Ný sóknarfæri opnast með störfum án staðsetningar
Þrátt fyrir að COVID-19 hafi reynt á okkur öll og samfélagið í heild þá hefur faraldurinn engu að síður opnað augu okkar fyrir tækifærum sem voru fjarlæg áður. Þannig hefur ný sýn nú opnast á að hægt sé að sinna mörgum störfum óháð staðsetningu.
Lesa meira...
Af toppi Herðubreiðar
Herðubreið er fallegt fjall og merkilegt og útsýnið af toppnum svíkur ekki.
Þegar litið er fjær sést til Vatnajökuls, Tröllasaga, Grímseyjar, út á Langnes og yfir Austfjarðafjallgarðinn. Það sést meira og minna yfir allt Norðausturkjördæmi. Áskoranir og tækifæri blasa við. Mismunandi byggðir og byggðakjarnar. Kjördæmið er stórt og verkefnin krefjandi en áhugaverð.
Lesa meira...
Vegna fyrirhugaðrar lokunar Skólaskrifstofu Austurlands
Upp er komin sú undarlega og sorglega staða á Austurlandi, að bæjarstjórnir hafa tekið þá ákvörðun að loka þjónustu Skólaskrifstofu Austurlands. Með lokun Skólaskrifstofunnar er höggvið í það faglega og mikilvæga starf sem Skólaskrifstofan sinnir og komið í veg fyrir áframhaldandi faglegt starf við leik- og grunnskóla og farsælt samstarf við og milli skólana, sem verið hefur á Austurlandi í 24 ár. Ég tel þetta algerlega ranga ákvörðun og tel að sveitarfélögin, sem að Skólaskrifstofunni standa, átti sig ekki á því fjölbreytta, mikilvæga og faglega starfi sem þar fer fram og mun ég í þessari grein færa rök fyrir því.
Lesa meira...
Reikningurinn í Gleðibankanum
Einn af fremstu sérfræðingum heims um parasambönd, Dr. John Gottman, notar gjarnan hugtakið „tilfinningabankareikningur“ (the emotional bank account) til að lýsa mikilvægu grundvallarlögmáli í samböndum fólks. Lögmálið er einfalt: Ef þú vilt byggja upp gott samband við aðra manneskju og viðhalda því, þá verður þú að „leggja inn á reikninginn“ hennar.
Lesa meira...