Herðubreið fær andlitslyftingu - Myndir

Félagsheimilið Herðubreið á Seyðisfirði hefur fengið mikla andlitslyftingu á undanförnum mánuðum og frekari framkvæmdir eru í bígerð. Tveir ungar konur standa að baki endurbótunum með það markmið að opna húsið fyrir bæjarbúum.

Lesa meira

Seldu bláber til hjálpar sýrlenskum börnum

Fjórar ungar stúlkur færðu nýverið Rauða krossinum á Héraði rúmar 13.000 krónur sem þær öfluðu með sölu bláberja fyrir utan matvörubúðir á Egilsstöðum. Upphæðin er ætluð til styrktar sýrlenskum börnum.

Lesa meira

Helgin: Um hundrað manns koma að tónleikunum

„Atli Heimir kemur sjálfur austur á tónleikana á sunnudaginn og það er okkur svo sannarlegur heiður,“ segir Guðrún Lilja Magnúsdóttir, starfsmaður hjá Menningarstofu Fjarðabyggðar, en austfirskt tónlistarfólk á öllum aldri flytur fjölbreytta tónlist eftir Atla Heimi Sveinsson á tvennum tónleikum um helgina. Tilefnið er áttræðisafmæli Atla Heimis sem var þann 21. september síðastliðinn.

Lesa meira

Smíðaði gítar úr við úr Hallormsstaðarskógi

Fjögur ár eru síðan Norðfiðringurinn Guðmundur Höskuldsson lét gamlan draum rætast og fór til Bandaríkjanna á námskeið í gítarsmíði. Hann er með lítið verkstæði í kjallaranum hjá sér þar sem gerir við og smíðar gítara. Einn slíkan gerði hann úr austfirsku hráefni.

Lesa meira

„Ein ósk er ekki nóg fyrir mig“

„Fólk er ótrúlega ánægt og þakklátt og við höfum fengið rosalega góðar viðtökur,“ segir Hákon Hildibrand, en Hildibrand Hótel hefur nú opnað bakarí í gamla kaupfélagshúsinu í samstarfi við Sesam brauðhús á Reyðarfirði. Hákon er í yfirheyrslu vikunnar.

Lesa meira

„Rómantík getur verið út um allt og alls staðar“

„Þetta er í fyrsta skipti sem eitthvað þessu líkt hefur verið gert hér að því er ég best veit. Í aðdraganda síðustu sveitarstjórnarkosninga ræddum við það mikið að auka aðgengi að stjórnsýslunni hjá sveitarfélaginu og þetta er liður í að gera það,“ segir Gauti Jóhannesson, sveitarstjóri á Djúpavogi, en hann verður í Kjörbúðinni seinnipart föstudags þar sem hann svarar fyrirspurnum íbúa um málefni sveitarfélagsins. Gauti er í yfirheyrslu vikunnar.

Lesa meira

Tölvurnar þýða hraða þróun í kennsluháttum

Um sjötíu austfirskir kennarar hittust í Egilsstaðaskóla á mánudag á stuttu námskeiði, menntabúðum, þar sem þeir kynntust möguleikum til að nýta tölvutækni í námi.

Lesa meira

Ópera er eins og sushi

„Við Þorvaldur Davíð erum systkinabörn og höfum oft rætt í fjölskylduveislum hve mikið okkur langar að koma austur með metnaðarfullt verkefni,“ segir söngkonan Berta Dröfn Ómarsdóttir, en hún og leikarinn Þorvaldur Davíð Kristjánsson sameina krafta sína ásamt fleirum og frumflytja óperuna The Raven's kiss í Herðubreið á Seyðisfirði næsta sumar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar