Sigmar valinn íþróttamaður Hattar fyrir árið 2018

Körfuknattleiksmaðurinn Sigmar Hákonarson er íþróttamaður Hattar fyrir árið 2018. Íþróttafólk félagsins var heiðrað á þrettándabrennu á Egilsstöðum á sunnudagskvöld.

Lesa meira

Ómar tók á móti Hreini í lögreglufylgd

„Þetta er auðvitað mjög mikill heiður fyrir mig og æðsta viðurkenning sem hægt er að veita í tenglsum við íþróttir,” segir Hreinn Halldórsson, kúluvarpari á Egilsstöðum, sem tekinn var inn í Heiðurshöll Íþrótta- og Ólympíusambands Íslands við val á íþróttamanni ársins 2018 þann 29. desember síðastliðinn. Hreinn er átjándi einstaklingurinn sem Íþróttasamband Íslands útnefnir í höllina.

Lesa meira

Þrír nýir leikmenn með Hetti í fyrsta leik ársins

Þrír nýir leikmenn eru í leikmannahópi Hattar sem er á leið á Ísafjörð til að leika gegn Vestra í fyrsta leik nýs árs í fyrstu deild karla í körfuknattleik á morgun. Liðin berjast hatrammlega um möguleikann á að leika í úrvalsdeildinni á næsta ári.

Lesa meira

Fyrsta skóflustungan að viðbyggingu við íþróttamiðstöðina

Fyrsta skóflustungan að fimleikahúsi, sem rísa mun við ytri enda núverandi íþróttahúss á Egilsstöðum, var tekin föstudaginn 16. nóvember. Íþróttafélagið Höttur heldur utan um framkvæmdina fyrir sveitarfélagið Fljótsdalshérað.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar