Helstu tíðindi af loðnuveiði á einum stað

Nýjum vef, með nýjustu og mikilvægustu tölum af loðnuveiði, hefur verið settur í loftið. Er þar bæði hægt að sjá upplýsingar um landanir og áætlað aflaverðmæti.

Lesa meira

Prófkjör hjá Sjálfstæðisflokknum í Múlaþingi

Fulltrúaráð Sjálfstæðisfélaganna hefur ákveðið að efna til prófkjörs vegna röðunar á framboðslista Sjálfstæðisfólks fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í Múlaþingi.

Lesa meira

Yfir 270 í sóttkví á Austurlandi

Alls eru 273 einstaklingar í sóttkví á Austurlandi og hefur þeim fjölgað verulega á milli daga að því er fram kemur á versíðunni covid.is. Fjölgunin nemur 130 manns.


Lesa meira

Nýtt stýrikerfi fyrir sundlaugina á Djúpavogi

Nýtt stýrikerfi fyrir sundlaugina í íþróttamiðstöðinni á Djúpavogi er í burðarliðnum. Með þessari aðgerð verður hægt að stýra og fylgjast með öllu sem við kemur hita, klór, pH gildum, loftgæðum ofl.


Lesa meira

Reikna með að skólarnir opni í dag

Reiknað er með að Eskifjarðarskóli, Grunnskóli Reyðarfjarðar og Nesskóli sem lokaðir voru á föstudag opni í dag. Takmarkanir verða þó í Nesskóla vegna sóttkvía og einangrunar þar. Sendar verða út tilkynningar á Mentor sem foreldrar og forráðamenn grunnskólabarna í þessum áðurgreindum skólum eru beðnir að fylgjast vel með og kynna sér um skólastarfið framundan. 

Lesa meira

Afkoma SVN batnar um rúman milljarð

Útlit er fyrir að afkoma Síldarvinnslunnar (SVN) batni um rúman milljarð á síðasta ári umfram áætlanir sem gerðar voru á fyrrihluta árins.

Lesa meira

Bæði ME og VA komust áfram í Gettu betur

Bæði Menntaskólinn á Egilsstöðum (ME) og Verkmenntaskóli Austurlands (VA) komust áfram í spurningakeppninni Gettu betur fyrir og um helgina.

Lesa meira

Ragnar vill leiða Sjálfstæðisflokkinn í Fjarðabyggð

Ragnar Sigurðsson, varaþingmaður og bæjarfulltrúi Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð, gefur kost á sér í 1.sætið á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Fjarðabyggð í prófkjöri flokksins þann 26. febrúar nk. 

Lesa meira

Rífandi gangur á loðnumiðunum

Afar góð loðnuveiði er á miðunum þessa stundina og eru skipin búin að vera að fá góð hol í nótt. Manneldisvinnsla hófst í fiskiðjuveri Síldarvinnslunnar í Neskaupstað í gær og var þá frystur afli úr Vilhelm Þorsteinssyni EA. Enn er verið að frysta úr Vilhelm en Hákon EA er kominn til hafnar með frystingarloðnu og síðan kemur Bjarni Ólafsson AK í kjölfar hans.

Lesa meira

Kennsla felld niður í þremur skólum á morgun

Á fundi aðgerðastjórnar Austurlands í dag var ákveðið, í samráði við Almannavarnardeild ríkislögreglustjóra, að fella niður kennslu í Nesskóla í Neskaupstað, Eskifjarðarskóla og Grunnskóla Reyðarfjarðar á morgun, föstudaginn 14. janúar.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.