


Áhrif fiskeldis sögð óveruleg í umhverfismati strandsvæðaskipulags Austfjarða
Samkvæmt umhverfismati sem gert hefur verið vegna tillögu að nýju Strandsvæðaskipulagi Austfjarða eru áhrif fiskeldis, hlunnindanýtingar og orkuvinnslu metin óveruleg.

Flestar skúturnar snúnar til baka
Flestar skúturnar úr siglingakeppninni Vendée Arctique eru snúnar aftur til Frakklands. Skipverjar af einni voru fluttir undir læknishendur í gærkvöldi.
Nýtt Hoffell lagt af stað heim
Nýtt Hoffell Loðnuvinnslunnar er lagt af stað til væntanlegrar heimahafnar á Fáskrúðsfirði. Tekið verður á móti skipinu á sunnudag.
Hálendisvegir að opnast
Vegagerðin er jafnt og þétt að opna vegi á hálendinu eftir því sem snjóa leysir og vegirnir sjálfir þorna. Opnað hefur verið yfir hjá Kárahnjúkum.
Berglind Sveinsdóttir hlýtur viðurkenningu Rótarýklúbbs Héraðsbúa
Berglind Sveinsdóttir, formaður deildar Rauða krossins í Múlasýslu, fékk viðurkenningu Rótarýklúbbs Héraðsbúa fyrir framlag til samfélagsins á Héraði.
Um þriðjungur skútanna laskaður
Frönsku siglingakeppninni Vendée Arctique var hætt í gærkvöldi og keppendur leituðu vars. Félagar úr Siglingaklúbbi Austurlands og björgunarsveitinni á Fáskrúðsfirði gera sig klára í að hjálpa skútunum til lands.
Franskar keppnisskútur flykkjast inn til Fáskrúðsfjarðar
Skútur í frönsku siglingakeppninni Vendée Arctique flykkjast nú inn á Fáskrúðsfjörð ein af annarri. Þar munu skúturnar láta fyrirberast að minnsta kosti til morguns vegna veðurs.
Nýtt Hoffell markar tímamót í atvinnusögu Fáskrúðsfjarðar - Myndir
Framkvæmdastjóri Loðnuvinnslunnar segir nýtt uppsjávarveiðiskip marka tímamót í atvinnusögu Fáskrúðsfjarðar. Tekið var á móti nýju Hoffelli við athöfn í bænum í gær.
„Vildum láta gott af okkur leiða“
„Hugmyndin var nú bara að láta gott af okkur leiða og fræða gesti og gangandi um það mikla og fjölskrúðuga fuglalíf sem hér finnst,“ segir Áslaug Lárusdóttir, í Rótarýklúbbi Neskaupstaðar.

Hlakkar að halda tónleika í gamla frystiklefanum
Stöðfirðingurinn Hilmar Garðarsson kemur fram einn með gítarinn á tónleikum í Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði annað kvöld. Hilmar mun þar meðal annars spila efni sem hann hefur samið síðustu misseri.