„Lömdum húsið að utan af öllum lífs og sálarkröftum“

Snör viðbrögð þriggja íbúa á Djúpavogi skiptu máli þegar eldur kom upp í íbúðarhúsi þar á laugardagskvöld þar sem þeim tókst að vekja sofandi húsráðanda. Þau segjast hafa fengið mikilvæga aðstoð frá Neyðarlínunni

Lesa meira

Gullrifið á Papagrunni hið stærsta við Ísland

Um þrettán kílómetra langt kóralrif, sem er úti fyrir sunnanverðum Austfjörðum, er talið hið stærsta við Ísland og meðal þeirra stærri í Norður-Atlantshafi. Það gengur undir nafninu Gullrifið vegna stærðar sinnar, glæsileika og tengsla við togarann Gullver frá Seyðisfirði.

Lesa meira

Styrkur til að byggja átta íbúðir á Seyðisfirði

Seyðisfjarðarkaupstaður er meðal þeirra fimmtán sveitarfélaga í gær fengu úthlutað samtals 3,6 milljörðum króna í stofnframlög húsnæðis frá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun (HMS). Framlagið fer til að reisa búsetukjarna fyrir 55 ára og eldri í bænum.

Lesa meira

Átak í umferðarefirliti og bætt skráning verkefna lögreglu

Skráðum málum og verkefnum sem Lögreglan á Austurlandi hefur komið að á fyrri hluta ársins hefur fjölgað verulega ef borið er saman við undanfarin ár. Líklega er þó fyrst og fremst um að ræða áhrif af breyttri og nákvæmari skráningu verkefna, svo sem við umferðareftirlit og hraðamælingar, sem lögreglan mun á næstunni leggja sérstaka áherslu á.

Lesa meira

Einn í sóttkví

Aðeins einn einstaklingur er í sóttkví á Austurlandi þessa stundina. Verið er að semja við Færeyinga um að taka við skimun farþega í Norrænu.

Lesa meira

Íbúar og farþegar Norrænu minntir á að gæta að fjarlægðarmörkum

Farþegar sem koma Norrænu til Seyðisfjarðar hafa verið duglegir að leita eftir upplýsingum um hvernig þeir eigi að haga sér eftir komuna til landsins. Sýnatökuteymi er komið til Færeyja og á að ná að klára verk sitt áður en ferjan kemur til Seyðisfjarðar í fyrramálið.

Lesa meira

„Stóru samgönguverkefnin grundvöllur að framtíð Austurlands“

Byrjað verður á framkvæmdum við nýjan Axarveg eftir ár og Fjarðarheiðargöng árið 2022 samkvæmt nýrri samgönguáætlun sem samþykkt var á Alþingi í síðustu viku. Þingmaður Norðausturkjördæmis segir samgönguframkvæmdir lykilatriði fyrir byggðaþróun.

Lesa meira

Kviknaði í út frá eldavél

Talsverðar reykskemmdir urðu á íbúðarhúsnæði á Djúpavogi þar sem eldur kom upp rétt upp úr klukkan tíu í gærkvöldi. Húsráðandi náði sjálfur að slökkva eldinn áður en aðstoð barst.

Lesa meira

Skoska leiðin í gildi 1. september

Íbúum ákveðinna svæða á landsbyggðinni mun í haust bjóðast niðurgreiðsla á flugferðum til og frá Reykjavík. Stefnt er að því að útfærslan verði prufukeyrð í ár og komi til fullrar framkvæmdar á því næsta.

Lesa meira

Fyrsti makrílfarmurinn til Fáskrúðsfjarðar

Hoffell, skip Loðnuvinnslunnar, kom til hafnar á þriðja tímanum í nótt með fyrsta makrílfarminn sem berst til Fáskrúðsfjarðar á þessari vertíð. Fyrsti farmurinn er viku fyrr á ferðinni en í fyrra. Veiði er farin að glæðast eftir hæga byrjun.

Lesa meira

Smitið í Norrænu gamalt

Jákvætt sýni sem greindist úr farþega Norrænu síðasta fimmtudag reyndist gamalt og viðkomandi því ekki smitandi. Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands hrósar Austfirðingum fyrir ábyrga afstöðu að undanförnu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.