Vilja ljúka uppbyggingu á Faktorshúsinu sem fyrst

Rúmt ár er síðan sérstakur starfshópur var settur á laggirnar til að koma með tillögur að framtíðarnýtingu Faktorshússins á Djúpavogi en nú hefur Múlaþing óskað eftir samstarfsaðilum til að ljúka endurbyggingu hússins annars vegar og hefði hug á starfsemi í húsinu hins vegar.

Lesa meira

Sorphirða viku á eftir áætlun í Fjarðabyggð

Mikið fannfergi hefur víða valdið seinkunum á sorphirðu á Austurlandi undanfarinn mánuð. Í Fjarðabyggð er vonast til að seinkanir síðustu vikna verði unnar upp í næstu viku en annars staðar er sorphirða nokkurn vegin á áætlun.

Lesa meira

Snjóflóð féll á Fagradal

Tíma tók að opna veginn yfir Fagradal í morgun eftir að snjóflóð féll úr Grænafelli. Búið er að opna hann að fullu.

Lesa meira

Bílar í vanda á Fagradal

Vegagerðin hefur síðan á níunda tímanum í morgun staðið í því að losa fasta bíla á veginum yfir Fagradal. Vegurinn er lokaður þar til veðrið lagast.

Lesa meira

Varað við asahláku á morgun og hinn

Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna asahláku á Austfjörðum og Austurlandi á föstudag og laugardag. Spáð er hlýindum, vindi og rigningu.

Lesa meira

Íþróttamaður Fjarðabyggðar verður íþróttamanneskja Fjarðabyggðar

„Bæði er það að tími var til kominn á þessa nafnabreytingu úr maður í manneskja en þar sem íþrótta- og tómstundanefnd kýs íþróttamanneskju ársins var sökum forfalla illa hægt að kjósa á síðasta fundi og því var þessu frestað,“ segir Arndís Bára Pétursdóttir, formaður íþrótta- og tómstundanefndar Fjarðabyggðar.

Lesa meira

Fellabakstur gjaldþrota: Því miður gekk þetta ekki upp

Fellabakstur var úrskurðaður gjaldþrota í byrjun vikunnar. Skiptastjóri hefur þegar auglýst reksturinn til sölu. Fyrrum eigandi segir reksturinn hafa verið þungan lengi og margt hafa verið reynt til að bæta úr síðustu vikur sem því miður hafi ekki gengið upp.

Lesa meira

Fljótsdælingar vilja byggja í Hamborg

„Þessar tafir eru bara farnar að hafa mikil áhrif því það er sár skortur á húsnæði hér í hreppnum og þess vegna fórum við að leita hófa annars staðar,“ segir Helgi Gíslason, sveitarstjóri í Fljótsdalshreppi.

Lesa meira

Varaafl úr Neskaupstað flutt til Úkraínu

Unnið er að því að taka niður varaaflstöð sem verið hefur til staðar fyrir Neskaupstað. Stöðin er orðin gömul auk þess sem hún öflugri tengingar í staðarins hafa dregið úr þörfinni á henni. Til stendur að senda nokkrar af vélum hennar til Úkraínu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.