


Varað við hríð og stormi austanlands
Gul veðurviðvörun tekur gildi á morgun á Austurlandi að glettingi og Austfjörðum. Spáð er norðvestan hríð og stormi á Austfjörðum
Mannabein fundust á Vopnafirði
Staðfest hefur verið að bein, sem fundust í fjöru við Vopnafjörð í morgun, eru af manni. Þess verður freistað að bera kennsl á viðkomandi.
Varnarmannvirki eiga að vernda svæðið næst Búðará
Litlar breytingar eru á áhættumati vegna ofanflóða á svæðinu næst Búðará á Seyðisfirði samkvæmt drögum að endurskoðuðu mati. Þær varnir sem byggðar hafa verið upp á svæðinu síðustu vikur virðast veita talsverða vörn.
Býr til skyr og gríska jógúrt úr geitamjólk í sumar
Þorbjörg Ásbjörnsdóttir, bóndi á Lynghól í Skriðdal, hyggst í sumar setja á markað nýjungar unnar geitamjólk, en um er að ræða bæði skyr og gríska jógurt. Vörumerki Þorbjargar er Geitagott en hingað til hefur hún einbeitt sér að gerð fetaosts undir heitinu Moli.
Sýnataka á Egilsstöðum um helgina
Þeir Austfirðingar, sem þurfa í sýnatöku vegna mögulegs Covid-19 smits um páskana, geta fengið þá þjónustu á Egilsstöðum á morgun laugardag og mánudag.
Hvetja Austfirðinga til að fara varlega um páskana
Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands hvetur íbúa fjórðungsins til að fara varlega um páskahátíðina til að forðast útbreiðslu Covid-19 veirunnar.
Framkvæmdir en ekki fótbolti á Garðarsvelli í maí?
Gert er ráð fyrir að hefja framkvæmdir við íbúðabyggð á knattspyrnuvellinum á Seyðisfirði í maí, gangi vinna við deiliskipulag eftir. Skipulagsmál í firðinum hafa verið í endurskoðun eftir skriðuföllin í desember.
Fjórir skipverja í súrálskipinu útskrifaðir
Líðan skipverja um borð í súrálsskipinu í Mjóeyrarhöfn þróast í rétta átt. Fjórir af þeim tíu sem smitaðir voru um borð við komu skipsins 20. mars síðastliðinn voru útskrifaðir í morgun. Fimm eru enn í einangrun um borð en vonir standa til að þeir verði útskrifaðir einnig fljótlega.

Fámennt á mótmælum Fellbæinga
Messufall varð á boðuðum mótmælum íbúa í Fellabæjar við skrifstofur sveitarfélagsins Múlaþings í gær.
Aprílgabb: Fljótsdælingar falast eftir Fellabæ
Þreifingar eru hafnar milli Fljótsdalshrepps og sveitarfélagsins Múlaþing um að Fellabær verði hluti af fyrrnefnda sveitarfélaginu. Fellbæingar hafa boðað til mótmæla vegna málsins í dag.