Kvartað undan ágangi og óþrifum við fóðrun dúfna í Fjarðabyggð

Kvartað hefur verið undan ágangi og óþrifnaði í tengslum við fóðrun dúfna í Fjarðabyggð, sérstaklega í Neskaupstað og á Reyðarfirði.

Þetta kemur fram í nýrri fundargerð hjá HAUST. Þar segir einnig að Heilbrigðisnefnd Austurlands hvetur íbúa til þess að fóðra ekki dúfur og aðra fugla innan þéttbýlismarka nema í harðæri.

Leifur Þorkelsson framkvæmdastjóri HAUST segir að um bjargdúfur sé að ræða. Það sé ekki bannað að fóðra þær en slíkt sé til ama fyrir nágranna þeirra sem gera slíkt vegna óþrifnaðar.

„Þessar dúfur geta vel bjargað sér í náttúrunni og því beinum við þeim tilmælum til íbúa að vera ekki að fóðra þær nema í harðæri,“ segir Leifur.

Í máli Leifs kemur fram að á bilinu 10 til 15 kvartanir komi til þeirra árlega vegna dúfnafóðrunar í byggðakjörnum.

Mynd: Wikipedia

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar