Báðir skálarnir firnastórir

Byggingar að Stöð í Stöðvarfirði, sem taldar eru vera frá því fyrir landnám, eru stærri en áður var haldið. Efniviður virðist vera þar til rannsókna tíu ár til viðbótar.

Lesa meira

Varað við hvassviðri í dag

Vegagerðin hefur sent frá sér viðvörun til ferðalanga á leið um Austurland í dag vegna hvassviðris sem er á leiðinni.

Lesa meira

Sverrir Mar gefur kost á sér til formanns ASÍ

Sverrir Mar Albertsson, framkvæmdastjóri AFLs starfsgreinafélags, hefur lýst yfir framboði til formanns Alþýðusambands Íslands. Núverandi formaður, Gylfi Arnbjörnsson, gaf nýverið út að hann sæktist ekki eftir endurkjöri á þingi sambandsins í haust.

Lesa meira

Hallormsstaður heitasti staður landsins í júní

Hæsti meðalhiti á landinu í nýliðnum júnímánuði var á Hallormsstað. Mánuðurinn var sá næst heitasti sem mælst hefur á Dalatanga í 80 ára sögu veðurathugana þar.

Lesa meira

Verðmætasti farmur norðfirsks fiskiskips

Frystitogarinn Blængur NK kom til heimahafnar í Neskaupstað á sunnudagskvöld eftir að hafa verið í veiðum í Barentshafi frá því í lok apríl. Skipið með 500 tonn af frystum afurðum sem metnar eru á um 380 milljónir króna og mun vera verðmætasti farmur sem fiskiskip frá Norðfirði hefur komið með að landi.

Lesa meira

Olga Vocal Ensemble á ferð um Austurland

Alþjóðlegi sönghópurinn Olga Vocal Ensemble heldur þrenna tónleika á Austurlandi á næstu dögum. Tónleikarnir bera yfirskriftina „It‘s a Woman‘s World“ og fagnar listakonum síðustu 1000 ára, líkt og samnefnd plata hópsins sem kom út í byrjun sumars.

Lesa meira

Andleg líðan mælist verst á Austurlandi

Fleiri Austfirðingar álíta andlega heilsu sína lélega heldur en íbúar annarra landshluta. Forstjóri Heilbrigðisstofnunar Austurlands (HSA) segir enga eina augljósa skýringu á bak við tölurnar en geðheilbrigðisþjónusta stofnunarinnar hefur verið efld verulega undanfarin misseri.

Lesa meira

Karl Óttar nýr bæjarstjóri í Fjarðabyggð

Karl Óttar Pétursson, lögmaður hjá Arion banka, hefur verið ráðinn nýr bæjarstjóri í Fjarðabyggð. Frá ráðningunni var gengið á fundi bæjarráðs í morgun.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar