Orkumálinn 2024

Tvö fyrirtæki á Austurlandi valin til þátttöku í viðskiptahraðlinum Til sjávar og sveita

Tvö fyrirtæki á Austurlandi, Nielsen restaurant og Sauðagull hafi verið valin af Icelandic Startups til að taka þátt í viðskiptahraðlinum „Til sjávar og sveita - frá hugmynd í hillu". Tíu sprotafyrirtæki voru valin en verkefnið leggur áherslu á sjálfbærar lausnir í landbúnaði og sjávarútvegi. Alls sóttu yfir 70 fyrirtæki um þátttöku í verkefninu.

Lesa meira

Tveir smitaðir af COVID um borð í Norrænu

Í tilkynnningu frá lögreglunni á Austurlandi segir að um borð í Norrænu sem er á leið til landsins eru tveir farþegar sem greindust jákvæðir við Covid-19 í skimun í Danmörku og hafa þeir verið í einangrun um borð. Ekki leikur grunur á að aðrir farþegar hafi smitast.

Lesa meira

Stigar og pallar við Stuðlagil brátt tilbúnir

Búið er að koma upp stálstigum og útsýnispöllum niður að Stuðlagili við bæinn Grund á Efri Jökuldal. Lítilsháttar frágangsvinna er eftir en bíður hún þess að verktakinn komi úr sumarfríi. Reiknað er með að endanlega ljúki framkvæmdum í næsta mánuði.

Lesa meira

Hálslón á yfirfall

Vatn byrjaði að renna um yfirfall Hálslóns á laugardag og niður farveg Jökulsár á Dal á laugardag. Áin er þar með heldur fyrr á yfirfalli en undanfarin ár.

Lesa meira

Makrílaflinn kominn yfir 100.000 tonn

Vel hefur gengið á makrílveiðunum núna seinnipart sumars. Er aflinn kominn í tæp 110.000 tonn og er því búið að veiða um 2/3 hluta kvótans.

Lesa meira

Eitt brot á sóttkví til rannsóknar

Lögreglan á Austurlandi hefur til rannsóknar eitt mál þar sem grunur er um að einstaklingur hafi brotið gegn lögum um sóttkví. Ekkert nýtt smit hefur greinst í fjórðungnum í rúma viku.

Lesa meira

Vilja stofna eitt stærsta steinasafn landsins á Breiðdalsvík

Náttúruminjasafn Íslands vill stofna eitt stærsta steinasafn landsins á Breiðdalsvík. Safnið myndi byggja á steinasöfnun Björns Björgvinssonar sem búsettur er á staðnum. Tveir jarðfræðingar hafa unnið s.l. tvo mánuði við að flokka steina og mynda þá. Um er að ræða safn upp á um tuttugu þúsund steina.

Lesa meira

Umtalsvert meiri veiði í Hofsá en í fyrrasumar

Laxveiðin í Hofsá hefur gengið umtalsvert betur í sumar en í fyrrasumar. Í morgun voru 804 laxar komnir úr ánni miðað við rétt um 700 á sama tíma í fyrra. Stærsti laxinn í sumar hingað til var 20 pund að stærð.

Lesa meira

Mjög strangir verkferlar virkjaðir við COVID smit í Norrænu

Linda Björk Gunnlaugsdóttir forstjóri Norrænu segir að mjög strangir verkferlar séu virkjaðir ef COVID smit finnst í ferjunni. Norræna leggst að bryggju á Seyðisfirði í dag. Tveir af farþegum ferjunnar eru með COVID og eru í einangrun um borð.

Lesa meira

Talsverðar breytingar á lista Austurlistans

Talsverðar hreyfingar eru milli sæta á frambjóðendum Austurlistans fyrir komandi sveitarstjórnarkosningar í nýju sveitarfélagi. Engar breytingar eru þó á efstu fimm sætunum.

Lesa meira

Formaður Sögufélags Austurlands segir nafnið Múlaþing villandi

Sigurjón Bjarnason formaður Sögufélags Austurlands segir að sínu viti væri í besta falli villandi og í versta falli ókurteisi gagnvart þeim sem búa utan hins nýja sveitarfélags, en innan hins eiginlega Múlaþings, að nefna hið nýstofnaða sveitarfélag þessu nafni. Þetta kemur fram í erindi sem Sigurjón sendi sveitarstjórnum Fljótsdalshéraðs, Seyðisfjaðarkaupstað, Dúpavogshreppi og Borgarfjarðarhreppi.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.