Komnar með prjónadagbók á Karolina Fund

Þær Bylgja Borgþórsdóttir og Esther Ösp Gunnarsdóttir eru komnar á Karolina Fund þar sem þær hyggjast afla sér fjár til að gefa út Prjónadagbókin mín. Eins og nafnið gefur til kynna er um nokkurskonar verkdagbók að ræða þar sem prjónakonur geta skráð prjónaverk sín á persónulegan hátt.

Lesa meira

Hvetja fjölskyldur til að verja vetrarfríinu eystra

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands beinir því til foreldra og forráðamanna að leggja ekki í langferðir í vetrarfrí grunnskólanna sem hefst á næstu dögum til að fyrirbyggja útbreiðslu Covid-19 faraldursins.

Lesa meira

Nýtt lag um faðmlög frá Guðmundi R.

Norðfirski söngvarinn Guðmundur R. hefur gefið út nýtt lag sem talar beint inn í okkar samtíma. Lagið heitir Svona er lífið og er fáanlegt á helstu streymisveitum s.s. Spotify og Apple music.

Lesa meira

Mengandi efni enn yfir mörkum í fráveitu MS á Egilsstöðum

Heilbrigðisnefnd Austurlands segir að enn sé magn mengandi efna í fráveitu yfir starfsleyfismörkum Mjólkursamsölunnar (MS) á Egilsstöðun. „Heilbrigðisnefnd fagnar þeim árangri sem náðst hefur í hreinsun fráveituvatns frá mjólkurstöðinni en bendir á að magn mengandi efna í frárennsli er þó enn yfir starfsleyfismörkum,“ segir í nýlegri fundargerð nefndarinnar.

Lesa meira

Hafnarbyggð 16 fellur ekki undir verndarákvæði um minjar

Þuríður Elísa Harðardóttir minjavörður Austurlands segir að húsið Hafnarbyggð 16, Gamla rafstöðin, á Vopnafirði falli ekki undir verndarákvæði laga um menningarminjar. Minjastofnun harmar hinsvegar ákvörðun um að rífa húsið og hvetur til þess að leitað sé annarra leiða og því fundið hlutverk.

Lesa meira

Smit kom upp í áhöfn Norrænu

Ráðstafanir hafa verið gerðar vegna komu Norrænu til Seyðisfjarðar í fyrramálið eftir að tveir meðlimir úr áhöfn skipsins greindust með Covid-19 veiruna. Ekki er þó talið að líkur séu á að þeir hafi smitað farþega.

Lesa meira

Vinna við snjóflóðavarnir í Neskaupstað hálfnuð

Framkvæmdum við þriðja áfanga snjóflóðavarna, byggingu varnargarðs og keila, ofan byggðar í Neskaupstað eru nú í fullum gangi og miðar vel áfram. Vinna við verkið hófst í júlí 2019 og er áætlað að henni ljúki í desember 2021. Framkvæmdir hafa gengið mjög vel og er verkið um það bil hálfnað.

 

Lesa meira

Síld flæðir yfir kolmunnaslóðina

Uppsjávarskipin Beitir NK og Bjarni Ólafsson AK komu til Neskaupstaðar í gær og í morgun með síldar- og kolmunnaafla. Börkur NK er síðan væntanlegur í dag.

Lesa meira

Heimasíða Múlaþings orðin aðgengileg

Heimasíða hins nýstofnaða sveitarfélags Múlaþings er nú orðin aðgengileg almenningi. Henni er ætlað að leysa af hólmi heimasíður sveitarfélaganna sem sameinuðust inní sveitarfélagið.

Lesa meira

Ræddu foreldragreiðslur sem valkost við leikskólavist

Á nýlegum fundi fræðslunefndar Fjarðabyggðar var rætt um foreldragreiðslur sem þriðja valmöguleika foreldra með 12 mánaða börn ef ekki væri möguleiki á leikskólaplássi eða dagforeldri.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.