Er framtíðin heima?

Við heyrum sífellt talað um að Reykjavík sé í samkeppni við aðrar borgir. Það þýðir að Reykjavík verður að vera eftirsóknarverð fyrir fólk og fyrirtæki, þannig að ungt menntað fólk kjósi frekar að lifa þar og vinna heldur en utan landsteinanna.

Lesa meira

Góð þjónusta við barnafólk er mál málanna

Héraðslistinn leggur alla áherslu á að tryggja trausta og góða þjónustu við barnafjölskyldur. Eitt af því sem þær líta til, t.a.m. við ákvörðun um búsetu, er þjónusta á leikskólastigi. Ljóst er að fjölga þarf leikskólaplássum á Fljótsdalshéraði þannig að hægt sé að mæta aukinni þörf; bæði fyrir eins árs börn og eldri en einnig fyrir börn foreldra sem eru að flytja á svæðið.

Lesa meira

Af hverju á ég að hafa skoðun á fráveitu?

Það er von að þú spyrjir! En nýjustu fréttir vekja spurningar; annars vegar um ástand Eyvindarár sem viðtaka fyrir skólp og hins vegar áætlanir Hitaveitu Egilsstaða og Fella (HEF) um að hætta að nýta Eyvindará sem viðtaka en safna þess í stað öllu fráveituvatni frá þéttbýlinu saman við Melshorn.

Lesa meira

Egilsstaðir – Skömm eða skemmtun?

Ég hélt ég hefði skrifað nóg um fráveitu til að menn stöldruðu við, en það virðist ekki hafa tekist. Ég er viss um að stjórn Hitaveitunnar lét teyma sig út í þessa leið og getur ekki staðið frammi fyrir mistökum sínum.

Lesa meira

Af austfirskum samgöngumálum

Samgöngumál eru einhver umdeildustu mál alltaf og allsstaðar og ekki vegna þess að allir vilji ekki hafa þær sem skástar heldur vegna þess að við höfum tilhneigingu til að óska eftir því að annað fólk hafi það ekki.

Lesa meira

Egilsstaðir - Fráveita og umhverfi – að lokum.

Ég er búinn að skrifa nokkuð um fráveitumál á Egilsstöðum og því kannski að bera í bakkafullan lækinn með einni enn, en mér er málið hjartans mál. Það að hætta fullnaðarhreinsun skólps á Egilsstöðum og byggja nýja skólpstöð sem eingöngu síar vatnið , en tekur ekkert á gerlamengun, og treysta á að reglugerðum verði breytt er fráleitt. Enda eigum við að fullklára þá leið sem valin var og berja okkur á brjóst yfir árangrinum, í stað þess að rífa niður það sem vel er gert og við getum verið stolt af.

Lesa meira

Gangamál Austfirðinga

Auðvelt er að fullyrða að algjör samstaða er um að næstu samgöngubætur á Austurlandi verði til þess að rjúfa vetrareinangrun Seyðisfjarðar. Hér fyrr í vikunni birtist grein um gangamál Seyðfirðinga þar sem haldið var fram að umræðan væri orðin ruglingsleg og að ýmsu væri fleygt fram sem hvorki stenst skoðun né rök og þá sérstaklega beint spjótum sínum að andspyrnu fólks úr Fjarðabyggð. Þakka ég höfundi fyrir að vekja athygli á því sem fram kemur í grein hans og vekja Austfirðinga til umræðu um þetta veigamikla mál: Hvers vegna eru Fjarðarheiðargöng ekki einkamál Seyðfirðinga?

Lesa meira

Ævintýrið um fráveitu fráleitu

Fráveitumál eru mikið hitamál víða um land fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar. Fljótsdalshérað er þar engin undantekning enda er um að ræða mikið hagsmunamál fyrir íbúa og stórar framkvæmdir fyrir hvert sveitarfélag að standa í. Fljótsdalshérað réðst í það fyrir nokkrum árum að byggja upp hreinsivirki fyrir fráveitu sem taldar voru til fyrirmyndar og eru það að mörgu leyti, svo langt sem þær ná. Í ljósi þeirrar umræðu sem orðið hefur um þennan málaflokk held ég að það sé samt rétt að við stöldrum við og veltum fyrir okkur hver núverandi staða er.

Lesa meira

Gangamál Seyðfirðinga

Umræðan um gangagerð Seyðfirðinga er ekki ný af nálinni og hefur farið marga hringi á síðustu árum. Þess vegna er umræðan orðin frekar ruglingsleg og ýmsu hefur verið fleygt fram sem stenst hvorki skoðun né rök. Við skulum skoða málið nánar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar