Kjarval fyrirmyndin á myndlæsisnámskeiði í Skaftfelli
Sérfræðingar Listasafns Íslands hafa þessa vikuna staðið fyrir sérstökum námskeiðum í myndlæsi í listamiðstöðinni Skaftfelli en þau sérstaklega ætlað kennurum. Tókst afar vel til og námskeiðin fjölsótt. Rýndu þátttakendur þar verk sýningarinnar Kjarval á Austurlandi sem verið hefur um tíma í Skaftfelli.
Námskeið þetta hefur verið haldið bæði víða um land að undanförnu en jafnframt í fjarkennslu en það kallast Sjónarafl - þjálfun í myndlæsi og er byggt á samefndri bók úr smiðju Listasafns Íslands sem kom út í fyrra. Sú bók fékk tilnefningu til Íslensku menntaverðlaunanna á síðasta ári.
Að sögn Önnu Margrétar Ólafsdóttur hefur námskeið þetta notið vinsælda bæði kennara sem og starfsfólks menningarstofnanna en á því kynnast þátttakendur fræðilegum forsendum myndmáls og myndlæsis með það markmið að efla skilning í beitinu myndmáls en ekki síður auka færni til að tjáningar á gagnrýninn og merkingarbæran hátt.
„Unnið er með samræðuaðferð sem miðar að því að auka þekkingu og skilning nemenda á myndlist og sjónrænum menningararfi. Þá tengist myndlæsisþjálfun beint inn í hæfniviðmið aðalnámsskrár þar sem unnið er með lykilhæfni tjáningar og miðlunar auk skapandi og gagnrýnnar hugsunar.“
Mikil áhersla er lögð á þjónustu við landsbyggðina af hálfu Listasafns Íslands og námskeið á Ísafirði, Akureyri og Seyðisfirði hluti af þeirri vegferð.
Nokkrir þátttakendur á námskeiðinu í Skaftfelli reyna hér að átta sig á myndmáli mynda Kjarvals en sýningin Kjarval á Austurlandi hefur þar staðið yfir um hríð. Mynd: Aðsend