Ekkert Covid-smit í fjóra mánuði

Ekkert Covid-19 smit hefur greinst á Austurlandi síðan í apríl og er landshlutinn einstakur hvað þetta varðar hérlendis. Kristján Ólafur Guðnason, yfirlögregluþjónn, sem er í forsvari fyrir aðgerðastjórn almannavarna á Austurlandi segir að ekki sé til einhlít skýring á þessari stöðu.

Lesa meira

Sýknaður þrátt fyrir játningu

Ríflega tvítugur karlmaður hefur verið dæmdur í 30 daga skilorðsbundið fangelsi fyrir líkamsárás. Hann var hins vegar sýknaður af ákæru um að hafa hindrað störf lögreglu með því að ýta við lögregluþjóni.

Lesa meira

Krefjast breytinga á regluverki í sjávarútvegi

Fjölmennur íbúafundur sem haldinn var á Borgarfirði eystra í júní samþykkti einróma ályktun þar sem farið er fram á þrenns konar breytingar á lögum og reglugerðum sem tengjast sjávarútvegi. Ótækt sé að regluverkið gangi gegn hagsmunum samfélagsins.

Lesa meira

Sjaldséður gestur á Héraði

Í blíðviðrinu á Héraði á fimmtudag varð vart við afar sjaldséðan gest. Um var að ræða fiðrildi af tegundinni kólibrísvarmi sem aðeins hefur sést hérlendis í örfá skipti og aldrei áður á Austurlandi svo vitað sé.

Lesa meira

Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga fjárfestir í Responsible Foods

Kaupfélag Fáskrúðsfirðinga hefur keypt 15% hlut í matvælafyrirtækinu Responseible Foods. Fyrirtækið þróar nýja tækni til að framleiða nasl úr íslensku hráefni. Stefnt er að því að starfsemi á vegum þess hefjist á Fáskrúðsfirði í byrjun næsta árs.

Lesa meira

Gamla ríkið afhent Seyðisfjarðarkaupstað

Íslenska ríkið afsalaði sér í gær Hafnargötu 11, betur þekktu sem Gamla ríkið, til Seyðisfjarðarkaupstaðar. Stefnt er á að nýta veturinn til að endurbyggja húsið.

Lesa meira

Gríðarleg úrkoma í kortunum á föstudag

Blíðuveður hefur verið víða um Austurland í dag, einkum á Héraði. En búast má við skörpum umskiptum á morgun og hefur Veðurstofan sent frá sér viðvaranir.

Lesa meira

Elta makrílinn yfir í síldarsmuguna

Makrílveiðar hafa gengið treglega og eru íslensku skipin nú að veiðum á alþjóðlegu hafsvæði, töluvert fyrr en í fyrra. Vonast er eftir góðum ágústmánuði en bjartsýnin er hófleg.

Lesa meira

Sakar Icelandair um einokunartilburði

Ferðaþjónustuaðilar á Austurlandi eru ekki allir sáttir við nýja markaðsherferð Air Iceland Connect sem þeir segja hygla hótelum í eigu félagsins sem hafi einokunarstöðu á flugi til Egilsstaða. Félagið segir fleirum hafa verið boðið að taka þátt í verkefninu en ekki þegið boðið.

Lesa meira

Lekinn úr El Grillo minni en áður

Landhelgisgæslan og Umhverfisstofnun skoða nú leiðir til að bregðast við olíuleika úr skipinu El Grillo sem liggur á botni Seyðisfjarðar. Lekinn nú er á öðrum stað og minni en steypt var upp í nú í sumarbyrjun.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.