


Boða til íbúafundar á Seyðisfirði
Haldinn verður upplýsingafundur fyrir Seyðfirðinga í dag,18. janúar kl. 17.00. Tilgangur fundarins er að upplýsa íbúa Seyðisfjarðar um stöðu mála.
Engar hreyfingar mælst ofan Seyðisfjarðar
Engar hreyfingar hafa mælst í kringum Botnabrún, ofan Seyðisfjarðar, þrátt fyrir talsverða úrkomu þar síðustu nótt.
Aukið fjármagn sett í sálfræðiaðstoð eftir skriðuföllin
Heilbrigðisráðherra hefur ákveðið að veita Heilbrigðisstofnun Austurlands viðbótarfjárframlag upp á 17 milljónir króna til að efla geðheilbrigðisþjónustu í þágu íbúa Seyðisfjarðar eftir skriðuföllin þar í desember.
Íbúi við Fossgötu á Seyðisfirði ekki á leið heim í bráð
Hanna Christel Sigurkarlsdóttir einn af íbúum við Fossgötu á Seyðisfirði segir að hún og fjölskylda hennar séu ekki á leið heim í bráð. Eins og kunnugt er af fréttum var rýmingu aflétt af Fossgötu um helgina en hún hafði staðið í mánuð eða frá því að skriðuföllin hófust.
Berglind Harpa gefur kost á sér í 2. – 3. sæti Sjálfstæðisflokksins
Berglind Harpa Svavarsdóttir, sveitarstjórnarfulltrúi í Múlaþingi, gefur kost á sér í 2. – 3. sætið á lista Sjálfstæðisflokksins í Norðausturkjördæmi fyrir Alþingiskosningar í haust.
Rýma öll hús við Botnahlíð í varúðarskyni
Ákveðið hefur verið að rýma öll hús við Botnahlíð á Seyðisfirði auk húsa við gamla Austurveg og tveggja húsa við Múlaveg og Baugsveg vegna úrkomuspár um helgina. Rýmingin gildir til sunnudags en staðan verður þá metin að nýju.
Bryndís Hlöðversdóttir formaður starfshóps um málefni Seyðisfjarðar
Bryndís Hlöðversdóttir, ráðuneytisstjóri í forsætisráðuneytinu, er formaður starfshóps á vegum ríkisstjórnarinnar sem ætlað er að fylgja eftir málum er varða aðkomu ríkisins að hreinsun og öðrum aðgerðum í kjölfar skriðufallanna á Seyðisfirði.Líneik Anna vill leiða lista Framsóknarflokksins
Líneik Anna Sævarsdóttir alþingismaður, býður sig fram í 1. sæti framboðslista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi.
Rýmingu aflétt á Seyðisfirði, einnig á Fossgötu
Lögreglustjórinn á Austurlandi, í samráði við Veðurstofu Íslands og almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, hefur ákveðið að aflétta rýmingu á þeim svæðum sem rýmd voru í varúðarskyni síðastliðið föstudagskvöld. Íbúar á þeim svæðum geta því haldið til síns heima.
Olís opnar hraðhleðslustöð á Reyðarfirði
Olís hefur tekið í notkun hraðhleðslustöð við afgreiðslu sína á Reyðarfirði. Þetta er fjórða stöðin sem fyrirtækið rekur. Fyrir eru stöðvar í Álfheimum í Reykjavík, Höfn í Hornafirði og Siglufirði.