Virðum það sem vel er gert og setjum X við V

Ég hef lagt mig fram um að stunda heiðarlega, málefnalega og jákvæða kosningabaráttu. Líkt og fyrir sveitarstjórnarkosningar á síðasta ári, sem var frumraun mín á pólitískum vettvangi, hef ég verið hófstillt í loforðum og reynt að hreykja mér ekki á kostnað annarra.

Lesa meira

Aukinn byggðajöfnuður

Samfylkingin beitir sér markvisst fyrir auknum byggðajöfnuði og vill byggja upp sterka almannaþjónustu um allt land, ásamt öruggum samgöngum og fjarskiptum. Þannig nýtum við best fjölbreytt tækifæri til verðmætasköpunar, þannig að fólk hafi raunhæft val um ólíka búsetukosti. Í heimi hraðfara breytinga, sem eiga sér ekki síst stað vegna tækniframfara, sjáum við að þróunin er ekki aðeins sú að fólkið elti störfin, heldur elta sum störf fólkið þangað sem það vill búa.

Lesa meira

Ráðdeild í ríkisrekstri

Flestir hafa einhverja hugmynd um hvað orðið ráðdeild merkir. Einföld skýring á ráðdeild er að haga starfi sínu á heimili, í fyrirtæki, stofnun eða í ríkisrekstri með aðhaldi, hagsýni, endurbótum og fyrirhyggju.

Lesa meira

Samskipti ríkis og sveitarfélaga

Stundum var mér öllum lokið þegar ég í störfum mínum sem bæjarstjóri, bæði fyrir austan og norðan, var að eiga við ríkisvaldið vegna samninga um mikilvæg málefni fyrir mínar heimabyggðir.

Lesa meira

Samgöngur eru lífæð landsbyggðanna

Samgöngur skipta landsbyggðarfólk öllu máli. Góðar samgöngur eru ein mikilvægasta lífæðin fyrir bæjarfélög á landsbyggðunum. Þegar talað er um samgöngur er átt við ansi marga þætti eins og flug, vegi og áhrifaþætti sem dæmi veður og færð.

Lesa meira

Austurland þarf þingmann

Nú þegar dregur nær kosningum þá blasir raunveruleikinn við.
Hvað á ég að kjósa?
Hvernig á ég að ákveða mig?
Hvað er það sem skiptir máli?

Lesa meira

Norðausturland, nú er tækifærið!

Það er spennandi að spá í stöðuna og fjölbreytt tækifæri í kjördæmi sólarinnar þar sem væntanlegir og fornir þingmenn þeysa nú um héruð í leit að stuðningi.

Lesa meira

Lýðræðisveislan

Ágætu kjósendur.

Brátt rennur stundin upp, kjördagur nálgast. Við Píratar höfum gert okkar besta til að uppfræða ykkur, m.a. í þessum miðli, um stefnumál okkar stór og smá.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.