Fyrstu leikirnir um sjómannadagshelgina

Fyrstu knattspyrnuleikirnir á Austurlandi á þessari leiktíð verða um sjómannadagshelgina þegar bikarkeppni Knattspyrnusambandsins hefst. Ekki verður leikið í Íslandsmótinu eystra fyrr en í lok júní.

Lesa meira

Leiknir tapaði en styrkir liðið

Gengi liðanna að austan á Íslandsmótinu í knattspyrnu var ærið misjafnt um síðustu helgi. Fjarðabyggðarmenn unnu þó góðan sigur í 2. deild karla. Leiknismenn leita enn að sínum fyrstu stigum í Lengjudeildinni en hafa verið að styrkja sig að undanförnu.

Lesa meira

Langstærstu félagaskipti í sögu Hattar

Körfuknattleiksmaðurinn Sigurður Gunnar Þorsteinsson hefur samið við Hött um að leika með liðinu í úrvalsdeild karla á næstu leiktíð. Þjálfari liðsins segir Sigurð Gunnar koma með mikla reynslu en hann á að baki tæplega 60 landsleiki auk þess að hafa fimm sinnum orðið Íslandsmeistari.

Lesa meira

Tinna Rut í raðir Lindesberg

Tinna Rut Þórarinsdóttir, tvítug blakkona úr Þrótti Neskaupstað, skrifaði í síðustu viku undir samning við sænska úrvalsdeildarliðið Lindesberg og mun leika með því næsta vetur.

Lesa meira

Leikir helgarinnar: Markaleikur í Fjarðabyggðarhöllinni

Austfirsku knattspyrnuliðin léku sína fyrstu deildarleiki um helgina. Karlaliðin léku öll á útivelli og tókst engu þeirra að næla í þrjú stig en Fjarðabyggð/Höttur/Leiknir hófu leik í 2. deild kvenna með sigri á Fram.

Lesa meira

Urriðavatnssundi aflýst

Urriðavatnssundi, sem haldið er í samnefndu vatni í júlí ár hvert, hefur verið aflýst í ár vegna óvissu út af Covid-19 faraldrinum.

Lesa meira

Þróttur deildarmeistari í fyrsta skipti og þjálfarinn fastur á Spáni

Þróttur Neskaupstað er deildarmeistari karl í blaki í fyrsta sinn í sögu félagsins. Þeir voru í góðri stöðu í efsta sæti deildarinnar og áttu einn leik eftir til að tryggja sér titilinn. Vegna samkomubannsins var Mizuno deildum karla og kvenna frestað og því deildarmeistaratitill Þróttar í höfn.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.