
Blá lítil bók
Fyrir nákvæmlega ári fengum við skötuhjú þær stórkostlegu fréttir að annað okkar hefði unnið í happadrætti. Ekki venjulegu happadrætti reyndar, það voru engir fjármunir í spilinu. Vinningurinn var ekki af verri endanum, lítil, blá bók sem táknar frelsið sjálft. Við vorum bæði orðnir íslenskir ríkisborgarar.
Dýrasta aðgerðin er að gera ekkert
Það er ánægjulegt að vera með ykkur hérna í dag, ekki vegna málefnisins, manngerðar röskunar á loftslagi jarðarinnar, sem er mjög alvarleg. En það er mjög ánægjulegt að sjá hvernig umræðan um loftslagsbreytingar hefur færst frá því að vera eingöngu meðal vísindamanna til þess að vera meðal almennings og ekki síst fyrir þá miklu bylgju ungs fólks sem nú krefst þess um allan heim að þessi krísa verði tekin alvarlega og að brugðist verði við með markvissum aðgerðum til þess að lágmarka skaðann af henni.

Villikettir
Á níunda áratugnum bjó ég á Fáskrúðsfirði. Þar voru uppgangstímar, mikil útgerð og verkun. Úrgangur frá verkuninni var ærinn og nóg æti fyrir villiketti. Þeir voru fjölmargir og þeim fjölgaði ört yfir vertíðartíma. Þess á milli var stundum hungursneið í kattanýlendunni og þeir átu þá kettlingana.
Læknar á landsbyggðinni
Í lok apríl var haldinn íbúafundur á Borgarfirði eystri um heilbrigðismál. Aðaltilgangur fundarins var að ræða hvernig hægt væri að styðja við viðbragðshóp staðarins, sem sárvantar bakland. Ýmislegt fleira kom fram á fundinum sem varpar ljósi á hvernig heilbrigðisþjónusta er í hinum dreifðu byggðum.
Sameining
Nú er horft til þess að sameina þau sveitarfélög á Austurlandi sem ekki eru í Fjarðabyggð. Að undanskildum auðvitað Fljótsdalshrepp sem áfram hefur allar tekjur af Kárahnjúkamannvirkjunum. Þá myndast langur kragi um Fjarðarbyggð með miðstöð á Egilsstöðum. Með þessu væri verið að kerfisbinda sundurlyndi í fjórðungnum. Það á sér langa sögu í pólitíkinni en enga stoð í samtvinnuðu samfélagi Austurlands nútímans. Þá verður SSA aðeins vígvöllur tveggja póla.
Þögull meirihluti vegur ekkert upp á móti frekum minnihluta
Sigurbjörg Lovísa Árnadóttir flutti hátíðarræðu í Tjarnargarðinum á Egilsstöðum á 17. júní. Þar hvatti hún gesti til að stíga í átt að kærleiksríkara samfélagi sem ekki byggir á veraldlegum eignum heldur raunverulegum gildum.

Samfélagssmiðja opnar í Blómabæjarhúsinu
Vorið 2017 auglýsti Norræna ráðherranefndin, á heimasíðu Skipulagsstofnunar, til umsóknar þátttöku í verkefni á vegum nefndarinnar. Bar verkefnið þann hógværa titil „Attractive Towns. Green redevelopment and competitiveness in Nordic urban regions. Towns that provide a good life for all.“ Sneri verkefnið að því að efla litla og meðalstóra bæi á Norðurlöndunum. Meginmarkmiðið með verkefninu var að móta sameiginlega norræna stefnu um hvernig þessir bæir gætu orðið meira aðlaðandi með þróun líflegs og sjálfbærs þéttbýlis með því að hafa að leiðarljósi Heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna.