Austfirskur fréttaannáll 2014 - Júní

Article Index

meirihlutasamningur fherad 0030 webJúní:

Nýr meirihluti var myndaður á Vopnafirði þar sem Betra Sigtún valdi K-lista og skildi framsóknarmenn eftir eina í minnihluta.

Á Fljótsdalshéraði slitnaði upp úr meirihlutaviðræðum Framsóknarmanna og Á-lista. Framsóknarmenn reyndu að koma á samstarfi allra framboðanna fjögurra í bæjarstjórn. Sú hugmynd var andvana fædd og hin framboðin þrjú mynduðu meirihluta án framsóknar.

Helgi Hallgrímsson, náttúrufræðingur á Egilsstöðum var sæmdur fálkaorðunni. Smári Geirsson, sagnfræðingur í Neskaupstað, hafði hlotið hana fyrr á árinu.

Flutningaskipið UTA var kyrrsett í Mjóeyrarhöfn og tók nokkrar vikur að greiða úr málinu þar sem skipafélagið var gert gjaldþrota.

Heilbrigðiseftirlit Austurlands gerði athugasemdir við að kjöt sem framleitt hefði verið í Ástralíu hefði fengið verið stimplað í Hollandi rétt fyrir síðasta söludag og selt áfram til Íslands með nýjum stimpli. Kjötið átti að vera á borðum í mötuneyti Fjarðaáls.

Loðnuvinnslan á Fáskrúðsfirði festi kaup á nýju Hoffelli sem kom frá Noregi.

Héraðsskjalasafn Austurlands opnaði ljósmyndavef með gömlum myndum. Austfirðingar tóku vel í vefinn og voru duglegir að deila myndum og minningum á samfélagsmiðlum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.