Íslenskan er gott söngmál

Íslenskt landslag og menning veittu bandaríska tónskáldinu Evan Fein innblástur þegar hann samdi tónlistina í óperunni Raven‘s Kiss, eða Koss hrafnsins, sem sýnd verður í Herðubreið á Seyðisfirði um helgina. Hann segir áhuga fyrir fágætum tungumálum, eins og íslensku, meðal söngáhugafólks vestan hafs.

Lesa meira

Hallormsstaðarskóli kynnir nýtt nám í sjálfbærni og sköpun

Hallormsstaðarskóli, sem áður hét Hússtjórnarskólinn á Hallormsstað, er að hefja nýtt skeið í starfsemi sinni. Námið í skólanum verður framvegis með áherslu á sjálfbærni og sköpun og sérfræðingar kenna stök námskeið, sem almenningi gefst í völdum tilfellum tækifæri til að skrá sig á.

Lesa meira

Koss hrafnsins settur upp í Herðubreið

Æfingar hafa nú staðið í viku á óperunni Koss hrafnsins, eða The Raven‘s Kiss, sem sýnd verður í fyrsta skipti hérlendis þegar hún verður sviðsett í Herðubreið á Seyðisfirði um helgina. Æfingar hafa staðið í rúma viku en í ýmis horn er að líta við uppsetninguna.

Lesa meira

Yfirheyrslan: Lýst vel á grunnskólann

Þessa dagana hefja skólar göngu sína út um fjórðunginn. Nemendur á öllum skólastigum setjast aftur á skólabekk eftir sumarfrí og börn fædd árið 2013 setjast í fyrsta sinn á grunnskólabekk. Iðunn Elísa Jónsdóttir er í yfirheyrslu vikunnar en fyrsti skóladagurinn hennar í Grunnskólanum á Reyðarfirði var í gær.

Lesa meira

„Stelpur geta líka skotið“

Tæplega 30 konur mættu á kynningarkvöld á svæði Skotfélags Austurlands (Skaust) í Eyvindarárdal í síðustu viku. Kvöldið fór fram úr björtustu vonum skipuleggjenda. Hugur er því í hópnum til að standa fyrir fleiri viðburðum svo að konur haldi áfram að hittast og skjóta úr byssum.

Lesa meira

Helgin: Kraftakeppni reynir á alhliða styrk

Kraftakeppnin Austfjarðatröllið hefst á Vopnafirði í kvöld og lýkur á Breiðdalsvík á sunnudag. Margir af sterkustu mönnum landsins taka þátt í keppninni sem reynir líkt og aðrar keppnir á alhliða styrk. Um helgina fer einnig fram gleðiganga á Seyðisfirði, partý í Berufirði og ný sýning opnar á Skriðuklaustri.

Lesa meira

Helgin: Sérstakar hljómasamsetningar og ljúfar melódíur í Egilsstaðakirkju

Eitt og annað verður um að vera á austurlandi um helgina. Meðal annars verður hægt að sækja píanótónleika í Egilsstaðakirkju, óperu í Herðubreið á Seyðisfirði, skoða heiðarbýli á Vopnafjarðarheiði með ferðafélaginu eða vera við uppsetningu skilta til minningar upp strönduð skip í Öræfum.

Lesa meira

„Fólk grípur pennann um leið og það veit hvað er í gangi“

Einar Hansberg Árnason er nú hálfnaður í hringferð sinni til að vekja athygli á átaki Unicef „Stöðvum feluleikinn“ þar sem barist er gegn ofbeldi á börnum á Íslandi. Einar skíðar, rær og hjólar í 36 sveitarfélögum hringinn í kringum landið og fer um Austfirði í dag.

Lesa meira

Fljótsdalsdagurinn orðinn að heilli helgi

Fljótsdælingar ætla að gera sér glaða daga um helgina og halda upp á töðugjöld. Til þessa hafa Fljótsdælingar verið með einn dag sem hluta af Ormsteiti en gleðin teygir sig nú yfir fjóra daga. Oddvitinn segir að vilji hafi verið til að gefa viðburðum í sveitinni meira rými.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar