


Byrjendanámskeið fyrir fullorðið fólk í blaki
Æfingar fyrir fullorðið fólk sem vill læra grunnatriðin í blaki fara af stað í Neskaupstað í kvöld. Þjálfari segir að á námskeiðinu verði farið yfir grunnatriðin í íþróttinni þannig fólk verði betur búið undir að taka þátt í almennum æfingum hjá Þrótti.
Kristín Embla valin glímukona ársins
Kristín Embla Guðjónsdóttur úr Ungmennafélaginu Val Reyðarfirði hefur verið valin glímukona ársins af stjórn Glímusambands Íslands.
Körfubolti: Ekkert breytt út af venjunni í undirbúningnum
Allir leikmenn Hattar eru heilir og klárir fyrir kvöldið þegar spilar í fyrsta sinn í undanúrslitum bikarkeppni karla í körfuknattleik þegar liðið mætir Íslandsmeisturum Vals.
Körfubolti: Haukar kláruðu Hött í fyrsta leikhluta
Höttur tapaði í gærkvöldi 83-97 fyrir Haukum í úrvalsdeild karla í körfuknattleik, en liðin fylgdust að upp úr fyrstu deildinni í fyrra. Haukar skutu Hött í kaf í fyrsta leikhluta.
Valdís Kapitola valin blakkona ársins
Valdís Kapitola Þorvarðardóttir úr Neskaupstað hefur verið blakkona ársins af Blaksambandi Íslands.
„Egilsstaðir – Fjós allt í kringum mig“
Skotið er á borgarstjóra en fjósalyktinni hampað í sérstöku stuðningsmannalagi Hattar sem gefið hefur verið út fyrir úrslitakeppni bikarkeppninnar í körfuknattleik karla. Höttur spilar þar í fyrsta sinn og mætir Val á morgun í undanúrslitum.
Breiðdælingar vilja Péle-völl
Stjórn Ungmennafélagsins Hrafnkels Freysgoða í Breiðdal hefur lýst yfir vilja sínum til að hýsa knattspyrnuvöll sem nefndur væri brasilísku knattspyrnugoðsögninni Péle, sem lést skömmu fyrir áramót. Enginn knattspyrnuvöllur er á Breiðdalsvík í dag.