


SMS-kerfi almannavarna prófað í Neskaupstað á morgun
Skilaboðakerfi almannavarna verður prófað í Neskaupstað milli klukkan 13 og 13:30 á morgun. Leitað er svara við hvers vegna hluti símnotenda á tilteknum stað fær í sumum tilfellum ekki skilaboð.
Andrew Wissler verður aðstoðarmaður forstjóra Síldarvinnslunnar
Andrew Wissler, fjármálastjóri Vísis í Grindavík, mun um næstu mánaðamót taka við starfi aðstoðarmanns forstjóra Síldarvinnslunnar, Gunnþórs B. Ingvasonar. Andrew verður með aðsetur í Grindavík.
Íbúum fjölgar hraðar en íbúðum
Íbúum á Austurlandi fjölgar umfram þær spár sem húsnæðisáætlanir sveitarfélaganna byggja á. Á sama tíma fjölgar íbúðum á svæðinu ekki í takt við íbúafjöldann sem aftur skapar þrýsting á fasteignamarkaðinn á svæðinu.
Framkvæmdir við snjóflóðavarnagarðana á Seyðisfirði gengið vel í vetur
Framkvæmdir við snjóflóðavarnagarðanna í norðanverðum Seyðisfirði hafa gengið vel í vetur þannig verkið er heldur á undanáætlun. Breytingar á því verða þó væntanlega til þess að endanleg verklok frestast. Ákveðið hefur verið að bæta við varnarkeilum yst við garðana.
Sundlaugin á Egilsstöðum lokuð í viku vegna framkvæmda
Íþróttamiðstöðin á Egilsstöðum verður lokuð gestum að einhverju leyti alveg fram á næsta mánudag vegna framkvæmda og viðhalds.

Austfirðingar vilja meiri stuðning ríkisins við aðgerðir gegn riðu
Stuðningur við að ríkið leggi meiri fjármuni í aðgerðir til að koma í veg fyrir riðu í sauðfé er mestur á Austurlandi, samkvæmt nýrri skoðanakönnun.
Presturinn og djákninn
Séra Arnaldur Bárðarson verður á sunnudag settur í embætti prests í Austfjarðaprestakalli og kona hans, Ingibjörg Jóhannsdóttir, í embætti djákna í Austurlandsprestakalli. Þau hafa komið sér fyrir á hinu forna höfuðbóli og kirkjustað, Heydölum í Breiðdal.
Gul viðvörun gefin út fyrir Austurland
Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna hvassviðris á Austurlandi eftir hádegi í dag og fram eftir morgni.
Stormviðvörun alls staðar nema á Austurlandi
Gul viðvörun hefur verið gefin út fyrir öll veðurspásvæði á morgun vegna storms og mögulegrar hríðar á morgun nema Austurland og Austfirði. Austfirðingar sleppa samt ekki frá áhrifum veðursins.
Brunasár eftir vinnuslys í kerskála Alcoa Fjarðaáls
Starfsmaður Alcoa Fjarðaáls var fluttur til Reykjavíkur með sjúkraflugi á miðvikudagskvöld eftir að hafa brennst í vinnuslysi kerskála álversins.