Hart tekist á í Íslandsglímunni – Myndir

Reyðfirðingar, sem keppa undir merkjum UÍA, voru þar afar áberandi og sigursælir en allir þeir sem komust á verðlaunapall í Íslandsglímunni eru aldir upp hjá UÍA.
Í hófinu eftir keppnina fengu tveir Reyðfirðingar starfsmerki Glímusambandsins fyrir vel unnin störf. Atli Már Sigmarsson fékk bronsmerki en hann hefur meðal annars setið í stjórn sambandsins og var meðal dómara á laugardaginn.
Ásmundur Ásmundsson fékk hins vegar gullmerki en hann hefur starfað í áratugi fyrir glímuna á Reyðarfirði.
Myndir: Jóhannes Pétur Héðinsson og Ketill Hallgrímsson.











































































