Austurland utan þjónustusvæðis

Þann 21. apríl sl. kynnti Þórdís Kolbrún Reykfjörð Gylfadóttir, ráðherra ferðamála, vörumerkið Vörðu - Merkisstaði á Íslandi, sem ætlað er að mynda umgjörð um áfangastaðastjórnun ferðamannastaða á Íslandi.

Lesa meira

Taktu þátt í prófkjöri Sjálfstæðisflokksins um helgina

Laugardaginn 29. maí verður haldið prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi vegna Alþingiskosninganna 25. september nk. Ég gef kost á mér í 1. sæti á lista flokksins og bið um stuðning til að leiða kosningabaráttu flokksins næstu 17 vikurnar.

Lesa meira

Það er fjölbreytnin sem gildir

Á liðnum árum hefur verið ráðist í umtalsverðar fjárfestingar í atvinnulífinu um allt land. Norður- og Austurland hafa ekki farið varhluta af þeirri þróun.

Lesa meira

Að VERA saman. Hérna. Núna.

Í síðustu grein minni fjallaði ég um núvitund. Aukin færni í núvitund getur haft fjölþætt jákvæð áhrif á andlega heilsu, en hún getur einnig haft mikil áhrif á sambönd við annað fólk. Ég ætla að útskýra þetta í stuttu máli og beina sjónum sérstaklega að parsamböndum, þótt flest af þessu eigi í raun við um öll náin sambönd.

Lesa meira

Njál Trausta í forystusætið

Á laugardaginn fer fram prófkjör Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir næstu alþingiskosningar. Þá eigum við kjósendur kost á að velja þá framvarðasveit sem við treystum best til að berjast fyrir og standa vörð um hagsmuni okkar í náinni framtíð.

Lesa meira

Tækifærin eru víða

Ríkissjóður hefur verið í vaxandi hallarekstri í kjölfar kórónuveirufaraldursins. Hallinn er að miklu leyti rakinn til efnahagsaðgerða ríkisstjórnarinnar sem m.a. miða að því að draga úr áhrifum faraldursins en einnig vegna þess að tekjur ríkissjóðs hafa dregist verulega saman á þessum tíma. Staðan væri umtalsvert verri ef ríkissjóður hefði ekki staðið eins vel að vígi og raun bar vitni þar sem dregið hefur verið úr skuldum ríkissjóðs á undanförnum árum.

Lesa meira

Við hljóðnemann

Forsætisráðherra brást illa við í viðtali í útvarpsþættinum Harmageddon fyrir páska. Þar var hún þráspurð út í bólusetningaáætlun ríkisstjórnarinnar uns spyrillinn spurði beint út hvort hún teldi heilbrigðisráðherra valda starfi sínu. Það sem ofbauð ráðherranum var reyndar eftirfylgni spyrilsins sem benti á að ráðherrann hefði ekki bara verið undir miklu álagi í vinnu sinni heldur lent í áföllum í einkalífi.

Lesa meira

Loftbrúin er Njáls

Vart þarf að fara mörgum orðum um árangur loftbrúar okkar landbyggðarfólks. Hún er byggð á hinni „skosku leið“ um að niðurgreiða flugferðir íbúa dreifðra svæða.

Lesa meira

Sanngirni og lögmæti í kjölfar náttúruhamfara á Seyðisfirði

Altjón varð á 13 húsum á Seyðisfirði þegar aurskriður féllu í desember sl. og fá eigendur þeirra greiddar bætur samkvæmt brunabótamati. Hins vegar er bannað að búa í fjórum húsum til viðbótar samkvæmt nýju hættumati, sem færir þau undir hættumatsflokk C. Eigendur íbúðarhúsa á bannsvæði C fá þó ekki greitt samkvæmt brunabótamati heldur virðist miðað við staðgreiðsluverðmæti sambærilegra húsa á Seyðisfirði.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.