


Fimleikar: Hvetja hvor aðra áfram
Tvíburarnir Katrín Anna og Lísbet Eva Halldórsdætur eru meðal þeirra 30 sem valdar hafa verið í úrtökuhóp fyrir íslenska landsliðin sem stefna á Evrópumót í hópfimleikum að ári. Þær segja valið hafa komið gleðilega á óvart en þær hafi ekki átt von á að komast í landslið fullorðinna.
Knattspyrna: KFA gerði sitt en Höttur/Huginn ekki
Knattspyrnufélag Austfjarða leikur áfram í annarri deild knattspyrnu eftir að hafa orðið undir á markahlutfalli í baráttunni um að komast upp. KFA vann Sindra örugglega í sínum síðasta leik en það skipti ekki máli þar sem Höttur/Huginn var engin fyrirstaða fyrir keppinautana í ÍR.
Hetti loks spáð áframhaldandi veru í úrvalsdeild
Í fyrsta sinn síðan Höttur komst í úrvalsdeild karla í körfuknattleik er því spáð í árlegri spá fjölmiðla og félaganna að liðið muni halda sæti sínu í deildinni. Keppni í deildinni hefst í kvöld.
Valdir í unglingalandsliðin í knattspyrnu
Daníel Michal Grzegorzsson frá Reyðarfirði hefur verið valinn í U-15 ára landslið Íslands í knattspyrnu. Þorlákur Breki Baxter, fyrrum leikmaður Hattar/Hugins, var nýverið í U-19 ára landsliðinu.
Knattspyrna: KFA þarf hjálp frá Hetti/Huginn til að komast upp
Á brattann er að sækja fyrir Knattspyrnufélag Austfjarða í baráttu liðsins fyrir að komast upp í fyrstu deild karla í knattspyrnu að sumri eftir tap fyrir ÍR um helgina. KFA á enn möguleika en þarf líklega hjálp frá nágrönnum sínum í lokaumferðinni.
Blak: Öruggur sigur á Stál-Úlfi
Lið Þróttar í úrvalsdeild karla í blaki er komið með sinn fyrsta sigur í vetur eftir að hafa unnið Stál-Úlf örugglega 0-3 á útivelli um helgina.
Blak: Atli Freyr nýr yfirþjálfari meistaraflokka Þróttar
Heimamaðurinn Atli Freyr Björnsson verður yfirþjálfari meistaraflokka Þróttar í blaki í vetur en leiktíðin er nýhafin. Eins og fyrri ár eru miklar breytingar á bæði karla- og kvennaliðinu. Atli segir Norðfirðinga vana því og laga sig að aðstæðum.