Austfirskur fréttaannáll 2014 - Febrúar

Article Index

forseti sfk 0120 webFebrúar:

Stúlknaliðið 0% englar úr Brúarásskóla sigraði í landskeppni í Lego-þrautum og hlaut að launum ferð í Evrópukeppnina á Spáni.

Nýr Beitir kom til hafnar í Neskaupstað og Síldarvinnslan festi einnig kaup á nýjum Berki sem er eitt glæsilegasta skip íslenska flotans.

Loðnuvertíðin skánaði lítið en úti fyrir Reyðarfirði veiddi Bergey VE virkt tundurdufl. Sprengjusérfræðingar Landhelgisgæslunnar eyddu því.

Austfirðingar stóðu fyrir stórum fundi um flugmál og kröfðust lægri fargjalda. Innanríkisráðherra, Hanna Birna Kristjánsdóttir, mætti á fundinn og hét aðgerðum.

Hún fundaði síðar sama dag með Sjálfstæðismönnum á svæðinu þar sem lekamálið var meðal annars til umræðu. Hún sagði þar að ráðuneytið hefði ekkert að fela.

Bilun við Sigöldu olli keðjuverkun í raforkukerfinu og skemmdi raftæki á Austurlandi. Umræður voru um fulllestaða byggðalínu og óviðunandi afhendingu raforku í fjórðungnum.

Forsetahjónin heimsóttu Fljótsdalshérað og Seyðisfjörð en menningarverðlaunin Eyrarrósin voru afhent á síðarnefnda staðnum. Forsetafrúin tók ástfóstri við nýfæddan kálf á Egilsstaðabúin og forsetinn dæmdi í kökukeppni í Skaftfelli.

Fjögurra metra hár snjóskafl sem lokaði munna Norðfjarðarganga vakti mikla athygli. Samgöngur voru erfiðar yfir fjallvegi og svo fór að Vegagerðin fækkaði mokstursdögum á Vopnafjarðarheiði og Möðrudalsöræfum því ekki var talið hægt að halda leiðunum opnum. Talsmenn stofnunarinnar svörðu af sér fullyrðingar um að það væri gert í sparnaðarskyni.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.