Minnisblað um jarðgöng fæst ekki afhent

Dómsmálaráðuneytið hefur hafnað ósk Austurfréttar um afriti af minnisblaði frá almannavörnum þar sem fjallað er um jarðgangakosti á Austfjörðum. Dómsmálaráðherra hefur kallað eftir því að fyrri ákvörðunum um jarðgangaframkvæmdir í fjórðungnum verði breytt á grundvelli þess.

Lesa meira

SMS-kerfi almannavarna prófað í Neskaupstað á morgun

Skilaboðakerfi almannavarna verður prófað í Neskaupstað milli klukkan 13 og 13:30 á morgun. Leitað er svara við hvers vegna hluti símnotenda á tilteknum stað fær í sumum tilfellum ekki skilaboð.

Lesa meira

Íbúum fjölgar hraðar en íbúðum

Íbúum á Austurlandi fjölgar umfram þær spár sem húsnæðisáætlanir sveitarfélaganna byggja á. Á sama tíma fjölgar íbúðum á svæðinu ekki í takt við íbúafjöldann sem aftur skapar þrýsting á fasteignamarkaðinn á svæðinu.

Lesa meira

Presturinn og djákninn

Séra Arnaldur Bárðarson verður á sunnudag settur í embætti prests í Austfjarðaprestakalli og kona hans, Ingibjörg Jóhannsdóttir, í embætti djákna í Austurlandsprestakalli. Þau hafa komið sér fyrir á hinu forna höfuðbóli og kirkjustað, Heydölum í Breiðdal.

Lesa meira

Stormviðvörun alls staðar nema á Austurlandi

Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir öll veðurspásvæði á morgun vegna storms og mögulegrar hríðar á morgun nema Austurland og Austfirði. Austfirðingar sleppa samt ekki frá áhrifum veðursins.

Lesa meira

Reistu módulhúsin á tveimur dögum

Tvö hús með samtals sextán íbúðum voru reist í Neskaupstað á einni helgi í byrjun maí. Húsin eiga að vera tilbúin til afhendingar fljótlega. Framkvæmdastjóri SÚN segir mikla spurn eftir íbúðum í bænum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.