Austfirskur fréttaannáll 2014 - Ágúst

Article Index

sannleiksnefnd 23082014 0047 webÁgúst:

Seinheppinn trillusjómaður strandaði í Eskifirði í annað skiptið á sumrinu, að þessu sinni á afmælisdaginn. Allt fór þó vel og björgunarsveitin færði honum köku í tilefni dagsins.

Fjöldi farþega kom með skemmtiferðaskipum til Austfjarða. Skipstjóri eins þeirra vakti hins vegar litla lukku þegar hann neitaði að leggjast að bryggju á Seyðisfirði af ótta við veðrið.

Íbúar á Reyðarfirði skefldust þegar Matvælastofnun ráðlagði þeim að skola ber og jurtir af svæðinu fyrir neyslu til að ná af þeim flúor. Há gildi mældust áfram frá álverinu og skýringar fundust ekki. Kallað var eftir frekari útskýringum á tölunum og enskur prófessor sem Fjarðaál fékk til aðstoðar sagði Reyðfirðingum að þeir þyrftu ekkert að óttast.

Viðbragðsaðilar undirbjuggu sig vegna hugsanlegs eldgoss í Bárðarbungu. Ferðamenn og skálaverðir voru ferjaðir af svæðinu eftir að ákveðið var að loka stóru svæði norðan og austan Vatnajökuls. Mörgum þótti lokaða svæðið þó óþægilega stórt.

Könnunarborun vegna mögulegra vegganga undir Fjarðarheiði var hætt eftir að borinn festist. Það var samt ekki talið hafa áhrif á rannsóknir.

Ólafur Bragi Jónsson, akstursíþróttamaður frá Egilsstöðum, varð heimsmeistaratign sína í torfæruakstri.

Skólameistarar austfirsku framhaldsskólanna tóku fyrir busavígslur og sögðu þær tímaskekkju.

Og tilvist Lagarfljótsormsins var staðfest þegar fjölskipuð sannleiksnefnd komst að þeirri niðurstöðu að myndband Hjartar Kjerúlf, bónda á Hrafnkelsstöðum í Fljótsdal, sýndi orminn. Niðurstaðan vakti heimsathygli því margir af helstu fjölmiðlum heims hafa fjallað um hana.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.