


Samtal Fjarðalista og Framsóknarflokks heldur áfram
Fjarðalistinn og Framsóknarflokkurinn halda áfram viðræðum sínum um áframhaldandi samstarf í meirihluta í bæjarstjórn Fjarðabyggðar. Nýburi hefur hægt frekar á viðræðunum.
Keyrt á álftina við Kross
Lögreglan hefur staðfest að árekstur hafi banað álft sem fannst á veginum neðan við bæinn Kross í Fellum í gærmorgun. Ökumenn eru áminntir að fara varlega þar sem dýr safnast saman við vegi um þetta leyti árs.
Kjörsókn með ágætum austanlands
„Ég var nú sjálfur að fletta aðeins á kosningarvef Ríkisútvarpsins og kíkja á kjörsókn á landsvísu og ég sé ekki betur en við séum að koma nokkuð vel út hér fyrir austan,“ segir Hlynur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í Múlaþingi.
Óheyrilega spennandi að fylgjast með talningunni
Fimm atkvæði skildu framboðin tvö á Vopnafirði þegar talningu lauk þar í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag. Oddviti Framsóknar og óháðra segir vilja til að vinna með minnihluta Vopnafjarðarlistans að þeim verkefnum sem fyrri liggja.
Átta ára fangelsi og yfir fjórar milljónir í miskabætur fyrir skotárás
Árnmar J. Guðmundsson hefur verið dæmdur í átta ára fangelsi fyrir skotárás á Egilsstöðum í lok ágúst. Hann var sakfelldur af öllum ákæruatriðum. Dómari taldi ljóst að honum hefði átt að vera ljósar afleiðingar af gjörðum sínum.
Nítján milljónir í hönnun nýs Tækniminjasafns
Tækniminjasafn Austurlands fékk í gær úthlutað nítján milljóna styrk frá íslenska ríkinu úr sérstakri úthlutun til hönnunar nýs húsnæðis undir starfsemi sína. Safnið hefur verið á hrakhólum síðan í desember 2020 þegar stóra skriðan sem féll á Seyðisfjörð eyðilagði mestan hluta húsnæðisins.
Stefna ótvírætt á framboð á ný í Fjarðabyggð að fjórum árum liðnum
„Þvert á móti er einhugur í okkur eftir þetta að halda áfram mikilvægu starfinu og ekkert annað í kortunum en að við bjóðum fram aftur og þá enn sterkari að fjórum árum liðnum,“ segir Anna Berg Samúelsdóttir, svæðisstjóri Vinstri hreyfingarinnar- græns framboðs á Austurlandi.

Viðræður ganga vel í Múlaþingi
Berglind Harpa Svavarsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi, segir viðræðum við Framsóknarflokk um myndun meirihluta í sveitarstjórn næstu kjörtímabili miða vel áfram.
Dagaspursmál áður en Hellisheiði eystri verður opnuð
Vegagerðin gerir ráð fyrir að fjallvegurinn yfir Hellisheiði eystri verði opnaður á allra næstu dögum.

Framsókn og Fjarðalisti ræða saman
Framsóknarflokkur og Fjarðalisti hafa ákveðið að hefja samtal um grundvöll áframhaldandi meirihluta samstarf í bæjarstjórn Fjarðabyggðar.