Laxar fiskeldi sömdu við EWOS til tveggja ára

Laxar fiskeldi gerðu nýlega samning við fóðurframleiðandann EWOS þar sem EWOS mun sjá Löxum fyrir fóðri næstu tvö árin. 

Þetta kemur fram á Facebook síðu fyrirtækisins. Þar segir að markmið Laxa fiskeldis er að framleiða holl og næringarrík matvæli á öruggan og umhverfisvænan hátt. 


„Samningurinn við EWOS fellur vel að þessum markmiðum en hjá EWOS er til staðar gríðarleg þekking á næringarþörf og heilbrigði dýra, framboði á hráefnum, sjálfbærni og áhættustýringu,“ segir á Facebook síðunni.

„Sem leiðandi fóðurframleiðandi á heimsvísu vill EWOS nota sjálfbærar aðferðir til að mæta aukinni neyslu á fiski og sjávarfangi á umhverfisvænan hátt og á sama tíma að stuðla að velgengni okkar eldisbænda.“

EWOS Group er einn stærsti framleiðandi heims á fóðri fyrir fiskeldi. Það er með starfsemi í fimm löndum, þ.e. Kanada, Skotlandi Chile, Noregi og Víetnam.

Fyrirtækið var stofnað árið 1931 af Norðmönnunum  Erik Berggren, Victor Weyde and Olle Sjöstedt og dregur nafn sitt af upphafstöfunum í fornöfnum þeirra.

EWOS var keypt árið 2015 af bandaríska matvælarisanum Cargill. Cargill er stærsta einkarekna fyrirtæki Bandaríkjanna miðað við tekjur og nær saga þess 155 ár aftur í tímann.

Mynd: Laxar fiskeldi.

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar