Makrílvertíðin er á lokametrunum og síldveiðar að hefjast

Makrílvertíðin er á lokametrunum og eru um 145.000 tonn komin á land það sem af er árinu. Heildarkvótinn í ár nam 167.000 tonnum þannig að eitthvað verður flutt af honum milli fiskveiðiára.

Gunnþór Ingvason framkvæmdastjóri Síldarvinnslunnar segir að hann sé þokkalega sáttur við makrílvertíðina í ár.

„Þetta hefur gengið vel hjá okkur síðustu vikurnar og því má segja að þetta hafi verið sæmilegasta vertíð,“ segir Gunnþór.

Samhliða því að makrílvertíðinni lýkur hefst síldarvertíðin. Hún hófst raunar í morgun hjá Síldarvinnslunni er fyrsta skipið hélt til þeirra veiða. Fréttir hafa borist um stóra og góða síld við landið eins og hjá færeyskum skipum sem verið hafa við veiðar skammt undan Kolbeinsey.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar