Austfirskur fréttaannáll 2014 - Júlí

Article Index

laufabraud jol i juli ehhJúlí:

Viðbragðsaðilar voru kallaðir út þegar lítil flugvél hvarf af ratsjám yfir Austfjörðum í svartaþoku. Hún lenti heilu og höldnu skömmu síðar á Egilsstaðaflugvelli.

Ár í fjórðungnum margfölduðust í miklum rigningum.

Eldur braust út í einu matvöruversluninni á Vopnafirði. Henda þurfti öllum lager verslunarinnar. Vopnfirðingar einhentu sér í að koma henni í rekstur á ný og voru fljótir að.

Ferðamenn tóku loks eftir sólinni á Austurlandi þegar talsmaður ferðaþjónustuaðila kom í viðtal á Austurfrétt, strax að lokinni heimsmeistarakeppninni í knattspyrnu. Sumarið var einstaklega sólríkt en um leið þurrt. Gestirnir nutu þess, tjaldsvæði fylltust og talað var um „Costa del Atlavík."

Sumir gestanna vöktu meiri athygli en aðrir, til dæmis svissneskur ferðamaður sem kom með Norrænu á 60 ára gamalli dráttarvél sem hann hafði gert upp sjálfur og hafðist við í tréhýsi sem hann hafði einnig smíðað og vél dró.

Fjölmenni var á Bræðslunni á Borgarfirði sem fyrr en þar vöktu uppátækjasamir veitingamenn landsathygli þegar þeir héldu Jól í júlí. Skorið var út laufabrauð og dansað var í kringum jólatréð í jólafötunum.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.