Sameinuð og samkeppnishæf

Nú ber hæst um þessar mundir að efna á til kosninga um sameiningu sveitarfélagana Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjarðar og Borgarfjarðar. Rétt er að halda til haga að undirritaður sat í fjölskipaðri samstarfsnefnd viðkomandi sveitarfélaga á síðasta kjörtímabili, þar sem hrundið var í framkvæmd skoðanakönnun þar sem leitast var við að kanna hug íbúa til sameininga. Er skemmst frá því að segja að niðurstaða úr skoðanakönnun þessari gaf fullt tilefni til að taka upp formlegar viðræður meðal þeirra sveitarfélaga sem nú verður kosið um þann 26. október.

Lesa meira

Sameining?

Markaðssetningin á sameiningu Austurkragans er mér ekki að skapi. Markmið kynningarfunda var að vinna hugmyndinni fylgi en ekki að upplýsa, þetta voru hnitmiðaðir áróðursfundir. Mér fyndist eðlilegt að í hverjum byggðakjarna væri íbúafundur þar sem heimamenn skoðuðu málefnið frá sínum bæjardyrum. Frá Seyðisfirði reyni ég það.

Lesa meira

Er SSA tímaskekkja?

Nú líður að næsta ársþingi Sambands sveitarfélaga á Austurlandi. Samtökin voru stofnuð árið 1966 og þá samanstóðu þau af um 20 sveitarfélögum. Á þeim tíma höfðu sveitarfélög hér fyrir austan virkilega þörf fyrir vettvang þar sem hægt var að vinna að framgangi sameiginlegra hagsmunamála enda voru sveitarfélögin þá mörg og máttlítil en sameinuð voru þau sterkari. Þá voru samgöngur stopulli, hringvegurinn ekki kominn til sögunnar og tæknin ekki með þeim hætti að forsvarsmenn sveitarfélaga gætu haft samskipti við opinberar stofnanir eins og nú tíðkast.

Lesa meira

Mikilvægar kosningar

Á laugardag verður kosið um sameiningu fjögurra sveitarfélaga: Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar.

Þetta eru mikilvægar kosningar.

Lesa meira

Segið já 26. október - Aukinn slagkraftur

Ef sameining Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar verður samþykkt mun nýtt sveitarfélag hafa sterkari rödd og stöðu í samskiptum við ríkisvaldið og í samstarfi sveitarfélaga á landsvísu.

Lesa meira

Hlutlæga úttekt vantar um framhald jarðgangagerðar á Austfjörðum

Samgöngubætur og lagning jarðganga sem hluti af þeim hafa að vonum verið drjúgur þáttur í samfélagsumræðu hérlendis allt frá því Strákagöng til Siglufjarðar voru byggð á árunum 1965-1967 og Oddsskarðsgöng um áratug síðar. Framkvæmdir við jarðgöng hafa síðan farið stækkandi með hverjum áratug, nú síðasta með Vaðlaheiðargöngum og Norðfjarðargöngum sem hvor um sig eru um 7,5 km á lengd.

Lesa meira

Sameiningar sveitarfélaga: Er eftir einhverju að bíða?

Fjöldi krefjandi verkefna bíður nú sveitarfélaga á Íslandi við að þjónusta íbúa sína betur. Kröfurnar aukast sífellt. Mörg þeirra eiga erfitt með að mæta þeim. Sum geta það alls ekki. Tekjurnar duga ekki fyrir útgjöldum. Þau svara því ekki kröfum tímans verða undir og dæmast að lokum úr leik til búsetu. Stöðnun og óbreytanleiki, í síbreytilegu nútíma samfélagi, er stysta leiðin að endalokunum. Að vera á hliðarlínunni í skjóli horfa á en þiggja, vera ekki þátttakandi, getur ekki verið í boði mikið lengur.

Lesa meira

Sameining sveitarfélaga á Austurlandi

Nú líður senn að því að kosið verði um sameiningu sveitarfélaganna Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar en kosning mun fara fram laugardaginn 26. október nk.

Lesa meira

Ný jarðgöng á Mið-Austurlandi skipta miklu máli

Ég kom til Seyðisfjarðar sumarið 1984 til að undirbúa tölvunámskeið með Apple IIE-vélum og kynna heimafólki þá byltingu sem þá var í uppsiglingu. Að koma úr rigningunni úr Reykjavík og á þennan dýrðarstað var ógleymanleg upplifun. Stafalogn og suðrænt veður og fólkið tók á móti okkur eins og hér væru þjóðhöfðingjar á ferð. Síðan hefur Seyðisfjörður með sínum háu fjöllum og fallegu húsum skipað viðhafnarsess í mínum huga.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar