn áður en aðstoð barst.

Lesa meira

Skoska leiðin í gildi 1. september

Íbúum ákveðinna svæða á landsbyggðinni mun í haust bjóðast niðurgreiðsla á flugferðum til og frá Reykjavík. Stefnt er að því að útfærslan verði prufukeyrð í ár og komi til fullrar framkvæmdar á því næsta.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.