30% afsláttur í tilefni 30 ára afmælis

Þrjátíu prósenta afsláttur var á öllum vörum, nema tóbaki, í versluninni Kauptúni á Vopnafirði í dag í tilefni þess að þrjátíu ár eru liðin frá opnun hennar. Kaupmaðurinn segir að reksturinn hafi oft verið strembinn í gegnum tíðina en Vopnfirðingar verið tryggir viðskiptavinir.

Lesa meira

Bíða eftir að heyra af hugmyndum HB Granda

Oddviti Vopnafjarðarhrepps segir íbúa þar slegna yfir uppsögnum í fiskvinnslu stærsta atvinnurekanda staðarins, HB Granda, í gær. Þeir vona að stjórnendur fyrirtækisins finni aðrar leiðir til að halda uppi atvinnu.

Lesa meira

Starfsmenn bíða í óvissu eftir breytingar hjá HB Granda

Starfsmenn HB Granda á Vopnafirði bíða í óvissu eftir fréttum um frekari áform um rekstur fyrirtækisins á Vopnafirði. Breytingar verða á nýrri bolfiskvinnslu félagsins. Ellefu starfsmönnum var sagt upp í morgun.

Lesa meira

Falleg hugsun vinaviku hefur áhrif

Vinavikan á Vopnafirði var haldin níunda árið í röð fyrir stuttu. Upplýsingafulltrúi sveitarfélagsins segir verkefnið skila sér með margvíslegum hætti til samfélagsins.

Lesa meira

Fannst Gautavík „langt-í-burt-istan“

„Það felast mikil tækifæri og að mörgu leyti aukin lífsgæði í því að búa út á landi. Sífellt fleiri eru að átta sig á því sem hefur orðið til þess að þróunin er að snúist við. Síðastliðin tvö ár fluttu fleiri úr þéttbýli í dreifbýli en öfugt, í fyrsta sinn síðan 1906,“ segir Oddný Anna Björnsdóttir en hún flutti nýverið með fjölskyldu sinni í Gautavík í Berufirði þar sem þau reka meðal annars fyrirtækið Geislar hönnunarhús.

Lesa meira

Opið málþing um byggðamál

„Ég hvet alla sem áhuga hafa að líta við og taka þátt í umræðu um þessi byggðatengdu mál,“ segir Þórarinn Lárusson, formaður Framfarafélag Fljótsdalshéraðs, en félagið heldur í samvinnu við byggðasamtökin Landsbyggðin lifi málþing um byggðamál á Hótel Héraði næsta föstudag.

Lesa meira

Dagar myrkurs á Austurlandi

Dagar myrkurs hefjast á Austurlandi hefjast í dag og standa til sunnudags. Hafa þeir verið haldnir frá árinu 2000 og eru því nú í nítjánda sinn.

Lesa meira

Húsasmiðjan lokar á Reyðarfirði

Húsasmiðjan hefur ákveðið að loka verslun sinni á Reyðarfirði um næstu áramót. Forstjóri fyrirtækisins segir litlar einingar á borð við verslunina á Reyðarfirði eiga erfitt uppdráttar í harðri samkeppni. Til stendur að efla verslunina á Egilsstöðum.

Lesa meira

Valdamiklir menn er æsispennandi glæpasagnabálkur

„Sagan tengist Austurlandi aðeins og þá sérstaklega síðasta bókin,“ segir rithöfundurinn Jón Pálsson á Seyðisfirði, en þriðja og síðasta bók hans í lokahluta glæpasagnaþríleiksins Valdamiklir menn kom út á dögunum.

Lesa meira

Bolfiskvinnslu í núverandi mynd hætt

Ellefu starfsmönnum HB Granda á Vopnafirði var í morgun sagt upp vegna breytinga á starfsemi fyrirtækisins þar. Til stendur að hætta bolfiskvinnslu á staðnum í núverandi mynd.

Lesa meira

Þungar áhyggjur eftir uppsagnir á Vopnafirði

Ellefu starfsmönnum var í dag sagt upp störfum í frystihúsi HB Granda á Vopnafirði. Framkvæmdastjóri AFLs Starfsgreinafélags segist hafa þungar áhyggjur af áhrifunum á nærsamfélagið.

Lesa meira

Hefði verið betra að geta lent á Höfn

Æskilegt er að opna verði fyrir millilandaflug um flugvöllinn á Hornafirði til að auka öryggi flugfarenda. Það er ein af ábendingum Rannsóknarnefndar samgönguslysa eftir rannsókn á því þegar lítil vél á leið til Egilsstaða sendi frá sér neyðarkall.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar