


Annar hluti Efri-Jökuldalsvegar í formlegt útboð
Síðla sumars 2022 var lokið við uppbyggingu fyrsta veghluta af þremur alls á Jökuldalsvegi frá Hringveginum og að hinum vinsæla ferðamannastað Stuðlagili í Efri-Jökudal. Nú er komið að útboði á öðrum hlutanum.

Aflétta öllum rýmingum á Seyðisfirði
Að höfðu samráði við Veðurstofu Íslands og Ríkislögreglustjóra hafa lögregluyfirvöld á Austurlandi ákveðið að afléttu öllum rýmingum á Seyðisfirði.

Rigning sem vænta má á meira en 100 ára fresti í Neskaupstað
Úrkomu eins og þeirrar sem steyptist yfir Neskaupstað í gær má vænta þar á ríflega 100 ára fresti. Engar tilkynningar hafa enn borist um skriðuföll eða aðrar vatnsskemmdir af Austfjörðum eftir nóttina. Á flestum stöðum er stytt upp.
Norðfjarðará breytt eftir rigningarmet
Norðfjarðará reif úr bökkum sínum og velti sér milli farvega þegar hún flæddi eftir metúrkomu á mánudag og þriðjudag. Skemmdir urðu á veginum inn í Fannardal.
HSA fær tvö ný einbýlishús afhent í Neskaupstað
Fyrr í þessum mánuði fékk Heilbrigðisstofun Austurlands (HSA) afhent formlega tvö ný einbýlishús í Neskaupstað en þau eru ætluð starfsfólki stofnunarinnar.

Lagfæra vatnsskemmdir á Norðfjarðarvegi
Vegagerðin vinnur nú að því að lagfæra vatnsskemmdir sem urðu á Norðfjarðarvegi í nótt og í morgun.

Enn von á talsverðri úrkomu
Enn er viðbúið að 70-80 mm af úrkomu eigi eftir að falla þar sem mest lætur áður en styttir upp. Ofanflóðadeild Veðurstofu Íslands hafa borist nokkrar tilkynningar um skriður af Austfjörðum.
Úthluta aftur úr snjóflóðasjóði Rótarýklúbbs Neskaupstaðar
Enn eru töluverðir fjármunir eftir í sjóðum Rótarýklúbbs Neskaupstaðar eftir vel heppnaða söfnunarherferð snemma í vor en sú var haldin til styrktar þeim er urðu fyrir fjárhagslegu tjóni sem ekki fékkst bætt í kjölfar snjóflóðanna í bænum í marsmánuði.

Flýta skal hönnun á nýrri björgunarmiðstöð á Djúpavogi
Heimastjórn Djúpavogs hefur farið þess á leit við sveitarstjórn Múlaþings að þegar verði hafist handa við hönnun og undirbúning á nýrri björgunarmiðstöð í bænum enda sé þörfin brýn.

Höfnuðu áskorun Landverndar vegna vindorkuvers við Klaustursel
Rétt tæplega sex þúsund einstaklingar skrifuðu undir áskorun Landverndar á sveitarstjórn Múlaþings þess efnis að hafna alfarið öllum hugmyndum norska fyrirtækisins Zephyr um byggingu allt að hundrað vindmylla í landi Klaustursels í Efri-Jökuldal.

Vegurinn til Mjóafjarðar í sundur á tveimur stöðum
Vegurinn til Mjóafjarðar er kominn sundur á tveimur stöðum að sögn heimamanns. Allir hafa það gott í firðinum en nokkrar áhyggjur eru af ferðafólki sem enn er töluvert að þvælast á þessum slóðum.