Hvernig skal verja sig á stafrænni öld?
Af gefnu tilefni langar mig að hvetja fólk að vera á varðbergi gagnvart þeim hættum sem geta legið í heimi veraldarvefsins. Í gegnum tíðina hefur fólk, sem kannast við mig, haft samband vegna grunsamlegra hluta sem það hefur orðið fyrir í netheimum. Ég get ekki lagt nógu mikla áherslu á það að fólk útvegi sér upplýsingar um öryggi á netinu og sé ávallt á varðbergi.
Lesa meira...
Samtalið við Seyðfirðinga sem aldrei varð
Nærsveitungi okkar kom með sporðaköstum og krafti og hreinlega sagði Seyðfirðingum að sjókvíaeldi kæmi í fjörðinn í september 2023. Honum var ekkert sérlega vel tekið, en hann kvaðst funda oftar og upplýsa okkur og taka samtalið við samfélagið og vinna með því. Hann gerði sér enga grein fyrir því, og gerir ekki enn, að þetta er frekja, yfirgangur, vanvirðing og valdníðsla við allt og alla. Svona framkoma hefur aldrei verið til góðs.
Lesa meira...
Til hamingju Austurland!
Til hamingju með stofnun FKA Austurland. Takk nýkjörin stjórn og forsvarskonur FKA Austurland fyrir hugrekkið og kraftinn. Við höfum lengi beðið eftir þessari stund og ekki að ástæðulausu því hér á Austurlandi er verk að vinna.
Lesa meira...
Forsendur Fjarðarheiðargangna
Niðurstaða verkefnahóps um undirbúning að ákvarðanatöku um Seyðisfjarðargöng sem skipaður var af þáverandi samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra var birt í júní 2019 með skýrslunni: Seyðisfjarðargöng – Valkostir og áhrif á Austurlandi.
Lesa meira...