


Vegir á láglendi opna einn af öðrum en ófært yfir fjöllin
Snjóflóð féll yfir veginn í svokölluðum Kömbum á Vattarnesi síðdegis í gær og hefur vegurinn um nesið verið lokaður síðan. Hann hugsanlega opnaður á morgun.

Fljótsdælingar vilja byggja í Hamborg
„Þessar tafir eru bara farnar að hafa mikil áhrif því það er sár skortur á húsnæði hér í hreppnum og þess vegna fórum við að leita hófa annars staðar,“ segir Helgi Gíslason, sveitarstjóri í Fljótsdalshreppi.

Varaafl úr Neskaupstað flutt til Úkraínu
Unnið er að því að taka niður varaaflstöð sem verið hefur til staðar fyrir Neskaupstað. Stöðin er orðin gömul auk þess sem hún öflugri tengingar í staðarins hafa dregið úr þörfinni á henni. Til stendur að senda nokkrar af vélum hennar til Úkraínu.
Umferðarslysum á síðasta ári fækkaði hlutfallslega miðað við umferð
Þó umferðarslysum hafi fjölgað lítið eitt á Austurlandi á síðasta ári umfram árið 2021 er þeim hlutfallslega að fækka miðað við stóraukna umferð á svæðinu.

Sorphirða viku á eftir áætlun í Fjarðabyggð
Mikið fannfergi hefur víða valdið seinkunum á sorphirðu á Austurlandi undanfarinn mánuð. Í Fjarðabyggð er vonast til að seinkanir síðustu vikna verði unnar upp í næstu viku en annars staðar er sorphirða nokkurn vegin á áætlun.
Snjóflóð féll á Fagradal
Tíma tók að opna veginn yfir Fagradal í morgun eftir að snjóflóð féll úr Grænafelli. Búið er að opna hann að fullu.
Norskar herþotur væntanlegar til æfinga
Íbúar á Egilsstöðum og nágrenni geta átt von á að kyrrðin verði rofin hraustlega í vikunni þegar norskar orrustuþotur verða við æfingar á Egilsstaðaflugvelli.
Varað við asahláku á morgun og hinn
Veðurstofan hefur gefið út gula viðvörun vegna asahláku á Austfjörðum og Austurlandi á föstudag og laugardag. Spáð er hlýindum, vindi og rigningu.
Herðubreið skilgreind sem fjöldahjálparstöð á neyðarstundum
Byggðaráð Múlaþings hyggst skilgreina félagsheimilið Herðubreið á Seyðisfirði formlega sem fjöldahjálparstöð á neyðarstundum.

Íþróttamaður Fjarðabyggðar verður íþróttamanneskja Fjarðabyggðar
„Bæði er það að tími var til kominn á þessa nafnabreytingu úr maður í manneskja en þar sem íþrótta- og tómstundanefnd kýs íþróttamanneskju ársins var sökum forfalla illa hægt að kjósa á síðasta fundi og því var þessu frestað,“ segir Arndís Bára Pétursdóttir, formaður íþrótta- og tómstundanefndar Fjarðabyggðar.

Allar veglínur hafa neikvæð áhrif á gróðurfar við Egilsstaði
Allar þær veglínur sem til greina koma að Egilsstöðum frá fyrirhuguðum Fjarðarheiðargöngum munu hafa talsverð eða verulega neikvæð áhrif á gróðurfar við þéttbýlið.