BRJÁN tekur í notkun nýja félagsaðstöðu

BRJÁN (Blús-, rokk og jazzklúbburinn á NEsi) tekur á morgun í notkun nýja félagsaðstöðu þar sem Tónspil var áður með verslun. Formaður segir metnaðarfullar hugmyndir uppi um nýtingu hússins. Þá stendur félagið fyrir hátíðinni Austur í rassgati á laugardag.

Lesa meira

Nýtt lag Einars Ágústs þakkaróður til kvenna

Norðfirski tónlistarmaðurinn Einar Ágúst sendi á föstudag frá sér nýtt lag sem er þakkaróður til móður hans, barnsmæðra og fleiri kvenna. Höfundur lagsins hefur meðal annar samið sigurlag í Evrópusöngvakeppninni.

Lesa meira

Þrír Austfirðingar á Forsetalista HR

Þrír Austfirðingar eru á nýbirtum Forsetalista Háskólans í Reykjavík yfir þá nemendur sem báru af í náminu á vorönn. Nemendurnir fá felld niður skólagjöld á næstu önn, tæpar 300.000 krónur.

Lesa meira

Safnafólk hittist á Hallormsstað

Farskóli FÍSOS, félags íslenskra safna og safnmanna, hefst á Hallormsstað í dag og stendur til föstudags. Farskólinn er árleg fagráðstefna safnafólks á Íslandi og í ár er yfirskrift hans „Söfn á tímamótum.“

Lesa meira

„Kunni að taka bíóstressinu hóflega alvarlega“

Fyrrverandi samstarfsfólk Ingvars Lundbergs, hljómborðsleikara hljómsveitarinnar SúEllen frá Norðfirði, minntist hans á Edduverðlaunum í gærkvöldi. Ingvar fékk þar verðlaunin fyrir hljóðið í kvikmyndinni Dýrinu.

Lesa meira

„Allt í einu sökk báturinn og allir drukknuðu“

Síðasta sunnudag var afhjúpaður minnisvarði við Æðarsteinsvita um tíu manns sem létust í mannskæðasta sjóslysi sem heimildir eru til um við Djúpavog. Slysið varð að kvöldi 22. september árið 1872 þegar bátur á leið frá Teigarhorni út á Djúpavog fórst. Vitinn er jafnframt 100 ára í ár.

Lesa meira

Góða daginn faggi á ferð um Austurland

Leikverkið „Góðan daginn faggi“, sjálfsævisögulegur heimildasöngleikur fertugs homma, verður sýnt á Egilsstöðum og í Neskaupstað í vikunni. Sérstakar boðssýningar eru haldnar meðal elstu bekkja grunnskóla í ferð leikflokksins um landið.

Lesa meira

„Þarf að prófa hestana fjórum sinnum“

Á bænum Finnsstöðum í Eiðaþinghá hafa þau Sigurður Jakobsson og Helga Guðrún Sturlaugsdóttir rekið hestaleigu undanfarin fimm ár. Helga Guðrún var sjálf orðin fertug þegar hún byrjaði að stunda hestamennsku og segir það kost þegar hún er að leiðseigja óvönum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.