„Álar alveg geggjaðar skepnur“

Vart líður nú vika milli þess sem nemendur í Nesskóla í Neskaupstað fái ekki heimsóknir gesta með forvitnilega hluti í farteskinu. Í síðustu viku fengu krakkarnir að sjá og upplifa það sem oft hefur verið kallað ein dularfyllsta skepna heims: lifandi álar.

Lesa meira

Tuttugu og fimm viðburðir á Ormsteitinu 2023

Hvorki fleiri né færri en 25 viðburðir verða í boði á Ormsteitinu 2023 sem hefst formlega annað kvöld og stendur linnulaust fram til 24. september.

Lesa meira

Blöðrur og blóð nánast alla leið en endaði samt önnur

Austfirðingurinn Elísa Kristinsdóttir gerði sér lítið fyrir um liðna helgi og endaði önnur í einhverri erfiðustu langhlaupskeppni sem haldin er hérlendis eftir að hafa hlaupið 37 hringi sem hver um sig var 6,7 kílómetrar.

Lesa meira

Lyktin ekki allra en börnin hugfangin allan tímann

Þegar Ólöf Þóranna Hannesdóttir, myndmenntakennari í Nesskóla, óskaði eftir kuðungum og skeljum sem börnin gætu teiknað eftir fékk hún betri viðbrögð en hún átti von á. Eitt foreldrið, Ásgeir Jónsson, kom þá færandi hendi með kynstrin öll af mismunandi nýveiddum sjávardýrum.

Lesa meira

Mynduðu semíkommu sem tákn um von og framhald

Ljósahátíð var haldin á vegum Vegahússins í gærkvöldi sem hluti af Gulum september, vitundarverkefni um geðrækt og sjálfsvígsforvarnir. Henni lauk á að mynduð var semíkomma, tákn verkefnisins, úr friðarkertum utan við húsið.

Lesa meira

Helgin: Hraðstefnumót bíla, Ormsteiti, Fílalag

Bílaumboðið Askja leggur land undir fót og kemur við á tveimur stöðum á Austurlandi um helgina. Héraðshátíðin Ormsteiti er að hefjast og hlaðvarp lifnar við á Tónaflugi í Neskaupstað.

Lesa meira

Kynsegin fólk þarf að finna öryggi í samfélaginu

Listamaðurinn Ra Tack á Seyðisfirði er meðal þeirra sem skilgreina sig sem kynsegin. Hán segist almennt hafa fundið fyrir öryggi í umhverfinu, helst hafi fólk spurt furðulegra spurninga. Ra stendur í haust fyrir listasmiðjum fyrir hinsegin ungmenni í samvinnu við alþjóðlega hinsegin listamenn.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.