


HSA fyrst heilbrigðisstofnana að ljúka Grænum skrefum í rekstrinum
Heilbrigðistofnun Austurlands (HSA) varð í síðasta mánuði fyrst heilbrigðisstofnana í landinu til að ljúka öllum fimm svokölluðum Grænum skrefum sem ríkisfyrirtæki eru hvött til að innleiða til að lágmarka umhverfisáhrif af starfseminni.

Ný sending af sumarhita í kortunum
Eftir slyddu í byrjun vikunnar er rækilegur viðsnúningur á veðrinu á Austurlandi í dag og áfram næstu daga. Búist er við 15 stiga hita á Héraði og Vopnafirði í dag en það hitastig hefur þegar mælst á svæðinu.
Atvikið raskar ekki áætlun Norlandair
Flugáætlun Norlandair stendur óhögguð þrátt fyrir að ein véla félagsins sé til rannsóknar eftir að hafa misst afl á öðrum hreyfli á leið sinni frá Vopnafirði og Þórshöfn til Akureyrar í gær.
Breytingar á stjórnendum LungA-skólans og Hallormsstaðaskóla
Björt Sigfinnsdóttir, skólastjóri og einn stofnenda LungA-skólans, hefur látið af störfum hjá skólanum. Corelis Aaart Meijles mun stýra Hallormsstaðaskóla næsta vetur.
Ályktun um Reykjavíkurflugvöll flæktist fyrir austfirskum sveitarstjórnum
Ályktun, sem oddvitar Sjálfstæðisflokksins í sveitarstjórnum víða um land hafa lagt fram vegna byggingaframkvæmda í nágrenni Reykjavíkurflugvallar, hefur vafist fyrir austfirskum sveitarstjórnum. Ályktunin klauf meirihlutann í bæjarráði Fjarðabyggðar en í Múlaþingi kusu fulltrúar Sjálfstæðisflokksins gegn upphaflegu ályktuninni þegar hún var lögð fram.
Tekið jákvætt í að loka Regnbogagötunni á Seyðisfirði fyrir bílaumferð
Umhverfis- og framkvæmdaráð Múlaþings tekur jákvætt í erindi þess efnis að loka Norðurgötunni, gjarnan þekkt sem Regnbogagatan, fyrir allri bílaumferð í sumar og hún verði því göngugata að sumarlagi.

Flugfarþegum ráðlagt að mæta klukkustund fyrir brottför
Allir flugfarþegar til og frá Reykjavík í dag og á morgun þurfa að gangast undir vopna- og öryggisleit. Innritun hefst fyrr vegna þessa.
Sögu- og ljósmyndasýning Stríðsárasafnsins á túnið við Molann
Staðfest er að sérstök sögu- og ljósmyndasýning Íslenska stríðsárasafnsins á Reyðarfirði verður sett upp á túninu við verslunarkjarnann Molann í sumar.

Landsnet kaupir fyrrum húsnæði Vasks
Landsnet hefur keypt fyrrum húsnæði Vasks á Egilsstöðum, sem skemmdist í bruna í lok september í fyrra. Vonast er til að hægt verði að taka endurbætt húsnæði í gagnið á næsta ári.
Enginn óhultur fyrir tölvuárásum
Hvorki fyrirtæki, stofnanir né einstaklingar eru óhultir fyrir tölvuárásum eins og gerðar voru á íslenskar stofnanir í morgun, þótt tölvuþrjótar velji sér helst mikilvægar stofnanir. Skaðinn af árásunum er þó fyrst og fremst óþægindi og tafir.
Lagfæringar á Austurleið hagsmunamál allra Austfirðinga
Múlaþing og Fljótsdalshreppur hyggjast sameina krafta sína til að þrýsta á um vegabætur á Austurleið á Brúaröræfum.