08. október 2025
Nýta tónlist til að hjálpa fólki í starfsendurhæfingu
Korda Samfónía er hljómsveit sett saman af fólki víða af landinu sem farið hefur í gegnum starfsendurhæfingu. Fulltrúar Korda stóðu nýverið fyrir lagasmiðju í samvinnu við Starfsendurhæfingu Austurlands (StarfA) þar sem þátttakendur nýttu sér þær aðferðir sem þróaðar hafa verið í kringum Korda og um leið sýndu sig sem hljóðfæraleikara.