Töluverð eftirspurn eftir nýjum íbúðum á Vopnafirði

Af þeim átta íbúðum sem verið er að byggja á Vopnafirði eru sex á vegum sveitarfélagsins og fara þær í útleigu. 11 umsóknir bárust um þær íbúðir og því er ljóst að umframeftirspurn er eftir húsnæði í sveitarfélaginu.

Lesa meira

Snjóþekja á Fjarðarheiði

Veturinn minnir á sig þessa dagana en nú er snjóþekja á Fjarðarheiði að því er segir á vefsíðu Vegagerðarinnar.

Lesa meira

Selur nýupptekið kál á Egilsstöðum

Margrét Árnadóttir garðyrkjubóndi á Hallfreðarstöðum býður fólki á Egilsstöðum og nágrenni upp á nýupptekið kál til sölu. Hún ræktar það á lóð Barra á Valgerðarstöðum. Tegundirnar sem enn eru í boði eru hvítkál, hnúðkál og grænkál.

Lesa meira

Vinnu við Mjóafjarðarlínu er lokið

Vinnu við Mjóafjarðarlínu lauk í gærdag. Því miður tókst ekki að ljúka öllum tengingum og er áframhaldandi vinna áætluð á morgun ef verður leyfir. Rafmagnslaust verður þá utan við Hánefsstaði og rafmagnstruflanir í Mjóafirði í dag frá kl 11 til 16 vegna vinnu við háspennustreng i Brekkugjá.

Lesa meira

Árétta mikilvægi sóttvarna í vetrarfríum

Aðgerðastjórn almannavarnanefndar Austurlands hvetur þá sem hyggja á ferðir í sumarbústaði í öðrum landshlutum í vetrarfríum skóla að huga sérstaklega að smitvörnum vegna Covid-19 faraldursins.

Lesa meira

Bað fyrir snjó og fékk þrif, þvott og bón í staðinn

Ari Dan Árnason eldri borgari í Neskaupstað datt í lukkupottinn í gærdag þegar starfsmenn Réttingarverkstæðis Sveins komu í heimsókn til hans og afhentu honum gjafabréf upp á þrif, tjöruþvott og bón á bíl hans.

Lesa meira

Þyrlan sparaði rúma tvo daga í vinnu - Myndband

RARIK notaði þyrlu til að klára Mjóafjarðarlínu í gærdag og allt gekk eins og best var á kosið. Raunar gekk verkið betur en bjartsýnustu vonir gerðu ráð fyrir.

Lesa meira

Hálkublettir víða á Austurlandi

Hálkublettir eru víða á Austurlandi en helst á fjallvegum að því er segir á vefsíðu Vegagerðarinnar.

Lesa meira

Blængur NK fer í mánaðartúr í Barentshafið

Frystitogarinn Blængur NK mun halda til veiða í Barentshafi á morgun. Reiknað er með að veiðiferðin muni taka 34 daga. Það mun taka skipið um þrjá og hálfan sólarhring að sigla á þessi mið.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.