Túlkar árangurinn sem ákall um náttúruvernd

Vinstrihreyfingin – grænt framboð bætti við sig fulltrúa í sveitarstjórn Múlaþings í kosningunum á laugardag. Aðeins í tveimur sveitarfélögum á landsvísu náði flokkurinn þeim árangri.

Lesa meira

Keyrt á álftina við Kross

Lögreglan hefur staðfest að árekstur hafi banað álft sem fannst á veginum neðan við bæinn Kross í Fellum í gærmorgun. Ökumenn eru áminntir að fara varlega þar sem dýr safnast saman við vegi um þetta leyti árs.

Lesa meira

Kjörsókn með ágætum austanlands

„Ég var nú sjálfur að fletta aðeins á kosningarvef Ríkisútvarpsins og kíkja á kjörsókn á landsvísu og ég sé ekki betur en við séum að koma nokkuð vel út hér fyrir austan,“ segir Hlynur Jónsson, formaður yfirkjörstjórnar í Múlaþingi.

Lesa meira

Óheyrilega spennandi að fylgjast með talningunni

Fimm atkvæði skildu framboðin tvö á Vopnafirði þegar talningu lauk þar í sveitarstjórnarkosningunum á laugardag. Oddviti Framsóknar og óháðra segir vilja til að vinna með minnihluta Vopnafjarðarlistans að þeim verkefnum sem fyrri liggja.

Lesa meira

Nítján milljónir í hönnun nýs Tækniminjasafns

Tækniminjasafn Austurlands fékk í gær úthlutað nítján milljóna styrk frá íslenska ríkinu úr sérstakri úthlutun til hönnunar nýs húsnæðis undir starfsemi sína. Safnið hefur verið á hrakhólum síðan í desember 2020 þegar stóra skriðan sem féll á Seyðisfjörð eyðilagði mestan hluta húsnæðisins.

Lesa meira

Stefna ótvírætt á framboð á ný í Fjarðabyggð að fjórum árum liðnum

„Þvert á móti er einhugur í okkur eftir þetta að halda áfram mikilvægu starfinu og ekkert annað í kortunum en að við bjóðum fram aftur og þá enn sterkari að fjórum árum liðnum,“ segir Anna Berg Samúelsdóttir, svæðisstjóri Vinstri hreyfingarinnar- græns framboðs á Austurlandi.

Lesa meira

Viðræður ganga vel í Múlaþingi

Berglind Harpa Svavarsdóttir, oddviti Sjálfstæðisflokksins í Múlaþingi, segir viðræðum við Framsóknarflokk um myndun meirihluta í sveitarstjórn næstu kjörtímabili miða vel áfram.

Lesa meira

Framsókn og Fjarðalisti ræða saman

Framsóknarflokkur og Fjarðalisti hafa ákveðið að hefja samtal um grundvöll áframhaldandi meirihluta samstarf í bæjarstjórn Fjarðabyggðar.

Lesa meira

Tíðinda vænta um meirihlutaviðræður eftir hádegið í Fjarðabyggð

Tíðinda er að frétta um hvernig línur muni liggja í formlegum meirihlutaviðræðum í Fjarðabyggð eftir hádegi. Meirihluti Framsóknarflokks og Fjarðalista hélt í kosningunum á laugardag en tapaði einum fulltrúa. Sjálfstæðisflokkurinn vann hins vegar kosningasigur og horfir til Framsóknar sem fyrsta kostar í viðræðum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.