Baksneidd valhenda um Berufjörð

Erfiðlega hefur gengið að leggja nýjan veg yfir Berufjörð. Mikið sig hefur verið í landinu undir veginum og hann hreinlega sokkið.

Á verkinu eru því orðnar umtalsverðar tafir og mikill aukakostnaður.

Miklir atburðir, á borð við þennan, verða ljóðskáldum gjarnan innblástur. Þannig sendi Philip Vogler á Egilsstöðum Tístinu baksneidda valhendu um vegagerðina.

Brúa þurfum bilið loks og botni ná.
Fyrir enn í bili bí
Berufjörð við mokum í.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.