Ákærður fyrir að falsa greiðslukvittun

Lögreglustjórinn á Austurlandi hefur ákært karlmann á fertugsaldri fyrir skjalafals með að því að hafa framvísað falsarði greiðslukvittun í milliríkjaviðskiptum.

Lesa meira

Veðurspár fyrir níu þúsund íslensk lögbýli og örnefni

Veðurvefurinn Blika.is hefur bætt við spáþjónustu sína þar sem á honum má nú fletta upp veðurspám fyrir níu þúsund staðsetningar, þar á meðal öllum lögbýlum landsins. Nákvæmari spá gagnast bæði austfirskum bændum og ferðalöngum.

Lesa meira

Tengjum menningarsamfélög og byggðakjarna á Austurlandi

„Þemaverkefni BRAS 2019 er tjáning án tungumáls, en það er innblásið af þeirri staðreynda að börnum sem hafa annað móðurmál en íslensku fjölgar ört á Austurlandi. Tjáning án tungumáls nýtist öllum þátttakendum, sama hver bakgrunnur þeirra eða aðstæður eru,” segir Halldóra Dröfn Hafþórsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú um Menningarhátíð barna og ungmenna á Austurlandi verður haldin í annað sinn í september 2019.

Lesa meira

Víða grátt í fjöll á Austfjörðum

Austfirðingum var mörgum brugðið þegar þeir litu til fjalla í morgun. Víða var grátt niður fjallahlíðarnar, sem fágætt er á síðasta degi júnímánaðar.

Lesa meira

Hægt að senda inn úrbótatillögur með lítilli fyrirhöfn

„Þetta snýst um að benda á það sem auðvelt er að laga í umhverfinu og við hvetjum fólk til að leggja til úrbætur sem eru hófsamar og raunsæjar,“ segir María Hjálmarsdóttir, verkefnastjóri hjá Austurbrú, um svokallaðar úrbótagöngur og sérstakan úrbótavef sem opnaður hefur verið. María var í viðtali hjá N4 vegna málsins fyrir skömmu.

Lesa meira

Aðeins tekið upp á flugi yfir hafi

Eftirlitsflygildi, sem staðsett er á Egilsstaðaflugvelli á vegum Landhelgisgæslunnar, tekur ekki upp myndefni þegar flogið er yfir landi. Íbúar í næsta nágrenni flugvallarins hafa verið hugsi yfir umfangi eftirlitsins.

Lesa meira

Flugfélag Austurlands með ferðir í tengslum við Eistnaflug

„Við viljum fara að einbeita okkur enn frekar að markaðnum hérna fyrir austan,” segir Kári Kárason, eigandi og flugrekstrarstjóri Flugfélags Austurlands, en félagið býður upp á ferðir milli Egilsstaða og Neskaupstaðar, sem og útsýnisflug yfir Norðfjörð um Eistaflugshelgina.

Lesa meira

Landsel fjölgar við Austfirði

Landsel hefur fjölgað við Austfirði á undanförnum árum samkvæmt nýjustu talningum. Stofninn er þó í lágmarki og því er lagt til að allar veiðar verði bannaðar. Nauðsynlegt er að kanna frekar hvað það er sem heldur stofninum niðri.

Lesa meira

Djúpivogur: Skipulag kynnt íbúum í gegnum þrívíddartækni

Djúpavogshreppur hefur gert tillögu um nýtt deiliskipulags fyrir efsta hluta Borgarlands aðgengilega almenningi í gegnum þrívídd. Umhverfissálfræðingur segir sýndarveruleika geta auðveldað kynningu á skipulagi fyrir íbúum sem aftur leiði til betri ákvarðanatöku.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar