


„Sagði við bekkinn að markvörðurinn myndi skora“
Einherji vann um helgina frækilegan 6-2 sigur á Knattspyrnufélagi Vesturbæjar (KV), efsta liði þriðju deildar karla á Vopnafirði. Einherji var 0-2 undir í hálfleik. Markvörður liðsins var meðal markaskorara.
Kafaði í gamlar rímur um ástina
Gímaldin og Hafþór Ólafsson eru á ferð um Austfirði og halda tónleika í Neskaupstað í kvöld og á Seyðisfirði annað kvöld. Þeir flytja nýtt efni sem byggir þó á aldagömlum grunni.
Unnu C-deildina án þess að tapa leik
Lið Austurlands í þriðja flokki karla leikur á sunnudag í undanúrslitum Íslandsmóts þriðja flokks karla í knattspyrnu. Liðið vann í sumar C-deild mótsins og fór í gegnum hana án þess að tapa leik.
Miklar breytingar á liðum Þróttar milli ára
Miklar breytingar hafa orðið á bæði karla- og kvennaliði Þróttar í blaki frá síðustu leiktíð. Karlaliðið hefur titilvörn sína gegn Hamri í Hveragerði annað kvöld.
Fimm tíma að klára fótboltaleik
Tæpar fimm klukkustundir liðu frá því að leikur Fjarðabyggðar/Hattar/Leiknis og Hamars í annarri deild kvenna var flautaður á þar til honum lauk. Honum lauk heldur ekki á sama velli og hann hófst.
Leiknismenn að heiman í tæpa fjóra sólarhringa
Knattspyrnulið Leiknis Fáskrúðsfirði gerði víðreist í síðustu viku. Félagið mun vera það lið sem ferðast mest vegna Íslandsmótsins í knattspyrnu í sumar og ferðirnar röðuðust ekki vel upp þegar finna þurfti nýja leikdaga fyrir leiki sem frestað var út af Covid-19 faraldrinum.