Austfirskur fréttaannáll 2014 - Desember

Article Index

Raud jol HakonarstadirDesember:

Forstjóraskipti urðu hjá Fjarðaáli í byrjun nóvember þegar Janne Sigurðsson varð gerð að yfirmanni tölvumála hjá Alcoa á heimsvísu og Magnús Þór Ásmundsson tók við af henni. Frekari breytingar á yfirstjórninni fylgdu í kjölfarið. Magnús tók þátt í átaki Barnaheilla og mætti í jólapeysu á starfsmannafundi þegar hann hafði safnað yfir 200.000 krónum í áheit.

Austfirðingar og Sunnlendingar toguðust á um lögregluna á Höfn allt árið í tengslum við sameiningu lögreglu- og sýslumannsembætta. Framan af átti hún að tilheyra Austfjarðaumdæmi en um sumarið komu fram ný drög þar sem Höfn var færð undir Suðurlandsembættið. Síðasta embættisverk Sigmundar Davíðs Gunnlaugssonar, sem dómsmálaráðherra, var að færa hana undir austurumdæmið en fyrsta verk Ólafar Nordal í ráðherrastól var að breyta því til baka. Ályktanir höfðu gengið á víxl og var það mat austfirskra sveitarstjórna að lögreglan á Höfn ætti að heyra undir austurumdæmið, þar sem hún hefur í raun verið síðustu sjö ár.

Metafla var landað á Borgarfirði og Djúpavogi á árinu.

Í Neskaupstað minntust menn þess að 40 ár voru liðin frá tveimur snjóflóðum sem urðu 12 manns að bana og lömuðu atvinnu- og bæjarlífið í fleiri vikur.

Rafmagnslaust var á Breiðdalsvík í tæpan sólarhring viku fyrir jól eftir bilun í spenni. Varaaflstöð var ekki í fjórðungnum því hún hafði verið flutt til Þórshafnar til að bregðast við áföllum vegna eldgoss í Bárðarbungu og fá þurfti nýjan spenni úr Reykjavík. Á meðan fór hitastig í íbúðarhúsum á staðnum undir tíu stig.

Dýraeigendur á mið-Austurlandi lýstu óánægju sinni með að enga dagþjónustu var að fá á svæðinu í þrjár vikur yfir jól og áramót og beindu spjótum sínum að Matvælastofnun sem viðurkenndi að ástandið væri ekki boðlegt.

Haustið var hlýtt en úrkomusamt. Jólin voru rauð á stöðum þar sem menn voru vanir því að hafa snjó, til dæmis á ofanverðum Jökuldal.
oddsskardsgong 22022014 aldis stef


Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.