Af fyrrverandi tukthúsum

Dómsmálaráðherra kynnti í síðustu viku áform um að loka fangelsinu á Akureyri fyrir fullt og allt. Þau tíðindi urðu félögunum Birni Hafþóri Guðmundssyni og Stefáni Bragasyni að yrkisefni.

Björn Hafþór sendi Stefáni áskorun með spurningunni: Ef menn ákveða að loka fangelsum, er þá ekki líklegt að þeir muni flýta því eftir föngum ?

Henni svaraði Stefán á eftirfarandi hátt:

Þjónust´ á landsbyggðum löngum
er lokað af skilningi þröngum.
Nú tukthús hér á
að taka oss frá
og flýta því eftir föngum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.