Nýr bragur á bæjarhátíðinni Ormsteiti
Bæjarhátíðin Ormsteiti hefst formlega á föstudaginn kemur þó forskot sé tekið á sæluna strax á morgun. Skipulagningin að þessu sinni í höndum nýs aðila sem leggur áherslu á börnin skemmti sér og foreldrarnir með.
„Allt hefur gengið vel í undirbúningnum og eina stressið hefur verið tengt veðurspánni um helgina en hún leit ekki sérstaklega vel út þangað til nú að útlit er fyrir að hann haldist að mestu þurr hátíðardagana,“ segir Snædís Snorradóttir sem er potturinn og pannan í skipulagningunni.
Einn aðal hátíðardagur
Þetta er fyrsta árið sem hún sér um Ormsteiti og hún tók strax þá ákvörðun að reyna sitt besta til að gera hátíðina hnitmiðaðri og fjölskylduvænni en raunin verið hefur áður.
„Mig langaði strax að gera hátíðina bæði barn- og fjölskylduvænlegri en verið hefur en jafnframt hafa hana hnitmiðaðri í stíl við aðrar bæjarhátíðir í landinu. Þannig verður nú aðalhátíðin einn og sama daginn á laugardaginn í því sem ég kalla Tívolí-lund sem er gengt tjaldsvæðinu á Egilsstöðum. Þar ætlum við beinlínis að hlaupa inn í hátíðina með Ormahlaupinu fyrir leik- og grunnskólakrakka klukkan 11 þann dag. Svo verða veitingar og Júlí og Dísa og Hvolpasveitin stíga á stokk áður en við endum á tónleikum. Þar verður auðvitað líka tívolí plús fjöldi veitingavagna ef svengd gerir vart við sig.“
Fellbæingar fá sinn dag
„Aftur á móti þá er Fellabær í forgrunni á föstudeginum með Hjólavinum, súpuboðum og góðri stemmningu. Á sunnudeginum eru svo opin hús hér og þar í héraðinu eins og í Nornasetrinu, Sólinni, Tehúsinu og í Lagarfossvirkjun svo víða má finna skemmtun og góða samveru. Svo eru aukaviðburður þessa utan eins og á morgun þegar Vök-hlaupið fer fram og svo er sundbíó síðar þann dag. Um 20 aðilar taka þátt í hinum vinsæla markaði í Blómabæ svo það af nógu að taka.“
Dagskráin sannarlega drjúg og afþreying og skemmtun af ýmsu tagi allt fram á sunnudaginn en fulla dagskrá má finna á fésbókarvef Ormsteitis. Mynd GG