Ágústnótt varð að jólanótt

Lag Egilsstaðabúans Valgeirs Skúlasonar keppir nú við sjö önnur um hylli landsmanna í jólalagasamkeppni Rásar tvö. Valgeir segir vera ánægjulega tilfinningu að heyra lagið spilað í útvarpinu. Annað lag er í keppninni sem á rætur sínar að rekja til Austurlands.

Lesa meira

„Það er gaman að brjóta hversdaginn upp“

„Við gerðum bara eina risastóra pöntun, svolítið eins og verið væri að kaupa íþróttabúninga á stórt félag,“ segir Stella Rut Axelsdóttir, deildarstjóri sérkennslu í Nesskóla í Neskaupstað, um samstæða kjóla sem kvenkyns starfsmenn við skólann skarta á föstudögum í desember.

Lesa meira

„Fæstir vissu um hvað ég var að tala“

„Ég sat með fólki á veitingastað á dögunum sem er uppalið hér fyrir sunnan og við vorum að ræða hitt og þetta. Ég sagði orðin „eldhúsbekkur“ og „bekkjartuska“ í einhverri setningunni og fólkið bara hváði,“ segir Petra Sif Sigmarsdóttir, frá Reyðarfirði, en hún skrifaði um þessa upplifun sína á Facebook-síðu sinni og uppskar mikil viðbrögð.

Lesa meira

Helgin: „Eins og jólin hefðu gubbað á sviðið“

„Leikþættirnir gerast á mismunandi stigum jólaundirbúnings. Sá fyrri í október, en sá seinni á aðfangadag. Við hönnun leikmyndar þess seinni var markmiðið okkar að láta líta út eins og jólin hefðu gubbað á sviðið. Og ég held að okkur hafi alveg tekist það," segir Sigríður Lára Sigurjónsdóttir, annar tveggja leikstjóra á jóladagskrá Leikfélags Fljótsdalshéraðs, Jól í poka.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar