19. ágúst 2025
Kolfallinn fyrir Austfjörðum eftir hjólreiðatúr til styrktar Parkinsons-samtökunum
Hjólreiðakappinn Einar Örn Thorlacius sór þess heit þegar hann hjólaði hringinn um Ísland fyrir fáeinum árum, en fór þá fjallveginn yfir Öxi, að koma fljótt aftur og hjóla Austfirðina. Það ferðalag hóf hann 11. ágúst síðastliðinn og notaði tækifærið til að safna áheitum fyrir Parkinsons-samtökin en sá erfiði sjúkdómur herjar nú á systur hans. Einar endaði að mestu frábært ferðalag sitt á Egilsstöðum um helgina.