Nýtt hljóðver opnar á Stöðvarfirði

Hljóðverið Stúdió Síló sem tilheyrir Sköpunarmiðstöðinni á Stöðvarfirði verður formlega opnað næstkomandi sunnudag. Hljóðverið hefur verið í byggingu undanfarin misseri og tók til starfa í sumar. 

Lesa meira

Eskja selur Hafdísi SU

Útgerðarfélagið Eskja á Eskifirði hefur selt línubátinn Hafdísi SU-220. Báturinn er seldur án allra aflaheimilda.

Lesa meira

Sammála um að landtengja Norrænu

Fulltrúar Seyðisfjarðarkaupstaðar og Smyril-Line, rekstrarfélags ferjunnar Norrænu, eru sammála um að stefna að því að koma upp tengingu þannig að ferjan geti tengst við rafmagn þegar hún liggur í höfn á Seyðisfirði.

Lesa meira

Íslenska ríkið vill selja Gamla ríkið

Húsið að Hafnargötu 11 á Seyðisfirði, oft þekkt sem „Gamla ríkið“ er meðal þeirra bygginga sem íslenska ríkið hefur í hyggja að selja á næstunni. Þetta kemur fram í drögum að fjárlögum næsta árs.

Lesa meira

Vopnafjörður: Sáttatónn sleginn undir lok hitafundar um lífeyrismál

Ásakanir gengu milli talsmanna sveitarstjórnarinnar Vopnafjarðarhrepps og Afls Starfsgreinafélags á íbúafundi sem haldinn var í félagsheimilinu Miklagarði í gær. Efni fundarins var uppgjör vangoldinna iðgjalda sjóðsfélaga sem störfuðu hjá hreppnum á árabilinu 2005-2016. Báðir deiluaðilar létu í það skína að þeir væru tilbúnir að stefna málinu fyrir dóm en sáttatónn var sleginn þegar leið á fundinn.

Lesa meira

Endurbætt hjúkrunarrými í Neskaupstað á áætlun

Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að bæta endurbættum hjúkrunarrýmum á hjúkrunardeild umdæmissjúkrahússins í Neskaupstað við framkvæmdaáætlun um uppbyggingu hjúkrunarrýma til ársins 2024.

Lesa meira

Engar umsóknir þrátt fyrir ítrekaðar auglýsingar eftir iðnaðarmönnum

Fyrirtækið Launafl á Reyðarfirði hefur undanfarna mánuði auglýst ítrekað um allt land eftir iðnaðarmönnum en viðbrögðin hafa verið lítil sem engin. Þetta leiðir til þess að erfiðra verður að sinna þeirri þjónustu sem þarf. Framkvæmdastjórinn segir að auka þurfi hvata í grunnskólum til að nemendur velji síðar iðnnám.

Lesa meira

Engar breytingar hjá Arion á Egilsstöðum

Engar breytingar urðu á eina útibúi Arion-banka á Austurlandi, sem staðsett er á Egilsstöðum, í umfangsmiklum breytingum sem kynntar voru hjá bankanum í morgun.

Lesa meira

Tæknidagur fjölskyldunnar á laugardag

Tæknidagur fjölskyldunnar fer fram laugardaginn 5. október næstkomandi í húsnæði Verkmenntaskóla Austurlands. Þetta er í sjöunda sinn sem Tæknidagurinn verður haldinn og að venju er hann tileinkaður tækni og vísindum. Fjöldi fyrirtækja kemur saman og kynnir starfsemi sýna. 

Lesa meira

Nýtt íþróttahús á Reyðarfirði ekki á dagskrá strax

Ungmennafélagið Valur á Reyðarfirði vill að undirbúningur nýs íþróttahúss á Reyðarfirði hefjist strax á næsta ári. Endurbætur á Fjarðabyggðarhöllinni eru í forgangi hjá sveitarfélaginu Fjarðabyggð.

Lesa meira

Ein með tómat, sinnep og 42 milljónum.

Hjón á Austurlandi duttu heldur betur í lukkupottinn þegar þau keyptu sér lottómiða í sjoppunni á Reyðarfirði. Þau voru alein með allar tölur réttar og unnu rúmar 42 milljónir

Lesa meira

Kortaforrit rata ekki nýja veginn yfir Berufjörð

Dæmi eru um að ferðamenn sem koma til Austfjarða úr suðri keyri yfir Öxi því nýi vegurinn yfir Berufjörð er ekki kominn inn í kortaforrit og staðsetningartæki. Vegagerðin segist lítið geta gert annað en að setja þrýsting á kortagerðarfyrirtæki.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar