Fellabakstur seldur til 701 hótels

Gengið hefur verið frá samningi um kaup 701 hótels á eignarhaldsfélaginu Fellabakstri sem á og rekur Fellabakari. Þráinn Lárusson eigandi 701 hótels segir að bakaríið muni áfram þjónusta verslanir og viðskiptavini með brauð eins og verið hefur.


Lesa meira

Vinna við að móta farveg Búðarár á Seyðisfirði

Hreinsunarstarf á Seyðisfirði gengur vel. Unnið er að því að móta farveg Búðarár auk þess sem verið er að hanna varnargarð við Fossgötu. Starfsmenn Veðurstofu hafa verið við mælingar og verða athuganir þeirra og niðurstöður ræddar í dag.

Lesa meira

Borgarfjörður aðeins með 15 tonna byggðakvóta

Borgarfjörður eystri fékk aðeins úthlutað 15 tonna almennum byggðakvóta. Hefur þessi kvóti minnkað ár frá ári á undanförnum árum, að því er segir í fundargerð frá síðasta fundi heimastjórnar Borgarfjarðar eystri.

Lesa meira

Mastur brotnaði og umferðarskilti skemmdust um helgina

Mastur Vegagerðarinnar í Hvalnesskriðum sem á voru tvær myndavélar og þrjár sólarsellur brotnaði í ofsaveðri sem gekk yfir Austfirði um helgina. Fjölmörg umferðarskilti fuku á hliðina eða skemmdust á þessum slóðum.

Lesa meira

Þórunn Egilsdóttir lætur af þingmennsku

„Framboð til Alþingis verður hins vegar að bíða betri tíma. Ég mun því ekki gefa kost á mér til að leiða lista Framsóknarflokksins í Norðausturkjördæmi í komandi alþingiskosningum.“

Lesa meira

Ekkert bólusett eystra í þessari umferð

Ekkert af því bóluefni Moderna, sem kom til landsins í morgun, verður dreift á landsbyggðinni. Búist er við að meira af bóluefninu muni berast til lands reglulega á næstu vikum.

Lesa meira

Tekjulágir geta sótt um COVID barnastyrk

Meðal aðgerða stjórnvalda vegna COVID er styrkur sem hægt er að sækja um til sveitarfélaga vegna íþrótta- og tómstundastarfs barna. Styrkurinn er veittur vegna barna sem eru fædd á árunum 2005–2014 og búa á heimilum þar sem heildartekjur framfærenda, einstaklings, hjóna eða sambúðarfólks, voru að meðaltali lægri en 740.000 kr. á mánuði á tímabilinu mars–júlí 2020.

Lesa meira

Heimastjórn Seyðisfjarðar vill rannsókn á rýmingum

„Heimastjórn gerir þá kröfu að strax verði hafin rannsókn á því hvað varð þess valdandi að rýmingar fóru ekki fram fyrr en skriður voru farnar að falla og nánast allar rýmingar sem framkvæmdar voru í raun “sagnfræði? en ekki forspá eins og þær eiga að vera.“


Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.