Fyrirtækið Olíudreifing telur á sig hallað í athugasemdum sem lögmaður fyrirtækisins hefur komið á framfæri við sveitarstjórn Vopnafjarðar vegna hugmynda um að lögfesta sérstakt verndarsvæði í byggð á miðbæjarsvæðinu.
Eskifjarðarskóli fékk ýmsar góðar gjafir í síðustu viku þegar fyrirtækin Rubix og Verkfærasalan færðu skólanum töluvert af glænýjum verkfærum.
Jóga- eða prjónaganga, parkour, frisbígolf, átakalistir eða vatnsleikfimi? Þetta meðal þess sem áhugasömum íbúum í Fjarðabyggð og Múlaþingi bjóðast að prófa frítt út þessa vikuna.
Vart líður nú vika milli þess sem nemendur í Nesskóla í Neskaupstað fái ekki heimsóknir gesta með forvitnilega hluti í farteskinu. Í síðustu viku fengu krakkarnir að sjá og upplifa það sem oft hefur verið kallað ein dularfyllsta skepna heims: lifandi álar.
Samgöngumál á Austurlandi eru eitt umdeildasta umræðuefni Austurlands. Sterkar skoðanir, miklar tilfinningar og valda oft á tíðum heiftugum deilum innan veggja kommentakerfa. Þær deilur ná til sveitarstjórnarmanna, þó í meira bróðerni séu og með málefnalegri hætti en tíðkast á veraldarvefnum. Engu að síður valda þessar deilur, tilfinningasemi og hagsmunir því að umræðan tekur ekki mið af heildarhagsmunum, arðsemi, fjárhagslegum styrk, atvinnu- og byggðaþróun né umferðaröryggi.
Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.