Hörkutól dagsins

Hjólreiðar njóta vaxandi vinsælda hérlendis, ekki bara sem afþreying heldur líka sem ferðamáti. Þær eru yfirleitt bundnar við sumrin en þegar gott er að fara er ekkert að því að hjóla milli staða.


Veðráttan þessa vikuna telst hjólafólki samt ekki hliðholl. Sólarhringsúrkoman í Neskaupstað er komin í 107 mm og 60 mm á Eskifirði. Þá hefur víða blásið hressilega.

Sumir klæða sig hins vegar bara betur og hlæja upp í storminn eins og hjólreiðamaðurinn sem varð á vegi tístara á Hólmahálsi í morgun. Hann er vel að titlinum „hörkutól dagsins“ kominn!

Þá hefur vætutíðin haft þau áhrif að 10 tonna öxulþungi er á nær öllum vegum á Austurlandi. Það skipti hjólarann léttstíga hins vegar engu máli.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.