06. desember 2024
Leikskólamál í Fjarðabyggð og rangfærslur meirihlutans
Leikskólinn er grunnstoð í samfélaginu okkar. Ekki aðeins menntastofnun heldur einnig lykilþáttur í velferð barnafjölskyldna, jafnrétti kynjanna og samfélags- og atvinnuþátttöku foreldra. Þess vegna er óásættanlegt að boðuð sé allt að 66% hækkun gjalda fyrir leikskólaþjónustu af hálfu meirihlutans í Fjarðabyggð.