Methagnaður Loðnuvinnslunnar: Allt gekk vel

Hagnaður Loðnuvinnslunnar á Fáskrúðsfirði í fyrra nam tæpum 3,5 milljörðum króna. Framkvæmdastjóri segir góða loðnuvertíð hafa gefið tóninn fyrir gott ár en annars hafi öll starfsemi gengið vel.

Lesa meira

HSA fyrst heilbrigðisstofnana að ljúka Grænum skrefum í rekstrinum

Heilbrigðistofnun Austurlands (HSA) varð í síðasta mánuði fyrst heilbrigðisstofnana í landinu til að ljúka öllum fimm svokölluðum Grænum skrefum sem ríkisfyrirtæki eru hvött til að innleiða til að lágmarka umhverfisáhrif af starfseminni.

Lesa meira

Ný sending af sumarhita í kortunum

Eftir slyddu í byrjun vikunnar er rækilegur viðsnúningur á veðrinu á Austurlandi í dag og áfram næstu daga. Búist er við 15 stiga hita á Héraði og Vopnafirði í dag en það hitastig hefur þegar mælst á svæðinu.

Lesa meira

Atvikið raskar ekki áætlun Norlandair

Flugáætlun Norlandair stendur óhögguð þrátt fyrir að ein véla félagsins sé til rannsóknar eftir að hafa misst afl á öðrum hreyfli á leið sinni frá Vopnafirði og Þórshöfn til Akureyrar í gær.

Lesa meira

Ályktun um Reykjavíkurflugvöll flæktist fyrir austfirskum sveitarstjórnum

Ályktun, sem oddvitar Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum víða um land hafa lagt fram vegna byggingaframkvæmda í nágrenni Reykjavíkurflugvallar, hefur vafist fyrir austfirskum sveitarstjórnum. Ályktunin klauf meirihlutann í bæjarráði Fjarðabyggðar en í Múlaþingi kusu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gegn upphaflegu ályktuninni þegar hún var lögð fram.

Lesa meira

Landsnet kaupir fyrrum húsnæði Vasks

Landsnet hefur keypt fyrrum húsnæði Vasks á Egilsstöðum, sem skemmdist í bruna í lok september í fyrra. Vonast er til að hægt verði að taka endurbætt húsnæði í gagnið á næsta ári.

Lesa meira

Enginn óhultur fyrir tölvuárásum

Hvorki fyrirtæki, stofnanir né einstaklingar eru óhultir fyrir tölvuárásum eins og gerðar voru á íslenskar stofnanir í morgun, þótt tölvuþrjótar velji sér helst mikilvægar stofnanir. Skaðinn af árásunum er þó fyrst og fremst óþægindi og tafir.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.