Hrefna Lára Zoëga bikarmeistari í alpagreinum skíða

Hrefna Lára Zoëga varð um síðustu helgi bikarmeistari í flokki stúlkna 14-15 ára í alpagreinum skíða. Lið UÍA, sem er sameiginlegt frá Skíðafélaginu í Stafdal og Skíðafélagi Fjarðabyggðar, varð í þriðja sæti yfir veturinn.

UÍA var með öflugt lið á Unglingameistaramóti Íslands á skíðum, sem haldið var í Hlíðafjalli við Akureyri um síðustu helgi. Mótið, sem er fyrir keppendur 12-15 ára, var um leið þriðja og síðasta mótið í bikarkeppni Skíðasambands Íslands.

Mótið hófst á föstudegi með keppni við erfiðar aðstæður vegna snjókomu. Aðstæður voru mun betri laugardag og sunnudag þegar keppt var í stórsvigi fyrri daginn og samhliðasvigi.

Hápunktur keppenda UÍA var á föstudeginum í svigi 14-15 ára stúlkna þar sem sambandið átti fimm af efstu sex keppendum. Hrefna Lára vann, Sólveig Sigurjóna Hákonardóttir varð önnur, Sóley Dagbjartsdóttir þriðja, Rakel Lilja Sigurðardóttir fjórða og Katrín María Jónsdóttir sjötta.

Í flokki 12-13 ára stúlkna varð Amelía Dröfn Sigurðardóttir þriðja og Arnar Goði Valsson fremstur í flokki hreyfihamlaðra.

Sólveig Sigurjóna vann stórsvigið og samhliðasvigið en Hrefna Lára varð önnur í báðum greinum. Hrefna Lára varð hins vegar frest í alpatvíkeppni og Sólveig Sigurjóna önnur. Arnar Goði sigraði í flokki hreyfihamlaðra í samhliðasvigi.

Bikarmeistaratitillinn er veittur fyrir flest stig á mótum vetrarins. Þar varð Hrefna Lára efst en Sólveig Sigurjóna önnur. Í liðakeppni varð UÍA þriðja en Ármann vann.

UÍA liðið í Hlíðarfjalli um síðustu helgi. Mynd: Skíðafélag Fjarðabyggðar


Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.