Austfirskur fréttaannáll 2013
Article Index
Page 1 of 13

Friðrik Brynjar Friðriksson var á haustmánuðum dæmdur í 16 ára fangelsi fyrir að myrða Karl Jónsson á Egilsstöðum í maí. Hann þótti ekki eiga sér neinar málsbætur.
Húsbyggjendur og fleiri tóku á sig ábyrgð við viðgerð á nýlegum húsum sem skemmd voru af myglusveppi. Myglan birtist á stöðum þar sem menn höfðu áður talið að hún væri ekki.
Alvarlegar fréttir bárust af lífríkinu í Lagarfljóti sem hafði hnignað mjög eftir virkjunarframkvæmdir en mannlífið í fjórðungnum þótti hafa eflst.
Menningarstarf fjórðungsins þótti skara fram úr og Austfirðingar eignuðust heimsmeistara- og ólympíufara á íþróttasviðinu.
Austurfrétt skoðaði það helsta sem bar fyrir í fréttum af Austurlandi á árinu.