


Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar 2021 – Með fjölskyldur í fyrirrúmi
Fjárhagsáætlun Fjarðabyggðar fyrir árið 2021, ásamt þriggja ára áætlun 2021 – 2024, var samþykkt eftir síðari umræðu í bæjarstjórn þann 3.desember. Eins og gefur að skilja liggur alltaf mikil vinna að baki gerðar fjárhagsáætlunar hvers árs og koma þar að bæði starfsmenn og kjörnir fulltrúar sveitarfélagsins og vil ég hér í byrjun þakka þeim góð störf.
Hugvekja á fyrsta sunnudegi í aðventu
Í dag er fyrsti sunnudagur í aðventu. Dagurinn er jafnframt fyrsti dagurinn á nýju kirkjuári. Það er algengur siður kristinna manna að kveikja á fyrsta kertinu á aðventukransinum á þessum degi en það kerti köllum við spádómskertið.
Styðjum fjölbreytta atvinnuuppbyggingu
Sveitarstjórn Múlaþings samþykkti á síðasta fundi sínum drög að umsögn um frummatsskýrslu vegna 10.000 tonna laxeldis í Seyðisfirði. Að baki liggur skýr vilji mikils meirihluta sveitarstjórnar en níu af ellefu fulltrúum greiddu atkvæði með tillögunni.
Að ná sátt við nærsamfélagið
Fiskeldi hefur verið umdeild atvinnugrein en hefur þrátt fyrir það vaxið verulega að umfangi síðustu árin. Heilmikil endurskoðun fór fram á lagaumhverfi fiskeldis á síðustu árum. Frumvarp sem ráðherra lagði fram fór í gegnum umfangsmiklar breytingar hjá atvinnuveganefnd og á endanum greiddi enginn þingmaður atkvæði gegn lögunum.
Getum við nýtt okkur tækifæri byggð á Covid?
Frá því að ég fór að fylgjast með sveitarstjórnarmálum á Austurlandi fyrir mörgum árum hefur umræða um fjölgun opinberra starfa reglulega skotið upp kollinum. Ýmsar leiðir hafa verið farnar til að sannfæra hina kjörnu fulltrúa á Alþingi og embættismenn ríkisstofnana um tækifæri sem liggja í dreifðri starfsemi. Þrátt fyrir góðan vilja hefur reyndin orðið á þann veg að opinberum störfum hefur fækkað á landsbyggðinni og atvinnumarkaðurinn orðið einsleitari.
Til hamingju með Hallormsstaðaskóla
Þann 1. nóvember voru 90 ár liðin frá því Húsmæðraskólinn á Hallormsstað var settur í fyrsta sinn. Ég vil óska íbúum Austurlands og aðstandendum skólans innilega til hamingju með þau tímamót.
Sameiginleg, sterk rödd er árangursríkust fyrir allt Austurland
Mikið hefur verið skrifað um áherslur í heilbrigðismálum. Eðlilegar kröfur eru að fólk búi við heilsufarslegt öryggi hvar sem það býr á landinu, eins og lög kveða á um.