Skip to main content

Austur

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.10. apríl 2024

Magnús Ingólfsson, fyrrum framhaldsskólakennari, gaf í dag út sína fyrstu ljóðabók, Tvíæringur tregans, í tilefni af 75 ára afmæli sínu.


Magnús er tengdur Austurlandi, var sjö sumur í sveit í Brekku í Hróarstungu og heimsækir landshlutann á hverju sumri.

Ást hans á landshlutanum má lesa út úr meðfylgjandi ljóði, sem hann kallar „Austur“ og er í ljóðabókinni.

Austur


Dyrfjöll í dimmbláum skugga
dagur í austrinu rís

dagrenning guðar á glugga
með geislum frá Paradís

Fljótið man tímana tvenna
tærara fyrr á tíð

er Jökla fékk frjáls að renna
og fossa um Dal og Hlíð

í skógunum framtíð er falin
fagurt er Austurland

við ána og djúpan dalinn
en dapurt við eyðisand

því Askja varð örlagavaldur
í engu hlífði hún þeim

sem vetrarvindurinn kaldur
bar vonir um Vesturheim

en ein er mín albesta minning
mig dreymir svo endalaust

um heiðanna hlýjasta synning
og hreindýr á ferli um haust

og þá fær lífið sitt leiði
við ljúfasta sæluvind

og þá er ei harmur í heiði
og hamingjusöm hver kind

er hug minn hættir að dreyma
horfin mér dagrenning

þá Brekka mun heita mitt heima
og Hérað og Múlaþing