


Horfum til himins
Egilsstaðaflugvöllur er einn af fjórum millilandaflugvöllum á Íslandi og er opinn allan sólarhringinn, allt árið. Flugstöðin var upphaflega byggð á árunum 1963 til 1968 en endurbyggð og stækkuð á árunum 1987 til 1999. Veðurfar er flugi hagstætt og áreiðanleiki áætlunarflugs nær 99%.
Vegna fyrirhugaðrar lokunar Skólaskrifstofu Austurlands
Upp er komin sú undarlega og sorglega staða á Austurlandi, að bæjarstjórnir hafa tekið þá ákvörðun að loka þjónustu Skólaskrifstofu Austurlands. Með lokun Skólaskrifstofunnar er höggvið í það faglega og mikilvæga starf sem Skólaskrifstofan sinnir og komið í veg fyrir áframhaldandi faglegt starf við leik- og grunnskóla og farsælt samstarf við og milli skólana, sem verið hefur á Austurlandi í 24 ár. Ég tel þetta algerlega ranga ákvörðun og tel að sveitarfélögin, sem að Skólaskrifstofunni standa, átti sig ekki á því fjölbreytta, mikilvæga og faglega starfi sem þar fer fram og mun ég í þessari grein færa rök fyrir því.
Jafnrétti til búsetu
Það er kannski ekki pólitískt klókt að tala máli fámennustu byggðarlaganna, enda gera það ekki margir. Ég trúi því hinsvegar að best sé að vera trúr sannfæringu sinni og treysta á að samvinnuhugsjónin eigi alls staðar við.
Ný sóknarfæri opnast með störfum án staðsetningar
Þrátt fyrir að COVID-19 hafi reynt á okkur öll og samfélagið í heild þá hefur faraldurinn engu að síður opnað augu okkar fyrir tækifærum sem voru fjarlæg áður. Þannig hefur ný sýn nú opnast á að hægt sé að sinna mörgum störfum óháð staðsetningu.
Reikningurinn í Gleðibankanum
Einn af fremstu sérfræðingum heims um parasambönd, Dr. John Gottman, notar gjarnan hugtakið „tilfinningabankareikningur“ (the emotional bank account) til að lýsa mikilvægu grundvallarlögmáli í samböndum fólks. Lögmálið er einfalt: Ef þú vilt byggja upp gott samband við aðra manneskju og viðhalda því, þá verður þú að „leggja inn á reikninginn“ hennar.
Kolefnisjöfnun verður ný og öflug græn búgrein
Megnið af því ræktanlega landi sem ekki er innan þjóðlendna á Íslandi er í eigu íslenskra bænda. Það gefur því augaleið að náin samvinna stjórnvalda, almennings, atvinnulífs og bænda er mikilvæg til að ná markmiðum stjórnvalda um kolefnisjöfnun. Ónýtt landflæmi sem hægt er nýta til kolefnisbindandi uppgræðslu og skógræktar er mun verðmætara en við höfum hingað til gert okkur grein fyrir. Kolefnisbinding getur orðið að nýrri og öflugri búgrein á Íslandi með réttri nálgun.
Af toppi Herðubreiðar
Herðubreið er fallegt fjall og merkilegt og útsýnið af toppnum svíkur ekki.Þegar litið er fjær sést til Vatnajökuls, Tröllasaga, Grímseyjar, út á Langnes og yfir Austfjarðafjallgarðinn. Það sést meira og minna yfir allt Norðausturkjördæmi. Áskoranir og tækifæri blasa við. Mismunandi byggðir og byggðakjarnar. Kjördæmið er stórt og verkefnin krefjandi en áhugaverð.
