Lífið
Helgin: Mikið fyrir danselskendur og lífrænn dagur í Vallanesi meðal viðburða
Þó veturinn sé aðeins farinn að minna á sig fækkar þeim ekkert afþreyingarmöguleikunum sem íbúar Austurlands geta notið og komandi helgi þar engin undantekning. Yngra fólk getur tekið þátt í ritlistarsmiðju, danselskendum býðst að prófa sig áfram fyrir danslistaverkið Dúettar, Múlakollur heimsóttur, opið hús hjá bændunum í Vallanesi og ekki má gleyma Fánadegi Liverpool-klúbbsins.