Skip to main content

Norðausturkjördæmi

UmræðanThis email address is being protected from spambots. You need JavaScript enabled to view it.26. september 2025

Kæru þingmenn í norðausturkjördæmi. Nú er nýbúið að setja þing og þið gangið til starfa í umboði okkar. Ég bý á Austurlandi, sem er hluti af Norðausturkjördæmi en finnst ég stundum upplifa að sumir þingmenn kjördæmisins átti sig ekki á því að Austurland er hluti af kjördæminu -nema kannski rétt fyrir kosningar og þá eru þeir samt missýnilegir.


Veit ekki hvort á að gera athugasemdir við gamla tíma eða láta nægja það sem er búið af þessu kjörtímabili. En til að gæta allrar sanngirni þá byrja allir með hreint borð og á sama upphafsreit. Byrjum því bara núna!

Hugmyndin með þessum skrifum er að benda þingmönnum á að mörgum Austfirðingum finnst þeir hafa fengið litla athygli frá vorum kjörnu fulltrúum og langar því að veita þeim nokkurt aðhald. Þeir sem standa sig vel fá að njóta þess, þ.e.a.s. vekja athygli á sér og sínum baráttumálum og fyrir hvað þeir standa.

Þeir sem standa sig illa verða minntir á hversu illa þeir standa sig og hvort þetta hafi gerst áður hjá þeim eða þeirra flokki. Endilega segið okkur frá líka frá hvar, hvenær og hvernig þið eruð í sambandi við kjósendur. Hvað segið þið um að við tökum stöðuna um áramótin?

Hlakka til að hitta ykkur í kjördæmavikunni, og n.b. ef þið komið keyrandi austur og eruð ekki viss um hvar Austurland byrjar! Þá er það þar sem einbreiðu brýrnar eru.

Góðar stundir