Pólska listahátíðin Vor hefst í dag

Pólska lista- og menningarhátíðin Vor/Wiosna verður opnuð í Sláturhúsinu menningarmiðstöð á Egilsstöðum klukkan 18:00 í dag, föstudag.

Lesa meira

Stafrófið stjórnar hvaða daga nemendur mæta í skólann

Nemendur með nöfn sem byrja á A-J munu mæta í Menntaskólann á Egilsstöðum næstkomandi mánudag. Þeir sem aftar eru í stafrófinu koma hins vegar á þriðjudag. Aðeins nýnemar voru viðstaddir þegar skólinn var settur í morgun. Þeir hafa skólann út af fyrir sig þessa vikuna.

Lesa meira

„Aldrei búist við að allir væru fyllilega meðvitaðir á fyrsta degi“

Skrifstofustjóri í forsætisráðuneytinu segir að ekki hafi verið hægt að ætlast til þess að allir þeir ferðamenn sem kæmu til landsins í dag væru með nýjar reglur sóttvarnayfirvalda á hreinu. Hann segir íbúa á Austurlandi hafa verið vakandi fyrir ferðum farþega úr Norrænu í morgun.

Lesa meira

Afbókanir í ferðir Norrænu hrúgast inn

Linda Björk Gunnlaugsdóttir forstjóri Norrænu segir að afbókanir í ferðir með Norrænu til Íslands hrúgast nú inn. Ferjan kom til Seyðisfjarðar í morgun með 190 manns og 80 bíla.

Lesa meira

Þrír dagar án smits

Ekkert nýtt Covid-19 smit hefur greinst á Austurlandi síðan á sunnudag. Eftir sem áður eru átta virk smit og 26 manns í sóttkví í fjórðungnum.

Lesa meira

Einum færri með virkt smit

Fækkað hefur í hópi þeirra sem eru með virkt Covid-19 smit á Austurlandi. Lögregla þurfti að ítreka reglur um sóttkví við nokkra farþega sem komu með Norrænu til Seyðisfjarðar í morgun.

Lesa meira

Mörg hótel og gististaðir á Austurlandi loka í haust

Vegna COVID veirunnar liggur ljóst fyrir að mörg hótel og gististaðir á Austurlandi munu loka í haust. Raunar munu Hótel Hallormsstaður loka þegar eftir næstu helgi en Valaskjálf þann 1. september. Aðrir ætla að bíða aðeins og sjá til fram að mánaðarmótum september/október. Ljóst er að tugir ef ekki hundruð starfsmanna þessara gististaða missa vinnuna.

Lesa meira

Demo

Markmið Austurfréttar er að byggja upp vef sem tengir saman Austfirðinga, sama hvar þeir eru niðurkomnir og flytja fréttir úr þeirra samfélagi.

Samfélagsmiðlar

Þessi síða notar vafrakökur (e. cookies) til þess að upplifun þín af henni sé sem best og til þess að hjálpa okkur að veita þér sem besta þjónustu.