Algjört metár hjá línubátum Loðnuvinnslunnar

Alls komu línubátar Loðnuvinnslunnar, Sandfell og Hafrafell, að landi á síðasta ári með rúmlega fjögur þúsund og níu hundruð tonn af afla. Bátarnir aflahæstir slíkra báta á landsvísu.

Lesa meira

Áfall Vestmanneyinga var áfall þjóðarinnar allrar

Austfirðingar fylgdust eins og aðrir Íslendingar skefldir með þegar eldgos braust upp í Heimaey fyrir sléttum 50 árum. Vestmannaeyingar, sem þurftu að flýja heimabyggð sína, dreifðust í kjölfarið víða um land og hús risu fyrir tilstuðlan Viðlagasjóðs.

Lesa meira

Gular viðvaranir seinni partinn

Gular veðurviðvaranir hafa verið gefnar út fyrir Austurland að Glettingi og Austfirði frá klukkan fjögur í dag fram til miðnættis.

Lesa meira

Nýr prestur í Heydali

Sr. Arnaldur Arnold Bárðarson hefur verið skipaður nýr prestur í Austfjarðaprestakall. Hann verður með bækistöð á prestssetrinu að Heydölum í Breiðdal.

Lesa meira

Eitt útkall í storminum í gær

Eitt útkall er skráð hjá austfirskum björgunarsveitum eftir mikið hvassviðri sem gekk yfir Austurland í gærkvöldi.

Lesa meira

Vilja ljúka uppbyggingu á Faktorshúsinu sem fyrst

Rúmt ár er síðan sérstakur starfshópur var settur á laggirnar til að koma með tillögur að framtíðarnýtingu Faktorshússins á Djúpavogi en nú hefur Múlaþing óskað eftir samstarfsaðilum til að ljúka endurbyggingu hússins annars vegar og hefði hug á starfsemi í húsinu hins vegar.

Lesa meira

Gul viðvörun í fyrramálið

Veðurstofa Íslands hefur gefið út gula viðvörun fyrir Austfirði vegna storms í fyrramálið.

Lesa meira

Fimm skip til loðnuleitar í dag

Fimm skip, tvö rannsóknaskip og þrjú veiðiskip, halda í dag til loðnuleitar. Vonast er til að niðurstöður leiðangursins verði forsendur nýrrar ráðgjafar um kvóta þessarar vertíðar.

Lesa meira

Bílar í vanda á Fagradal

Vegagerðin hefur síðan á níunda tímanum í morgun staðið í því að losa fasta bíla á veginum yfir Fagradal. Vegurinn er lokaður þar til veðrið lagast.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.