Engir Franskir dagar í sumar

Skipuleggjendur bæjarhátíðarinnar Franskra daga á Fáskrúðsfirði hafa tekið ákvörðun um að halda hátíðina ekki í ár í ljósi Covid-19 faraldursins.

Lesa meira

Tíminn nýttur á Nielsen

Undanfarnar vikur hafa reynt á þá sem standa í veitingarekstri. Margir hverjir hafa þó leitast við að bjóða upp á ýmsar nýjungar í þjónustu auk þess að nýta tímann til að betrumbæta aðstöðu og umhverfi staðanna. Meðal þeirra eru eigendur Nielsen á Egilsstöðum.

Lesa meira

Sýnir ljósmyndir í Vallanesi

Jón Guðmundsson, sem mörgum Austfirðingum er af góðu kunnur eftir áralöng störf við kennslu á Héraði, sýnir um þessar mundir ljósmyndir í Vallanesskirkju. Myndirnar tók Jón í og við kirkjuna sem hann segir sér afar kæra.

Lesa meira

„Borgarfjörður var ekki á ferðaáætluninni“

Bandaríkjamaðurinn Bryan Billy er nýjasti íbúi Borgarfjarðar. Þangað valdi hann að fara, frekar en heim, þegar landamæri ríkja heimsins lokuðust hver á fætur öðrum í lok mars út af Covid-19 faraldrinum. Bryan segist una sér vel í undraverðri náttúru á milli þess sem hann sinnir atvinnu sinni, póker.

Lesa meira

Bræðslunni 2020 aflýst

Skipuleggjendur tónlistarhátíðarinnar Bræðslunnar, sem halda átti á Borgarfirði eystra síðustu helgina í júlí, hafa ákveðið að halda hátíðina ekki í ár vegna Covid-19 faraldursins.

Lesa meira

Flest söfn opna í júní

Söfn voru meðal þeirra sem fengu að opna dyr sínar fyrir almenningi á ný þegar slakað var á samkomubanni þann 4. maí. Covid-19 faraldurinn hefur haft þau áhrif að flest söfn á Austurlandi hafa seinkað sumaropnun sinni og þau sem nú eru opin eru mörg með skemmri opnunartíma en í venjulegu ári.

Lesa meira

Ekkert Eistnaflug í sumar

Ákveðið hefur verið að fresta rokkhátíðinni Eistnaflugi um ár vegna samkomubanns sem sett var til að hindra útbreiðslu Covid-19 faraldursins.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.