Minna á ábyrga ferðahegðun

Björgunarsveitir á 50 stöðum á landinu hafa í dag minnt ferðafólk á ábyrga ferðahegðun í tilefni af Safetravel-deginum. Austfirskar sveitir eru meðal þeirra.

Lesa meira

Fjarskiptalaust við Mjóafjörð

Fjarskiptasamband liggur niðri í Mjóafirði og er reiknað með að það komist ekki á aftur fyrr en í kvöld.

Lesa meira

Hvetur Vopnfirðinga til samveru og útivistar

„Ég er mjög spennt fyrir þessu verkefni, það mælist vel fyrir og fólk virðist ánægt með framtakið,“ segir Bjarney Guðrún Jónsdóttir á Vopnafirði, sem sendi áskorun um aukna samveru og útivist inn á hvert heimili í bænum.

Lesa meira

„Vonandi verður þetta bara Instagramað í drasl“

„Ég vona að þetta muni vekja athygli, fólk stoppi og taki myndir og segi góðar sögur frá Breiðdalsvík, segir Friðrik Árnason eigandi Hótel Bláfells, sem bætir því við ekki veiti af að nýta hvert tækifæri til að draga að ferðamenn en fjöldi þeirra hafi dregist verulega saman milli ára.

Lesa meira

Fóru fram á aðgang að öllum tillögum um fráveitu

Fulltrúar meirihlutans í umhverfis- og framkvæmdanefnd Fljótsdalshérað höfnuðu ósk minnihlutans um nefndin fengi í gegnum stjórn Hitaveitu Egilsstaða og Fella (HEF) aðgang að öllum gögnum á ólíkum valkostum um legu nýrrar fráveitu fyrir þéttbýlið á Egilsstöðum og í Fellabæ.

Lesa meira

Bíllinn er sérstaklega búinn til að slökkva elda í jarðgöngum

„Bíllinn mun auka öryggi og efla slökkviliðið í Fjarðabyggð,“ segir Guðmundur Helgi Sigfússon, slökkviliðsstjóri í Fjarðabyggð um nýjan slökkvibíl sem sérútbúinn er til þess að slökkva elda í jarðgöngum. Opið hús verður í slökkvistöðinni á Norðfirði á morgun fimmtudag milli 17:00 og 19:00 í tilefni af mótttöku nýja bílsins.

Lesa meira

Fjarðabyggð fyrsta sveitarfélag landsins í endurheimt votlendis

„Loftslagsmálin eru stærsta og brýnasta málefni jarðarinnar og því er þetta skref Fjarðabyggðar til fyrirmyndar,“ segir Eyþór Eðvarðsson, stjórnarformaður Votlendissjóðsins, en Fjarðabyggð er fyrsta sveitarfélag landsins sem mun á skipulegan hátt vinna að endurheimt votlendis. Opinn fundur verður um málið á Reyðarfirði á morgun, miðvikudag.

Lesa meira

Mikilvægt að eldi taki mið af áhættumati

Skipulagsstofnun leggur áherslu á að veiting leyfa fyrir frekara eldi í Fáskrúðsfirði og Berufirði taki mið af áhættumati Hafrannsóknastofnunar. Stofnunin telur nokkuð neikvæð áhrif geta skapast af eldinu, meðal annars á villta laxastofna í nágrenninu. Ekki er talið að eldið hafi áhrif á hrognavinnslu né siglingaleiðir.

Lesa meira

Móðir Jörð sýknuð af ákæru um brot á útlendingalögum

Fyrirsvarsmenn fyrirtækisins Móður Jarðar, sem stundar lífræna ræktun á Vallanesi á Fljótsdalshéraði, voru í vikunni sýknaðir í héraðsdómi Austurlands af ákæru um brot á útlendingalögum með að hafa í vinnu fjóra bandaríska sjálfboðaliða.

Lesa meira

„Stærð er bara hugarástand“

„Sveitarstjórinn fékk þá frábæru hugmynd að við myndum senda landsliðinu smá baráttukveðjur og í leiðinni búa til skemmtilegan viðburð fyrir okkur,“ segir Greta Mjöll Samúelsdóttir, atvinnu- og menningarmálafulltrúi Djúpavogshrepps, en íbúar fjölmenntu í Tankinn síðastliðið miðvikudagskvöld þar sem tekin var upp baráttukveðja frá Djúpavogshreppi til karlalandsliðsins í knattspyrnu.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar