Samstarfsnefndin strax fengið aukinn aðgang að þingmönnum

Talsmenn þeirra fjögurra sveitarfélaga á Austurlandi sem standa nú í sameiningarviðræðum segja strax vera farið að sjást að sameinað sveitarfélag muni hafa aukinn slagkraft til að tryggja framgang hagsmunamála fremur en hvert sveitarfélaganna fyrir sig í dag. Háskólamenntun, fasteignagjöld og umhverfi ungs fólks í nýju sveitarfélagi var meðal þess sem rætt var um á fjölsóttum íbúafundi um mögulega sameiningu á Egilsstöðum í gær.

Lesa meira

Upplýsingagjöf til farþega kann að skipta máli

Framkvæmdastjóri Neytendasamtakanna telur ekki loku fyrir það skotið að farþegar sem yfirgáfu flugvélar Wizz Air á Egilsstöðum síðastliðið föstudagskvöld kunni að eiga rétt á bótum vegna aukakostnaðar sem þeir urðu fyrir við að koma sér til Keflavíkur úr höndum félagsins. Þó sé margt óljóst um ákvörðun flugfélagsins og hvernig aðstæður voru.

Lesa meira

Sköpunarmiðstöðin og Fjarðabyggð í samstarf

Sköpunarmiðstöðin á Stöðvafirði og sveitafélagið Fjarðabyggð skrifuðu undir samstarfssamning síðastliðin sunnudag. Samningurinn felur í sér að sveitafélagið og ríkið styrki endurbætur á Sköpunarmiðstöðinni. 

Lesa meira

„Reiknum með að fólk velti við steinum á þessum fundum“

Fyrsti íbúafundurinn af fjórum um mögulega sameiningu Fljótsdalshéraðs, Djúpavogshrepps, Borgarfjarðarhrepps og Seyðisfjarðarkaupstaðar verður haldinn á Egilsstöðum í kvöld. Formaður sameiningarnefndarinnar segir fundina hugsaða þannig að gestir geti leitað svara við sínum spurningum.

Lesa meira

Farþegar pöntuðu sér rútu til að komast til Reykjavíkur

Yfir 100 farþegar sem áttu bókað far með Wizz Air til Keflavíkur í gærkvöldi biðu í flugstöðinni á Egilsstöðum uns þeir voru sóttir með rútum í morgun. Hluti farþeganna er enn fastur eystra og eiga erfitt með að finna leið þar sem allir bílaleigubílar staðarins eru uppbókaðir.

Lesa meira

Egilsbúð verður að alvöru félagsheimili

Í dag fer fram uppboð á rúmum og skápum í Egilsbúið. Verið er að rýma út úr gömlu hótelherbergjunum svo hægt verði að skapa ný rými sem nota á í félagsstarf. 

Lesa meira

Vallanesbændur sýknaðir í Landsrétti

Landsréttur telur að stjórnendur Móður Jarðar, sem framleiðir lífrænar landbúnaðarvörur í Vallanesi á Fljótsdalshéraði, hafi ekki brotið lög um atvinnuréttindi útlendinga með að hafa nýtt sér vinnu erlendra sjálfboðaliða.

Lesa meira

Tveir bílar út af í gær

Tveir bílar eru ónýtir eftir sitt hvor útafaksturinn í umdæmi lögreglunnar á Austurlandi gær. Þeir sem voru í bílunum sluppu í báðum tilfellum með minniháttarmeiðsli.

Lesa meira

Tvær flugvélar Wizz Air lentu á Egilsstöðum

Tvær flugvélar frá ungverska flugfélaginu Wizz Air lentu á Egilsstaðaflugvelli upp úr klukkan sex í kvöld vegna óveðurs í Keflavík. Á fimmta hundrað farþega voru með vélunum.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar