


Körfubolti: Höttur tveimur stigum frá úrslitakeppninni
Hársbreidd munaði að Hetti tækist í gær að komast í úrslitakeppni Íslandsmót karla í körfuknattleik í fyrsta sinn en liðið tapaði fyrir ÍR, sem var fallið, með einu stigi á heimavelli, 79-80. Nýting Hattar af vítalínunni reyndist liðinu dýrkeypt.Blak: Kvennalið Þróttar áfram í fyrstu umferð úrslitakeppninnar
Kvennalið Þróttar í blaki er komið í fyrstu umferð úrslitakeppni Íslandsmóts kvenna í blaki þrátt fyrir að hafa tapað 1-3 gegn HK í Neskaupstað á sunnudag.
Blak: Tap á heimavelli og sigur á útivelli
Í gær mættust Þróttur Fjarðabyggð og Þróttur Reykjavík í úrvalsdeild kvenna í blaki í Neskaupstað í fyrstu krossumferð deildarinnar. Leikurinn fór 1-3 fyrir gestunum. Karlalið Þróttar Fjarðabyggðar fór suður og kepptu á móti HK í úrvalsdeild karla í blaki. Leikurinn endaði með 2-3 sigri Þróttar.

Þrenn gullverðlaun á unglingameistaramóti á skíðum
Skíðafólk úr UÍA kom heim með þrenn gullverðlaun auk þess að ná þriðja sætinu í stigakeppni félaga á Unglingameistaramóti Íslands í skíðum. Mótið var haldið í Bláfjöllum um síðustu helgi.
Körfubolti: Höttur öruggur uppi í fyrsta sinn og á möguleika á úrslitakeppni
Höttur hefur í fyrsta sinn tryggt að lið þess leiki í úrvalsdeild karla í körfuknattleik tvö tímabil í röð eftir sigur á Breiðabliki í gærkvöldi. Þjálfari liðsins segir langtímamarkmið hafa náðst. Liðið getur enn komist í úrslitakeppnina með hagstæðum úrslitum.
Viktor Ívan: Nokkuð viss um ég sé búinn að bæta öll metin hans pabba
Viktor Ívan Vilbergsson frá Fáskrúðsfirði varð nýverið Íslandsmeistari innanhúss í 800 metra hlaupi í flokki 18-19 ára pilta. Bæði Viktor og foreldrar hans hafa lagt mikið á sig til að ná þeim árangri.
Körfubolti: Höttur getur tryggt sig í úrslitakeppnina
Höttur getur komist í úrslitakeppni Íslandsmóts körfuknattleiks karla í fyrsta sinn ef liðið sigrar ÍR á Egilsstöðum í kvöld. Þjálfari liðsins segir alla leikmenn fullkomlega heila heilsu, sem sé sjaldgæft þegar þetta langt er liðið á tímabilið.