Leitað fram að miðnætti að skipverja

Þyrla Landhelgisgæslunnar og fimm kafarar eru meðal þeirra sem tekið hafa þátt í leit að skipverja sem talinn er hafa fallið fyrir borð af fiskiskipi á leið þess til Vopnafjarðar.

Lesa meira

Landnámsminjar á framkvæmdasvæði snjóflóðavarnagarða á Seyðisfirði

Ekki verður hægt að hefja framkvæmdir við nýja snjóflóðavarnagarða á Seyðisfirði fyrr en Minjastofnun hefur gefið út að óhætt sé að hefja vinnu. Á fyrirhugðu framkvæmdasvæði er að finna minjar allt frá landsnámsöld sem stofnun vill að verði rannsakaðar. Skoðað er hvort hægt sé að breyta hönnun garðanna til að hlífa minjum og flýta framkvæmdum.

Lesa meira

Stefnt á að framkvæmdir við nýjan Axarveg hefjist að ári

Vegagerðin stefnir að því að geta boðið út nýjan Axarveg að ári verði frumvarp samgönguráðherra um samvinnuverkefni í vegagerð samþykkt á Alþingi. Lokið verður við rannsóknir og mælingar á næstu mánuðum.

Lesa meira

Vilja kjósa um nafn sveitarfélagsins og forseta lýðveldisins í einu

Undirbúningsnefnd um sameiningu Borgarfjarðarhrepps, Djúpavogshrepps, Fljótsdalshéraðs og Seyðisfjarðarkaupstaðar hefur til skoðunar að láta velja nafn á nýtt sveitarfélag samhliða forsetakosningum í lok júní. Stefnt er á að kjósa sveitarstjórn þann 19. september.

Lesa meira

Hætta að gefa upp sértölur um fjölda í sóttkví

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands hefur ákveðið að hætta að gefa upp fjölda einstaklinga í sóttkví á svæðinu þar sem þær hafa verið á skjön við upplýsingar sem gefnar eru út á landsvísu.

Lesa meira

Snjór á heiðum hrekur fugla niður í byggð

Íbúar á Austurlandi hafa undanfarna daga orðið varir við fugla í meira mæli í byggð heldur en oft á þessum árstíma. Sérfræðingur hjá Náttúrustofu Austurlands telur mikinn snjó á heiðum helstu skýringuna.

Lesa meira

Enn tveir í sóttkví

Enn eru tveir einstaklingar á Austurlandi í sóttkví vegna Covid-19 faraldursins. Rúmur mánuður er liðinn frá því síðast greindist smit á svæðinu.

Lesa meira

Stór áform um veiðihús í Vopnafirði

Breyta þarf aðalskipulagi Vopnafjarðarhrepps til að hægt verði að byggja nýtt veiðihús á jörðinni Ytri-Hlíð í Vesturárdal í Vopnafirði.

Lesa meira

Búið að steypa yfir El Grillo

Starfsmenn Landhelgisgæslunnar luku seinni partinn í dag við að steypa yfir þann hluta flaks El Grillo á Seyðisfirði sem olía hefur lekið úr. Stjórnandi aðgerðarinnar segir hana hafa gengið hratt og vel fyrir sig.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.