Heilræði um farsóttarkvíða

Þessa dagana glíma margir við erfiðar tilfinningar á borð við kvíða og depurð. Það er afar skiljanlegt í ljósi þess að ástandið er bæði kvíðvænlegt og dapurlegt. Slíkar tilfinningar eru því alls ekki óeðlilegar og í raun eru þær nánast óhjákvæmilegar.

Lesa meira

Til íbúa Fjarðabyggðar um stöðu mála vegna COVID-19

Frá því á föstudag og alla helgina hafa starfsmenn Fjarðabyggðar unnið að því hörðum höndum að undirbúa viðbrögð vegna samkomubannsins sem gekk í gildi um miðnætti. Það hefur verið afar gott að finna þá miklu samstöðu sem einkennt hefur þá vinnu, og hve fórnfúst starfsfólk hefur verið við að leggja fram vinnu sína við undirbúninginn. Mig langar að færa öllum þeim sem lagt hafa hönd á plóg undanfarna daga mínar bestu þakkir.

Lesa meira

Stærðfræðilæsi og lesskilningur

Sagði einhver Pisa-könnun. Er það ekki eitthvað sem lagt er fyrir ungt fólk á mótum þess að vera unglingar og börn, frekar en þar sem unglingar mæta hinum fullorðnu.

Lesa meira

Kennarar eru ekki í fríi

Horfðuð þið á Kastljós í gær 19. mars? Ég er svo yfirmáta hneyksluð á þáttarstjórnanda sem hélt því ítrekað fram að framhaldsskólakennarar væru í fríi. Menntamálaráðherra reyndi að leiðrétta þetta en hefði mátt bregðast harðar við þessum ósannindum.

Lesa meira

Hálendisþjófgarður!

Hugmyndir um stofnun Hálendisþjóðgarðs

Tillögur um Hálendisþjóðgarð gera ráð fyrir að allt land sem telst þjóðlendur og liggur innan miðhálendislínu verði gert að þjóðgarði. Uppruna miðhálendislínu er að rekja til gerðar svæðisskipulags miðhálendisins sem unnið var á 10. áratug síðustu aldar, en á sama tíma voru sett niður sveitarfélagamörk á hálendinu.

Lesa meira

Íbúafundur um framtíðarsýn í uppbyggingu innviða á Reyðarfirði

Bæjarstjórn Fjarðabyggðar hefur boðað til íbúafundar í Grunnskólanum á Reyðarfirði þriðjudaginn 3. mars nk. þar sem ætlunin er að ræða um framtíðarsýn í uppbyggingu innviða á Reyðarfirði. Fundurinn er settur upp sem hugarflugsfundur þar sem íbúar Reyðarfjarðar setjast niður, ræða forgangsröðun og móta tillögur sem síðan nýtast nefndum sveitarfélagsins og bæjarstjórn til ákvarðanatöku. Fundarstjóri á fundinum verður Héðinn Unnsteinsson, stefnumótunarfræðingur.

Lesa meira

Kosningum frestað

Í ljósi fordæmalausra aðstæðna í samfélaginu vegna útbreiðslu kórónaveirunnar COVID – 19 og samkomubanns sem tók gildi 16. mars er fyrirsjáanlegt að fyrirhuguðum sveitarstjórnarkosningum sem fram áttu að fara 18. apríl verði frestað. Verður það gert m.a. að höfðu samráði við Ríkislögreglustjóra og Sóttvarnalækni og er skiljanlegt nú þegar neyðarstig almannavarna er í gildi og mikil óvissa ríkir um framhaldið.

Lesa meira

Um innviðauppbyggingu

Innviðauppbygging er orð sem kemur reglulega upp þegar farið er á vef Stjórnarráðs Íslands. Orðið innviðauppbygging og markmiðin sem því fylgja eru mikilvæg og ættu að hafa mikla tengingu við samfélögin vítt og breitt um landið.

Lesa meira

Var þetta bara misskilningur?

Þann 20.febrúar 2020 fylgdust margir íbúar með bæjarstjórnarfundi í Fjarðabyggð, ýmist á bæjarskrifstofunni eða í beinni útsendingu á netinu. Á fundinum var lögð fram bókun bæjarstjórnar þar sem fram kom meðal annars að bæjarfulltrúar væru sammála um að tryggja sundkennslu nemenda á Reyðarfirði fyrir vorönnina 2020. Þá var bókað að áætlað er að halda íbúafund á Reyðarfirði þann 5. mars nk. þar sem vinna skuli að uppbyggingu og framtíðarsýn íþróttamannvirkja á Reyðarfirði og þar á sérstaklega að horfa til aðstöðu til sundkennslu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.