Breyta til á Bangsadeginum á Bókasafni Héraðsbúa
Hin síðustu ár hefur Bókasafn Héraðsbúa fagnað Bangsadeginum með því að bjóða börnum að koma með bangsa sína í tímabundna gistingu á safninu en nú skal aðeins til. Í dag geta börnin fengið myndatöku með sínum uppáhalds bangsa í fanginu.
Bangsadeginum er fagnað víða í söfnum landsins og reyndar mun víðar í heiminum enda ekki lítið gaman fyrir smáfólkið að komast í öðruvísi ævintýri en dags daglega. Hafa þessir viðburður tekist afar vel ár eftir ár enda undantekningarlítið allir sem eiga sinn uppáhalds bangsa eða tuskudýr að sögn Kolbrúnar Erlu Pétursdóttur, forstöðumanns bókasafnsins.
„Það er svona allur gangur á því með hvaða hætti söfnin halda upp á daginn. Okkur fannst kominn tími að breyta aðeins til hér enda haft bangsagistingu í boði þennan dag undanfarin ár. Nú geta allir bangsar komið til okkar í dag í barnafylgd og látið taka af sér ljósmynd í skemmtilegu umhverfi og tekið myndina svo með sér heim á leið. Þetta eru svona litlar Poloroid-myndir en börnin geta einnig fengið hópmyndir með bókasafnsböngsunum ef þau vilja líka.“
Myndataka verður í boði í allan dag meðan safnið er opið sem er á milli 13 og 18.