Breiðdælingur með verðlaunamynd Myrkra daga
Lífið • This email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it. • Fyrst birt 10. nóv 2025 15:05 • Uppfært 10. nóv 2025 15:13
Breiðdælingurinn Elva Bára Indriðadóttir þótti taka allra bestu ljósmyndina í ljósmyndakeppni Myrkra daga þetta árið. Sú mynd tekin í ljósaskiptunum á Breiðdalsvík af börnum í nammileit.
Ljósmyndasamkeppnin sem fer fram samhliða hátíðinni Myrkum dögum, fyrir löngu fest sig í sessi því fjölmargir taka þátt og senda inn myndir í keppnina. Efnisvalið frjálst en best þykir ef myndirnar fanga með einhverjum hætti þegar ljósið víkur fyrir myrkrinu þegar veturinn er sannarlega genginn í garð.
Hátíðin fór fram milli 27. október til 2. nóvember en mynd Elvu Lára var tekin lokadaginn þegar börnin í þorpinu héldu í nammileit í þann mund sem myrkrið læddist yfir.
Verðlaunamynd ársins á Myrkum dögum. Birt með góðfúslegu leyfi Elvu Báru