Austfirskur fréttaannáll 2014 - Október

Article Index

gullver svn 01102014 0007 webOktóber:

Mánuðurinn byrjaði á stórtíðindum en lögregluþjóni á Egilsstöðum var vikið frá störfum vegna gruns um brot í starfi. Hann var talinn hafa sektað erlenda ferðamenn fyrir umferðarlagabrot en síðan stungið sektunum í vasann.

Sama dag var tilkynnt um kaup Síldarvinnslunnar á útgerð Gullbergs á Seyðisfirði, nokkrum dögum eftir að framkvæmdastjóri Gullbergs hafði neitað frétt DV um að nokkuð slíkt væri í gangi.

Þar var einnig haldið Íslandsmótið í boccia í umsjón íþróttafélagsins Viljans. Tugir keppenda af öllu landinu sóttu mótið.

Á Eskifirði var nýtt hjúkrunarheimili tekið í notkun að viðstöddu fjölmenni. Heilbrigðisráðherra var þó fjarri góðu gamni því hann missti af morgunfluginu austur vegna misskilnings í ráðuneytinu. Mynd sem náðist af einkabifreið yfirlögregluþjóns í stæði fatlaðra vakti mikla athygli.

Rekstur kjörbúðarinnar á Borgarfirði komst í hendur nýrra aðila en opnunartími hennar hafði verið stopull.

Hugmyndir meirihlutans í bæjarstjórn Fjarðabyggðar um að flytja nemendur úr efri bekkjum Stöðvarfjarðarskóla á Fáskrúðsfjörð í sparnaðarskyni féllu vægast sagt í grýttan jarðveg. Heimamenn brugðust hart við og mættu á bæjarstjórnarfund. Öðrum hagræðingarhugmyndum í skólamálum var einnig illa tekið. Horfið var frá þeim í bili og endurskoðun rekstur skólanna felldur undir heildarúttekt á rekstri sveitarfélagsins.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.