Austfirskur fréttaannáll 2014
Article Index
Page 1 of 13

Nýir meirihlutar voru myndaðir í tveimur sveitarfélögum í kjölfar sveitastjórnarkosninga. Kosningabaráttan var stutt og snörp.
Ferðamenn flykktust austur í sólina þegar þeir höfðu ekki lengur birtuna af sjónvarpstækjum sínum að loknu heimsmeistaramótinu í knattspyrnu.
Loðnuvertíðin brást en þrjú ný skip bættust í austfirska flotann og Síldarvinnslan keypti útgerðina á Seyðisfirði.
Kvikmyndatökulið Fortitude-þáttanna tók ástfóstri við Austfirði og Austfirðinga og öfugt enda bíða margir spenntir eftir frumsýningu þeirra. Njóti þættirnir vinsælda eru líkur á að fleiri þáttaraðir verði teknar upp á svæðinu.
Við stiklum hér á því helsta sem gerðist árið 2014.