Enn mengun í neysluvatni Breiðdælinga

Staðan er óbreytt varðandi vatnsból Breiðdælinga en þar uppgötvaðist mengun á þriðjudaginn var. Hún enn til staðar og viðkvæmum einstaklingum ráðlagt að sjóða allt neysluvatn á meðan.

Að sögn Svans Freys Árnasonar hjá Fjarðabyggð tók Heilbrigðisstofnun Austurlands ný sýni úr vatninu fyrr í dag en niðurstöður úr þeim mælingum verða vart ljósar fyrr en á þriðju- eða miðvikudag í næstu viku.

Mengunin er lítil og það eingöngu viðkvæmir einstaklingar sem ættu að sjóða neysluvatnið til öryggis. Það eru meðal annars börn yngri en fimm ára, fólk með viðkæmt ónæmiskerfi, fæðuofnæmi eða fæðuóþol og barnshafandi konur. Öðrum stafar enginn hætta af.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.