Loks líf í Faktorshúsinu á ný

Líf kviknaði á ný svo um munaði í einu merkasta húsi Djúpavogs, Faktorshúsinu, þegar þar opnaði þar dyrnar fyrsta sinni fyrirtækið Faktor brugghús um miðja síðustu viku. Troðið hefur verið öll kvöld síðan.

Byggingin merka fengið mikla andlitslyftingu síðustu árin en unnið hefur verið að endurbótum innandyra og utan síðustu árin. Gekk um hríð illa að lokka áhugasama aðila til að setja þar upp starfsemi og ýmissa leiða leitað til að freista þess að koma starfsemi í húsið. Það gekk svo æpls eftir síðastliðinn vetur þegar forsvarsmenn Beljanda brugghúss og Frystihússins á Breiðdalsvík sáu þar tækifæri til að opna sitt annað brugghús á einum besta stað á Djúpavogi.

Þriggja mánaða undirbúningur

Að sögn Elís Péturs Elíssonar, eiganda, hefur hann og gott teymi hans unnið að því hörðum höndum frá miðjum janúar að innrétta staðinn og því tókst að ljúka fyrir opnunardaginn á miðvikudag var.

„Opnunin tókst frábærlega og hér var fullt hús á augabragði. Það sama má segja um gærkvöldið og vel rúmlega hundrað manns hér bæði kvöldin og fleiri komast ekki fyrir. Þetta er ekta brugghús orðið og við með einar átta mismunandi tegundir á krana. Öll tókst þessi byrjun okkar vel.“

Þorpsbúar á Djúpavogi eru margir mjög glaðir að líf sé komið í Faktorshúsið að nýju enda stendur það á áberandi stað. Opnun slíks staðar eykur líka fjölda þeirra staða sem ferðafólk, sérstaklega af skemmtiferðaskipum, getur valið um meðan dvalist er á Djúpavogi.

Sjálfur segir Elís að nú að lokinni Hammondhátíð þessa árs verði staðnum lokað aftur í bili fram til 10. maí eða svo þegar ferðamannastraumurinn fer að aukast að ráði. Eftir það verði opið meira og minna daglega.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.