Nauðsynlegt að bæta GSM samband fyrir sjómenn

Ljósleiðaratenging til Mjóafjarðar mun bæta verulega öryggi á svæðinu að mati forstjóra Neyðarlínunnar. Enn eru eftir svæði á Austfjörðum þar sem brýnt er að efla fjarskipti til að bæta öryggi bæði íbúa og þeirra sem um fara.

Lesa meira

Agnes Joy á Seyðisfirði

Kvikmyndin Agnes Joy eftir Silju Hauksdóttur leikstjóra. Myndin hefur fengið miklar og góðar viðtökur frá því hún var frumsýnd núna í haust. Um helgina verður myndin sýnd í Herðubreið á Seyðisfirði.

Lesa meira

Óásættanlegt að þurfa að treysta á eina sjúkraflugvél

Bæjarstjórn Fljótsdalshéraðs telur óásættanlegt að einungis ein flugvél sé til staðar til að sinna sjúkraflugi fyrir allt landið og kallar eftir að sem fyrst verði mótuð framtíðarstefna í sjúkraflutningum. Þrýst er á að þyrlur verði til staðar á Egilsstöðum til að auka öryggi íbúa í fjórðungnum.

Lesa meira

Átak gegn ölvunarakstri í desember

Lögreglan á Austurlandi mun í desember leggja sérstaka áherslu á eftirlit með ölvunar- og fíkniefnaakstri. Að undanförnu hefur verið átak í gangi vegna vanbúinna ökutækja.

Lesa meira

Tveir íbúafundir í kvöld

Tveir íbúafundir verða haldnir í fjórðungnum í kvöld. Annars vegar verður fjallað um aðalskipulag Vopnafjarðarhrepps, hins vegar gefst íbúum á Eskifirði tækifæri til að koma spurningum til kjörinna fulltrúa í Fjarðabyggð.

Lesa meira

"Höfum gefið tæki fyrir á annan tug milljóna króna"

Hosurnar í Neskaupstað standa fyrir sínum árlega jólamarkaði núna um helgina. Byrjar markaðurinn klukkan 14:00 í dag og stendur til sunnudags. Þær eru að vanda að selja hannyrðir af ýmsum toga. Allur ágoði rennur markaðarins í ár rennur til kaupa á augnþrýstimæli fyrir Heilsugæslu FSN.

Lesa meira

Kosið í nýju sveitarfélagi 18. apríl

Kosið verður til sveitarstjórnar í nýju sameinuðu sveitarfélagi Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar fyrsta laugardag eftir páska. Sameiningin gengur formlega í gildi í kjölfar þeirra. Búið er að skipa undirbúningsstjórn og funda með starfsfólk fyrir þá vinnu sem framundan er þangað til.

Lesa meira

„Nýr veruleiki að geta vafrað svona um“

Mjófirðingar sjá fram á aukið öryggi, bætt atvinnuskilyrði og fleiri afþreyingu eftir að ljósleiðari var lagður til staðarins. Íbúar fjölmenntu í kaffisamsæti sem haldið var í tilefni áfangans á föstudag.

Lesa meira

Sex ára fangelsi fyrir lífshættulega árás með eldhúshnífum

Héraðsdómur Austurlands hefur dæmt Sigurð Sigurðsson í sex ára fangelsi fyrir lífshættulega og heiftúðlega árás á annan mann á heimili hans í Neskaupstað í júlí. Sigurður stakk manninn margsinnis með tveimur eldhúshnífum sem hann hafði með sér úr íbúð sinni.

Lesa meira

„Nógu brjálaður til að gera þessa mynd

Ásgeir hvítaskáld Þórhallsson viðskiptafræðingur og skáld frumsýndi kvikmynd sína „Kjarval og Dyrfjöllin“ í Bíó Paradís í gær. Myndin verður svo frumsýnd hér fyrir austan í Sláturhúsinu á Egilsstöðum á laugardag.

Lesa meira

Gott tímakaup við að skafa framrúðuna

Lögreglan á Austurlandi áminnir ökumenn um að skafa framrúður bíla sinna áður en farið er af stað á morgnana. Nokkrir ökumenn voru stöðvaðir og sektaðir vegna þess í morgunn. Þrjár bílveltur urðu á Fljótsdalshéraði í skyndilegri hálku í gærkvöldi.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar