Stöðfirðingar þurfa að sjóða neysluvatn sitt framyfir páska

Niðurstöður síðustu sýnatöku úr neysluvatni á Stöðvarfirði sýnir að það er enn mengað og upp á vantar að vatnið standist lágmarkskröfur miðað við reglugerð þar að lútandi. Það merkir að Stöðfirðingar ættu til öryggis að sjóða allt sitt neysluvatn meðan svo er.

Lesa meira

Geldur varhug við borgarstefnu stjórnvalda

Nýkynnt fyrstu drög að borgarstefnu stjórnvalda, sem meðal annars felur í sér að Akureyri verði að formlegri borg auk Reykjavíkur, eru til þess fallin að draga enn meira úr vægi annarra landshluta eins og Austurlands að mati sveitarstjórnarmanns hjá Múlaþingi.

Lesa meira

Ekkert sem kemur í stað pósthúsanna

Formaður bæjarráðs Fjarðabyggðar segir mikilvægt að Íslandspóstur dragi úr neikvæðum áhrifum þess að loka fjórum pósthúsum í sveitarfélaginu með góðri kynningu á annarri þjónustu og að hún sé alls staðar til staðar.

Lesa meira

Mannleg mistök ollu rafmagnsleysi í Seyðisfirði

Upp úr klukkan ellefu í morgun urðu mannleg mistök til þess að rafmagn fór af Seyðisfirði öllum. Svæðisvakt RARIK hefur nú þegar ráðið bót á og er rafmagn aftur komið á á öllum stöðum.

Lesa meira

Afkoma Múlaþings árið 2023 verri en áætlað var

Rekstrarniðurstaða Múlaþings árið 2023 er um 200 milljónum lakari samkvæmt ársreikningi en gert var ráð fyrir í áætlunum. Há verðbólga og auknar lífeyrisskuldbindingar eru sögð helsta ástæðan.

Lesa meira

Einkaþota kyrrsett á Egilsstaðaflugvelli

Samgöngustofa kyrrsetti í vikunni erlenda einkaþotu á Egilsstaðaflugvelli þar sem vélin er ekki talin lofthæf. Til stóð að fljúga vélinni úr landi.

Lesa meira

Ár frá því snjóflóð féllu í byggð í Neskaupstað

Það var snemma morguns fyrir sléttu ári síðan, þann 27. mars 2023, sem snjóflóð féllu í byggð í Neskaupstað með þeim afleiðingum að töluverðar skemmdir urðu á mannvirkjum, bílum og búnaði ýmsum. Þótti mildi hin mesta að engin alvarleg slys urðu á fólki þó um tugur manna hafi leitað sér læknisaðstoðar vegna minniháttar meiðsla.

Lesa meira

Nýir eigendur taka við Valaskjálf og Hótel Hallormsstað

Einkahlutafélagið 701 Fasteignir keypt Hótel Valaskjálf á Egilsstöðum og Hótel Hallormsstað af Þránni Lárussyni. Nýir eigendur hafa hug á að stækka Valaskjálf á næstu árum. Nýr hótelstjóri er tekinn til starfa.

Lesa meira

Gengið formlegu frá framsali Angró til Tækniminjasafnsins

Múlaþing hefur með formlegum hætti framselt allt nýtilegt byggingarefni úr hinu sögufræga Angró-húsi á Seyðisfirði til Tækniminjasafnsins en til stendur að endurreisa það á nýju safnasvæði í framtíðinni.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.