Ná skal fram samlegð í öllu menningarmálastarfi með sameiningu safnastofnunar og menningarstofu Fjarðabyggðar samkvæmt nýlegri samþykkt meirihluta bæjarráðs. Þá skal og færa öll bókasöfn sveitarfélagsins formlega undir stjórn grunnskólanna.
Byggðastofnun samþykkti alls tæplega 500 milljóna króna lán til alls átta aðila á Austurlandi árið 2022 samkvæmt ársskýrslu stofnunarinnar. Lánsumsóknir að austan eru almennt umtalsvert færri en annars staðar frá.
Prufukeyrsla á jólaballi og jólaskemmtun almennt í desember í fyrra að Finnsstöðum í Eiðaþinghá tókst svo vel að nú ætlar fjölskyldan að bæta um betur og bjóða upp á hitt og þetta jólalegt, notalegt og skemmtilegt allar helgar fram að aðfangadegi.
Rúmlega 30 manns hafa þegar skráð þátttöku í sérstakri Snorravöku sem haldin verður í Óbyggðasetrinu í Fljótsdal á sunnudaginn kemur og skipuleggjendur búast við talsvert fleirum. Þar skal bæði minnast og varpa ljósi á líf og störf Snorra Gunnarssonar sem var þúsundþjalasmiður í orðsins fyllstu.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.