10. nóvember 2025 Breiðdælingur með verðlaunamynd Myrkra daga Breiðdælingurinn Elva Bára Indriðadóttir þótti taka allra bestu ljósmyndina í ljósmyndakeppni Myrkra daga þetta árið. Sú mynd tekin í ljósaskiptunum á Breiðdalsvík af börnum í nammileit.
10. nóvember 2025 Vopnfirðingar enn sigursælir í Stóru LEGO-keppni grunnskólanna Þrátt fyrir að minna hafi farið fyrir að keppnislið af Austurlandi í Stóru LEGO-keppni grunnskóla landsins hafi unnið til verðlauna á nýafstaðinni keppninni en oft áður fékk keppnislið Vopnafjarðarskóla þó Jafningjaverðlaun mótsins að þessu sinni.
07. nóvember 2025 „Vatnajökulsþjóðgarður er byggðaþróunarverkefni“ Agnes Brá Birgisdóttir, þjóðgarðsvörður á austursvæði Vatnajökulsþjóðgarðs frá stofnun hans 2008, lét nýlega af störfum. Hún segir þjóðgarðinn snúast um að vernda náttúru og fræða en líka að byggja upp atvinnu og samfélag. Stór hluti starfsins hafi falist í að finna samstöðu á milli ólíkra sjónarmiða um nýtingu og vernd.
Lífið Helgin: Ný sýning í Skaftfelli Ný sýning, „Grát Bleikur“ verður opnuð í Skaftfelli á Seyðisfirði í dag. Rithöfundalestin er á ferð um fjórðunginn og í Neskaupstað er tekið á móti nýju hljóðfæri en uppistand verður á Eskifirði.
Lífið Frumsýna og kenna á nýtt Hammond-orgel í Neskaupstað Blús-, rokk- og jazzklúbburinn á Nesi (BRJÁN) hefur fest kaup á Hammond-orgeli og stendur fyrir tónleikum um helgina til að ljúka fjármögnun þess. Einn þekktasti hljómborðsleikari landsins, Þórir Baldursson, mun spila á hljóðfærið og halda námskeið á það.
Lífið Nú skal Herðubreið klifin en það á Seyðisfirði Allra hæstu upphæðina úr seinni árlegri úthlutun íþrótta- og tómstundastyrkarsjóðs fjölskylduráðs Múlaþings, sem samþykkt var í vikunni, var til verkefnis sem ber heitið Herðubreið - Klifur. Þar um að ræða klifur í menningarmiðstöðinni Herðubreið á Seyðisfirði en ekki upp drottningu austfirskra fjalla eins og fjallið tignarlega er gjarnan kallað.