VG - kosningar - sept 2021

Fjallkonan á Vestdalsheiði innblástur haustsýningar Skaftfells

Fornleifafundurinn á Vestdalsheiði sumarið 2004 er innblástur að haustsýningu Skaftfells, sem ber yfirskriftina Slóð. Sýningin er samsýning Önnu Júlíu Friðbjörnsdóttur og Karlottu Blöndal sem unnið hafa verkin hvort í sínu lagi.

Lesa meira

Helgin: Bikar á loft á Vilhjálmsvelli

Höttur/Huginn tekur á morgun á móti bikarnum fyrir sigur í þriðju deild karla á meðan Vopnfirðingar leika úrslitaleik til að sleppa við fall. Á Skriðuklaustri verður hægt að komast á stefnumót við listamann.

Lesa meira

Myndbandið við nýja lagið tekið á Austfjarðarúnti

Tónlistarmaðurinn Daníel Hjálmtýsson gaf nýverið út nýtt lag, Back to Bed, en myndbandið við lagið alfarið tekið upp á Austurlandi. Daníel, sem flutti austur til Fáskrúðsfjarðar á síðasta ári, segir fjöllin og fjörðinn eystra hafa jákvæð áhrif á sköpunargáfuna.

Lesa meira

„Tónleikarnir gengu frábærlega“

Í gær fóru fram vel heppnaðir tónleikar Sinfóníuhljómsveitar Austurlands í Tónlistarmiðstöðinni á Eskifirði. Tónleikarnir báru heitið La Dolce Vita og var þema tónleikanna tónlist sem tengist Miðjarðarhafinu. Á tónleikunum var leikin tónlist eftir Mozart, Joaquin Rodrigo og Felix Mendelssohn.

Lesa meira

Söfnun birkifræs að fara af stað

Átakt til söfnunar á birkifræi hérlendis er að hefjast öðru sinni. Fræmagn á trjám á Norður- og Austurlandi er með ágætasta móti.

Lesa meira

Óvenjulegur kosningafundur

Kosningabaráttan er nú á lokametrunum og keppast nú frambjóðendur við að kynna málefni sín fyrir kosningarnar. Jakob Frímann Magnússon, oddviti Flokks fólksins í Norðausturkjördæmi og Stuðmaður, ætlar að nýta sér tónlistina og halda í stutta tónleikaferð um Austfirði næstu tvo daga.

Lesa meira

Helgin: Höttur/Huginn getur komist upp um deild

Lið Hattar/Hugins í þriðju deild karla í knattspyrnu getur um helgina tryggt sér sæti í annarri deild næsta sumar. Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir leikur í kvöld til úrslita í annarri deild kvenna og barnamenningarhátíðin Bras heldur áfram um helgina.

Lesa meira

Hjörleifur Guttormsson heiðraður af NAUST

Hjörleifur Guttormsson, líffræðingur og fyrrverandi Alþingismaður, hlaut um síðustu helgi heiðursverðlaun Náttúruverndarsamtaka Austurlands fyrir framlag sitt til náttúruverndar á Íslandi.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.